Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 9
INNLENT
Aðalstöðvar Granda. Skrifstofu og stjórnunarkostnaður er mikill hjá fyrirtækinu: 47
milljónir á síðasta ári. Til samanburðar má nefna Útgerðarfélag Akureyrar sem er
stærra fyrirtæki. Kostnaður á þeim bæ á síðasta ári nam 32 milljónum.
reyndin er sú, að umsvif Granda hafa farið
minnkandi, eru í dag minni en umsvif BÚR
eins voru áður í útgerð. Fjöldi skipa er að
vísu sá sami og áður en aflamagnið hefur
rýrnað um 2500 til 3000 tonn.
Áður átti BÚR um þriðjung í Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunni en Grandi á nú um
65.3% í verksmiðjunni. Eignarhlutinn er
bókfærður á tæplega 187 milljónir króna, en
tapið á síðasta ári var ríflega 21 milljón
króna. Par var ráðinn framkvæmdastjóri
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem áður
var framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavfk.
Skuldum safnað í góðæri
Grandi safnaði skuldum á sl. ári að upp-
hæð um 67 milljónir, „í mesta góðæri sem
staðið hefur um langa hríð í íslenskum sjáv-
arútvegi". Þá er einnig bent á að á þessum
tíma hafi ekkert heldur verið fjárfest eða
framkvæmt nýtt. sem eigi eftir að skila arði
síðar meir. Skuldir á bak við hvern togara
eru 220 milljónir króna.
Á síðasta ári tók Grandi viðbótar lang-
tímalán að upphæð 170.7 milljónir króna eins
og reyndar einnig árið 1986. Afborganir
langtímaskulda á sl. ári voru samkvæmt árs-
reiknigi 237 milljónir. Vaxtakostnaður á síð-
asta ári var um 95 milljónir og gengistap varð
87 milljónir króna. Samtals voru afborganir
og vaxtakostnaður því um 419 milljónir
króna. Nærri má geta að sú upphæð gæti
verið um hálfur milljarður króna í ár, þannig
að af því má sjá hvert stefnir. Reyndar bend-
ir Bynjólfur á, að gengistap greiðist ekki á
sama árinu, heldu dreifist yfir lengra tímabil,
en það breytir ekki heildarniðurstöðunni.
Brynjólfur telur einnig að aðrar tölur um
afborganir af lánum og vaxtakostnað í árs-
skýrslunni gefi ekki rétta mynd af raunveru-
legum skuldagreiðslum. „Málið er það að
Grandi er búinn að vera rekinn í tvö ár rúm.
Við höfum staðið við afborganir og vexti á
þeim tíma og teljum okkur geta það áfram “
segir Brynjólfur.
Hann kveður hálfan milljarð í greiðslu af-
borgana og vaxtakostnaðar á þessu ári ekki
vera rétta tölu. Fyrirtækið sé með 623 mill-
jónir króna í eigið fé og yfir 1300 milljónir í
langtímaskuldum. Eigið fé sem er yfir 30%
af heildareignunum þyki alls ekki slærn
staða.
Á ársfundi SH í 1985 var öllum reglum
breytt um greiðslu til félagsmanna. Inneign-
arfé hafði verið óverðtryggt en varð verð-
tryggt. Skömmu síðar var tilkynnt um sam-
einingu ísbjarnarins og BÚR og stofnun
Granda. Jón Ingvarsson ísbjarnarbróðir er í
stjórn SH fyrir Granda. Hann fór vel út úr
sameiningunni og er í stjórn Granda áfram
þar sem hann hefur m.a. tekið ákvarðanir
um uppsagnir verkafólks og kaup á bíl handa
Ragnari Júlíussyni. „Pjóðin öll verður að
taka þátt í erfiðleikunum sem leiða af verð-
lækkun og lækkun dollars", heitir greinin
sem Jón Ingvarsson skrifaði 6. maí í Morgun-
blaðinu.
Dýr yfírbygging
Fjármagnskostnaður Granda er talinn
vera um 175 milljónir á sl. ári. Yfirbyggingin
þykir mikil hjá fyrirtækinu . Skrifstofu- og
stjórnunarkostnaður á sl. ári var 47 milljónir
króna. Útgerðafélag Akureyringa er stærra
fyrirtæki og var skrifstofu og stjórnunarkostn-
1348 milljónir í
skuld
Skammtímaskuldir Granda eru sam-
kvæmt ársreikningi 388.384.928 og lang-
tímaskuldir 960.487.289 þegar afborganir
næsta árs hafa verið dregnar frá, eða
skuldirsamtals upp á 1.348.872.217 krón-
ur. í birgðum, skammtímakröfum og
bankainnistæðum á fyrirtækið rúmlega
313 milljónir og fastafjármunir þess, þ.e.
eignarhutir í öðum félögum o.fl. nema
rúmlega 237 milljónum og fiskiskip 868
milljónum.vélarog tæki 182 milljónum og
fasteignir332 milljónum. Eignir félagsins
eru samtals metnar á 1.972.466.578 og
sömuleiðis skuldir og eigið fé samkvæmt
ársreikningnum.
aður þar var um 32 milljónir á sl. ári. Stjórn-
endur Granda eru líka með há laun (sjá
rammagrein).
Gagnrýnendur segja fyrirtækið þjást und-
an flokkshagsmunum Sjálfstæðisflokksins og
gæðinga á hans vegum.í þessu sambandi er
líka talað um „sukk og spillingu“ hjá
Granda. Til dæmis um það eru áðurnefnd
kaup fyrirtækisins á bifreið fyrir 1.5 milljónir
króna handa stjórnarformanni fyrirtækisins,
Ragnari Júlíussyni skólastjóra (fyrrv. borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins) og Helgar-
pósturinn skýrði nýlega frá. Þetta er gjör-
ningur sem fellur á sama tíma og forsvars-
menn fyrirtækisins tilkynna uppsagnir
verkafólks, rýrari kost í mötuneyti starfs-
manna og fleira í þeim dúrnum. Eins og stað-
festing á öllum verstu fordómum fólks um
framkomu forstjóra og stjórnenda útgerðar-
fyrirtækja. Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði á borgarstjórnarfundi 5.maí að það
væri alsiða í fyrirtækjum af þessari stærðar-
gráðu að bíll væri keyptur fyrir stjórnarfor-
mann. Þegar verkafólkinu var sagt upp vís-
uðu þeir Brynjólfur og félagar til þess, að
hallarekstur væri á fyrirtækinu, afurðaverð
færi lækkandi á markaði og ríkisstjórnin
hefði ekki lækkað gengið. En þegar Ragnar
stjórnarformaður var spurður um samhengið:
uppsagnir verkafólks og bílakaup fyrir hann,
kvað hann ekkert samhengi vera þarna á
milli; ástæða uppsagnanna hefði aðallega
verið vélvæðing fyrirtækisins.
Stjórn Davíðs
í stjórn Granda sitja Ragnar Júlíusson for-
maður, Þórarinn V. Þórarinsson, Baldur
Guðlaugsson, Þröstur Ólafsson og Jón Ingv-
arsson áðurnefndur. Stjórnarmennirnir
Ragnar, Þórarinn og Þröstur eru fulltrúar
borgarinnar og skipaði Davíð Oddsson full-
trúana sjálfur þrátt fyrir harðorð mótmæli
9
Skuldum vafinn