Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 18
INNLENT
Atvinnumenn
snúa aftur
Spáð í Islandsmótið í knattspyrnu.
Einstaklingsframtak ífyrirrúmi. Miklar
mannabreytingar hjáflestum liðum.
Sama þróun er að verða í knattspyrnunni
hérlendis og í handboltanum: Atvinnu-
mennirnir eru á heimleið. Atli Eðvaldsson
og Lárus Guðmundsson sem verið hafa í
Þýskalandi um margra ára skeið leika með
Lokastaðan í fyrra
Valur 18 10 7 1 30-10 37
Fram 18 9 5 4 33-21 32
ÍA 18 9 3 6 36-30 30
Þór 18 9 2 7 33-33 29
KR 18 7 4 7 28-22 25
KA 18 5 6 7 18-17 21
ÍBK 18 5 6 7 22-30 21
Völsungur 18 4 5 9 20-32 17
Víðir 18 3 8 7 20-33 17
FH 18 4 4 10 22-34 16
Þjóðlífsspáin 1988
Víkingur
Valur
Fram
KR
Þór
Leiftur
ÍA
ÍBK
KA
Völsungur
íslandsmeistarar
síðustu 10 ár
1978: Valur
1979: Vestmannaeyjar
1980: Valur
1981: Víkingur
1982: Víkingur
1983: Akranes
1984: Akranes
1985: Valur
1986: Fram
1987: Valur
Val og Víkingi í sumar. Ómar Torfason kem-
ur frá Sviss og verður í herbúðum Framara;
Pétur Pétursson kom heim í fyrra og Ragnar
Margeirsson verður unr kyrrt þótt hann færi
sig um set á milli félaga, frá Fram til ÍBK. Þá
hafa spurst þau gleðilegu tíðindi að Karl
Þórðarson, Akranesi, ætli að taka fram
skóna á ný. Aukgömlu jaxlanna munu marg-
ir ungir og efnilegir leikmenn setja mark sitt
á íslandsmótið í sumar, sem búast má við að
verði skemmtilegra en oft áður.
Síðustu fjögur árin hafa samtök leiknranna
í fyrstu deild gengist fyrir könnun á rneðal
þjálfara og leikmanna um lokastöðuna í ís-
landsmótinu. Til þessa hefur spáin um ís-
landsmeistara ávallt gengið eftir. Ef svo
verður einnig að þessu sinni mun Fram
hampa titlinum í haust. Niðurstöður könn-
unarinnar voru á þessa leið:
1. Fram 269 stig
2. KR 250 stig
3. Valur221stig
4. ÍA 209 stig
5. ÍBK 176 stig
6. Þór 159 stig
7. Víkingur 144 stig
8. KA 99 stig
9. Leiftur 69 stig
10. Völsungur 51 stig
Athygli vekur hve íslandsmeisturum Vals
er spáð litlu gengi. Hlíðarendafélagið hefur
misst eina sjö leikmenn síðan í fyrra, en þess
ber að geta að enginn þeirra átti fast sæti í
aðalliðinu. Varamannabekkurinn er hins
vegar auður. I staðinn hafa Valsarar fengið
markaskorarann Tryggva Gunnarsson frá
KA. Hann skoraði 28 mörk með KA í 2.
deildinni í hitteðfyrra. Á síðasta ári skoraði
hann að vísu ekki nema fjögur mörk, — og
varð samt markahæstur KA-manna. Nú ætti
hann að hafa skólast í harðri keppni fyrstu
deildar. Atli Eðvaldsson er Valsliðinu gífur-
legur styrkur og mun án efa draga að marga
áhorfendur. Það er engin ástæða til að ætla
annað en Valsmenn verði í toppbaráttunni
■ ' *i. K I I. . i 1
Pétur Pétursson hefur svo sannarlega
lífgað upp á fyrstu deildina. Sterkir ein-
staklingar eru aftur farnir að setja svip
sinn á fótboltann.
undir stjórn nýs þjálfara, Harðar Helgason-
ar.
Framarar sýndu ágæta takta í Reykjavík-
urmótinu en ýmislegt bendir til þess að þeim
fari senn að daprast hið mikla flug sem þeir
hafa verið á síðustu árin. Friðrik Friðriks-
son, landsliðsmarkvörður er farinn til Dan-
merkur. Ragnar Margeirsson og Einar Ás-
björn Ólafsson til Keflavíkur, Janus Guð-
laugsson til FH, og svona mætti áfram telja.
Pétur Ormslev, kjölfestan í liðinu. þarf að
eiga annað snilldarkeppnistímabil ef hlutirn-
ir eiga að ganga upp.
KR-ingar sýndu tennurnar í Reykjavíkur-
mótinu og unnu fyrsta titilinn í 10 ár. „Ross
er mættur" sögðu Vesturbæingar harla glaðir
yfir að hafa fengið til sín Ian Ross sem þjálf-
aði Val síðustu fjögur árin með frábærum
árangri. Pétur Pétursson er hálft liðið á góð-
um degi og reynsla hans er ómetanleg. Marg-
ir efnilegir leikmenn eru í KR. til dæmis
Rúnar Kristinsson sem valinn var efnilegasti
leikntaður síðasta íslandsmóts. Páll Ólafsson
markvörður, Þormóður Egilsson og Þor-
steinn Halldórsson. Allir eru þeir rétt um
tvítugt en engu að síður fastamenn í liðinu.
Akurnesingar hafa orðið fyrir mikilli blóð-
töku, misst báða helstu markaskorara sína,
Sveinbjörn Hákonarson til Stjörnunnar og
Valgeir Barðason til KA. Þeir skoruðu sam-
anlagt 15 mörk í fyrra. Landsliðsmarkvörð-
urinn Birkir Kristinsson hefur einnig yfir-
18