Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 19

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 19
INNLENT Atli Eðvaldsson í landsleik gegn Skotum. Hann er einn reyndasti og besti knattspyrnumaður okkar og mun styrkja íslandsmeist- ara Vals til mikilla muna. |efið herbúðir í A og ver mark Fram í sumar. í staðinn hafa Akurnesingar fengið hinn efnilega Sigurstein Gíslason úr KR, Mark Duffield frá KS og í markið kemur Ólafur Gottskálksson úr KA. Og eins og áður sagði ætlar kempan Karl Pórðarson að hefja leik að nýju og eru það gleðitíðindi. Sumarið á eftir að verða Akurnesingum erfitt, þótt aldrei megi afskrifa þá. Þeir eiga ýmsa góða leikmenn sem stíga sín fyrstu spor í fyrstu deildinni í sumar. En höfuðverkefnið er í því fólgið að búa til nýtt lið sem lætur að sér kveða á komandi árum. Akureyrarfélögin Pór og KA eru ekki lík- leg til að blanda sér í toppbaráttuna í sumar. Pórsarar verða sjálfsagt á svipuðu róli og í fyrra, en þeir eru með mjög mistækt lið. Einn daginn leika þeir eins og englar en geta svo fallið um marga gæðaflokka. KA náði besta árangri sínum frá upphafi í fyrra og hafnaði í sjötta sæti. Sem fyrr sagði eru þeir Tryggvi Gunnarsson og Ólafur Gottskálksson farnir en í staðinn hefur KA fengið Antony Karl Gregory úr Val og Valgeir Barðason úr ÍA. Þeir eru líklegir til að skerpa framlínu liðsins til muna, en KA skoraði fæst mörk allra liða í fyrstu deild á síðasta ári. Fallbaráttan verður að líkindum hlutskipti liðsins eins og endra- nær. Það eru fleiri lið af Norðurlandi. „Spútn- ikliðið" frá Ólafsfirði, Leiftur. sem í áður- nefndri könnun er spáð falli er líklegt til að gera rósir. Fleimavöllur þeirra hefur gríðar- lega mikið að segja og víst er um að Ólafs- firðingar styðja lið sitt með ráðum og dáð. Leiftur hefur ekki misst einn einasta leik- mann en fengið fimm nýja sem efla liðið. Ólafsfjarðarliðið er sýnd veiði en ekki gefin fyrir hin ráðsettu og gamalgrónu fyrstu deildar lið. Völsungar frá Húsavík héldu sæti sínu í fyrra með harmkvælum og hagstæðara falli. ÍBK þykir leika heldur bragðdaufa knattspyrnu og þrátt fyrir liðsstyrk frá Víði og Fram er hætt við að liðið verði í fallbarátt- unni. Keflvíkingar áttu í miklu basli lengstaf í fyrra sem endaði með því að þjálfarinn var látinn fjúka. Þá tók Englendingurinn Frank Upton við liðinu og forðaði því snarlega frá falli. ÍBK þykir leika heldur bragðdaufa knattspyrnu og þrátt fyrir liðsstyrk frá Víði og Fram er hætt við að liðið verði í fallbaráttunni. Þá er aðeins ótalið eitt lið: Víkingar. Þeir komu upp úr annarri deild í fyrra eftir skamma dvöl og hafa nú að nýju fengið sem þjálfara sovéska töframanninn Júrí Sedov. Hann gerði Hæðargarðsliðið að íslands- meisturum árin 1981 og 1982 — eftir tæpra 60 ára bið. Sedov er sveipaður goðsagna- kenndum ljóma og því er engin tilviljun að nýir leikmenn hafa þyrpst til Víkinga. Þar ber hæst að Lárus Guðmundsson kemur frá Kaiserslautern og mun án efa verða einn helsti markavarðahrellir vertíðarinnar ef honum tekst vel upp. Andri Marteinsson er kominn í sitt gamla félag eftir ársvist í KR og Guðmundur Hreiðarsson úr Val er mættur í markið og svona mætti áfram telja. Víkingar eru líklegir til stórafreka í fyrstu deildinni og Íslandsmeistarakandídatar. Baráttan um titilinn verður trúlega á milli Reykjavíkurrisanna: Víkings, Fram, Vals og KR. Á botninum verður gríðarleg barátta ef að líkum lætur, en Völsungar eiga erfitt keppn- istímabil í vændum og verða sennilega á botninum frá upphafi. í þeim selskap verða einnig KA og ÍBK. Akurnesingar geta lent í fallbaráttunni líka, vörnin var oft slök í fyrra og nú er búið að vængstífa framlínuna. Leift- ur er líklegt ti! að vera á sveimi um miðja deild og gæti raunar blandað sér í toppbar- áttuna. Þórsliðið siglir að líkindum lygnan sjó án stórafreka. Hvernig sem allt fer að lokum er eitt á hreinu: Mótið nú verður skemmtilegt og fjörugt og einstakir leikmenn setja meiri svip á deildina en undanfarin ár. Og það eru um- fram allt snjallir einstaklingar sem gera knattspyrnuna skemmtilega, skora og sýna kúnstir — og laða að áhorfendur. Hrafn Jökulsson 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.