Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 21

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 21
INNLENT Sigrún Helgadóttir líffræðingur vann árum saman hjá Náttúruverndarráði, m.a. við að byggja upp þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Hún hefur menntun á sviði þjóðgarða og hefur haldið landvarðanámskeið fyrir Náttúruverndarráð. Stefán Benediktsson er arkitekt og þekkir vel til fyrir austan. Hann var ráðinn þjóðgarðsvörður. sumur samfleytt, frá 1974-78. Hún vann á skrifstofu Náttúruverndarráðs frá 1983-85. Par sá hún m.a. um að skipuleggja náms- skeið fyrir landverði, ýmiss konar fræðslu og útgáfu upplýsingabæklinga. Engu að síður létu a.m.k. tveir ráðsmenn ekki svo lítið að lesa umsókn Sigrúnar. Það staðfestu þeir í samtölum við Þjóðlíf. „Ég las ekki þessar umsóknir", sagði annar þeirra. „Hins vegar spurði ég Gísla Gíslason um þær og hann gaf mér upplýsingar um efni þeirra. Út frá því og niðurstöðu nefndarinnar sem ræddi við umsækjendur tók ég afstöðu“. Náttúruverndarráð tók málið fyrir á tveimur eftirmiðdagsfundum. Þar lágu umsóknirnar fyrir — en þeim var ekki dreift til ráðsmanna fyrir fundina, eins og tíðkast við mannaráðn- ingar af þessu tagi hjá flestum stofnunum. Kosningin um starfið var leynileg. Út á við hafa ráðsmenn gefið þær einar upplýsingar að Stefán Benediktsson hafi fengið hreinan meirihluta, en Sigrún Helgadóttir ekkert at- kvæði hlotið. Samkvæmt heimildum Þjóðlífs féllu atkvæði þannig að Stefán hlaut fjögur atkvæði og Jón Hjartarson þrjú. Ráðningin varð þegar mjög umdeild. Landverðir og Félag náttúrufræðinga álykt- uðu gegn henni og átöldu að gengið hefði verið fram hjá hæfu fólki með menntun og reynslu. „Auðvitað var þetta í hæsta máta ófagleg ráðning" , sagði einn ráðsmaður sem studdi Jón Hjartarson í samtali við Þjóðlíf. „Það er mikil óánægja með þessa ráðstöfun og hún veltir upp þeirri spurningu hvernig Náttúruverndarráð er skipað". Ráðið er kosið á Náttúruverndarþingum sem haldin eru þriðja hvert ár, en mennta- málaráðherra tilnefnir formann og varafor- „Stefán sveit fyrir austan“ „Um starfið sóttu nokkrir karlar og ein kona. Ráðningin var mjög vel undirbúin, fyrir tveimur árum mótuðu Skaftafells- nefnd og Náttúruverndarráð starfslýs- ingu fyrir væntanlegan þjóðgarðsvörð“, sagði Elín Pálmadóttir, varaformaður Náttúruverndarráðs. „Enginn maður hefði getað uppfyllt öll skilyrðin, svo mikið er víst. I starfinu felst m.a. fram- kvæmdastjórn og stjórn á fólki auk þess sem þjóðgarðsvörður er fulltrúi Náttúru- verndarráðs á Suðausturlandi. Þar af leiðandi skiptir miklu að viðkomandi kunni að umgangast fólk“. Elín kvað Skaftafellsnefnd hafa rætt ít- arlega við alla umsækjendur og m.a. gengið úr skugga um að þeir myndu búa fyrir austan fengju þeir starfið. „Nefndin mælti síðan með Stefáni, enda er hann öllum hnútum kunnugur á þessum slóð- um. Hann er ákaflega vel kynntur í sveit- inni, var þarna í sveit, og þekkir aðstæður og lífríki út í ystu æsar. Austfirðingar hafa enda látið Stefán teikna flest mannvirki fyrir sig.“ „Kjarni málsins er“, sagði Elín Pálma- dóttir, „að Sigrún hefur unnið þarna fyrir austan og á skrifstofu Náttúruverndar- ráðs í mörg ár. Samt fékk hún ekkert atkvæði í Náttúruverndarráði. Það hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með kyn- ferði að gera, en ekkert fær mig til að úttala mig um hana persónulega“. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.