Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 28

Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 28
ERLENT sem stafaði af eiginmanninum og yfirfærðist snarlega á hana. Corazon Aquino hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hún tók við. Menn skyldu líka gæta að því að hún komst til valda vegna þess að tveir voldugir Marcosarmenn, þeir Juan Enrile og Fidel Ramos, sáu sér hag í því á síðustu dögum Marcosar að söðla yfir. Aqu- ino hefur þurft að gjalda dýru verði fyrir aðstoð þess fyrrnefnda og Enrile hefur fyrir æði löngu yfirgefið raðir Aquino og berst gegn henni. Pessi tvö ár sem hún hefur stjórnað hafa einkennst af ólgu, mótmælaaðgerðum Marcos-sinna, sem situr elliær og bitur í sinni við pálmatrén á Hawaii og lætur valdagíruga eiginkonu sína, Imöldu, ráðskast með sig. Það er litlum efa bundið að mótmælaaðgerð- ir Marcos-sinna eru ekki bara af hugsjón og elsku til hins gamla einræðisseggs, heldur er drjúgt fjármagn hans enn á Filippseyjum og þar virðist mega kaupa alla og múta öllum. Corazon Aquino hefur ekki reynst nægi- lega skelegg — þó svo maður hafi einnig í huga mikla erfiðleika hennar. Hún hefur verið hikandi og óráðin og hik hennar hefur oft kostað hana stuðningsmenn og byltinga- tilraunirnar gegn henni eru orðnar æði marg- ar. Það bætir heldur ekki úr skák, að hún het'ur ekki þótt lagin að velja sér ráðgjafa eftir að fór að síga á ógæfuhlið. Henni hefur hætt til að velja sér já-menn til liðsinnis og treystir sér ekki til að taka gagnrýni þeirra, sem sjálfsagt vilja forsetanum vel á sinn hátt. Enn hefur það svo aukið á flækjuna, að vara- forseti hennar Salvador Laurel snerist gegn henni og var þá snimmhendis látinn víkja. Sá hefur nú gert bandalag við Enrile og ekki séð fyrir endann á því, hvernig Corazon muni reiða af. Hún er óumdeilanlega vinsæl meðal almennings, en í þessum löndum dregur hylli hersins lengra. Hasina Wajid, leiðtogi Awami-bandalags- ins í Bangladesh er dóttir Mujiburs Rahm- ans, sem margir nefna föður Bangladesh. Faðir hennar sem hafði verið dáður stjórnar- andstöðuleiðtogi meðan landið taldist vera Austur Pakistan, tók við völdum eftir að Indverjar höfðu barið á Vestur Pakistönum og tryggt, að Banglar fengju sjálfstæði. Mujibur þótti ekki snjall stjórnandi eftir að hann komst í valdastöðu. Hann var ótví- ræður hugsjónamaður, en vandamál Bangla- desh verða ekki leyst með orðagjálfri né skrúðmælgi og Mujibur var ekki lagið að hrífa menn með sér til verka, eftir að hann var orðinn forsætisráðherra og síðar skipaði hann raunar sjálfan sig forseta. Það er engin ástæða til að draga góðan hug hans í efa, en framkvæmdir urðu orðum færri. Loks réðst herinn inn á heimili hans í Dhaka 1975 og myrti hann, konu hans, þrjá syni, tengdadætur og önnur skyldmenni sem voru í húsinu. Hasina Wajid var þá í Vestur- Þýskalandi með eiginmanni sínum. Hún fékk ekki leyfi til að snúa heim fyrr en nokkr- Indira Gandhi: stórmerkilegur stjórn- málaforingi sem hafði tögl og hagldir í næstfjölmennasta ríki veraldar. um árum síðar, en fljótlega eftir heimkomu hennar, tóku fyrrverandi samstarfsmenn föður hennar að beina þeim tilmælum til hennar að hún tæki upp baráttuna og byggði Awamiflokk föður síns upp að nýju. Hasina virðist hafa verið fús til þessa og það blandast engum hugur um að hlýtt er á málflutning hennar og hún nýtur verulegra vinsælda í Bangladesh. Á hinn bóginn er málefnaskrá hennar rýr og henni hættir til að hafa uppi svona álíka orðskrúð og Mujibur sáluga föður hennar. Það leysir ekki neinn vanda að krefjast þess einhliða að óvinsæll forseti, Mohammed Ershad, fari frá völdum, ef ekki er eitthvað staðbetra og pottþéttara sem við tekur. En hvað sem því líður nýtur Hasina verulegs trausts. Sumir segja að átök- in innan Awami hafi verið slík, að hún hafi verið málamiðlunarforingi og aðrir ráði bak við tjöldin. Sé svo er henni að minnsta kosti leyft að láta líta út fyrir að hún sé foringinn og ég hygg að hún trúi því alveg sjálf. Upp á síðkastið hefur Khalidu Zia, leið- toga Þjóðarflokksins, hins vegar vaxið veru- lega ásmegin hvað varðar fylgisaukningu. Hún er málefnalegri og skilmerkilegri að margra dómi og hún hefur ekki verið jafn reikul og tilfinningaþrungin í yfirlýsingum sínum. Hún naut án efa í upphafi eiginmanns síns, Ziaur Rahman, sem er að líkindum merkasti stjórnmálamaður Bangladesh þessi 17 sjálfstæðisár. Hann kom á umbótum sem menn bjuggu þar lengi að og sumir hafa orð- að það svo að hann stjórnaði með höfðinu en ekki hjartanu. Það er ekki sjálfgefið að slíkt sé kostur í Bangladesh. Ziaur var myrtur í borginni Chittagong vorið 1981. Khalida er ekki jafnmikill málamyndafor- ystumaður og Hasina. Sú síðarnefnda nýtur meiri alþýðuhylli að því er virðist. En al- þýðuhyllin hrekkur ekki nema skammt, hvort sem er í Bangladesh eða á Filippseyj- um. Þar hefur sá síðasta orðið sem mestum og bestum tökum nær á hernum. Því er nú verr og miður. En ætti maður að leyfa sér að spá hlýt ég að vona að Khalida Zia verði hlutskarpari en Hasina komi sú staða upp. Það er altént mat mitt eftir að hafa hitt báðar konurnar, lesið hvað þær hafa haft að segja hin seinni ár og hlýtt á landa þeirra tjá sig. Benazir Bhutto er miklu þekktari á Vest- urlöndum en þær tvær konur sem ég hef nefnt hér frá Bangladesh. Benazir nýtur föð- ur síns, Zulifikars Ali Bhutto, sem var stjórn- andi í Pakistan um langa hríð. Um hann má segja nokkuð svipað og Mujibur Rahman í Bangladesh. Hann hóf feril sinn eins og fleiri til að-byrja með sem eldheitur hugsjónamað- ur, komst til metorða og valda. Af ýmsu má ráða, að sætleiki valdsins hafi villt honum sjónir og svo fór að andstæðingar hans sök- uðu hann ekki aðeins um spillingu og vald- níðslu heldur og um að hafa skipulagt morð á pólitískum andstæðingum sínum. Þegar núverandi forseti, Zia ul Haq tók við og ákvað að draga Bhutto fyrir dómstól, brutust víða út mótmæli í Pakistan. Mesta pólitíska skyssa sem Zia gerði var þó án efa að láta fullnægja dauðadómi sem var kveð- inn upp yfir honum. Með því varð Bhutto píslarvottur í hugum milljóna landa sinna. Eftir að Bhutto var handtekinn var ekkja hans um hríð líklegur eftirmaður hans, en það varð svo Benazir dóttir hans sem tók við ppp-flokki föður síns. I fyrstu stjórnaði hún flokknum erlendis frá, en fékk að snúa heim 1985. Henni var fagnað ákaft og hvar sem hún fór um landið safnaðist að henni múgur og margmenni sem hyllti hana. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virtist tímaspursmál hvenær Zia forseti neyddist til að láta undan kröfu hennar og efna til kosninga. Fylgi hennar hefur snarminnkað síðustu mánuði og hún hefur ekki tréi við forsetann. En það gildir eitthvað svipað um málflutn- ing þessara tveggja dætra látinna píslarvotta, Hasinu og Benazir. Þegar á líður kemur í ljós að umbúðirnar eru kannski öllu meiri en innihald orða þeirra. Það fer að bóla á efa- semdum um hvort þessar konur séu í reynd hæfar til forystu og hvort þær njóti stuðnings út á uppruna en ekki eigin verðleika. Jóhanna Kristjónsdóttir Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður hefur hitt flestar þeirra kvenna sem hún fjallar um í grein sinni. Jóhanna var t.d. nýlega á ferð í Bangladesh þar sem hún hitti að máli báðar konurnar sem eru leiðtogar stjórnarandstöðunnar. 28

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.