Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 30
ERLENT
Frakkland
Le Pen með fylgi frá
kommúnistum
Jean-Marie Le Pen kom meira á óvart en
nokkur annar frambjóðandi í fyrri umferð
forsetakosninganna í Frakklandi. Þó Mitter-
and og Chirac hafi orðið sigurvegarar fyrri
umferðarinnar, þá er Le Pen stjarna kosn-
inganna. Hann safnaði í kringum sig her
hinna vonsviknu sem áöur og fyrr höfðu m.a.
safnast í kringum Kommúnistaflokk Frakk-
lands. Nýr pólitískur risi í Frakklandi — vin-
ur litla mannsins með fasisku undirtónanna.
Sigur Mitterands sunnudaginn S.maí í seinni
umferð forsetakosninganna breytti engu þar
um.
í kosningunum 24. apríl fékk Le Pen
14.38% atkvæðanna, rúnrlega tveimur prós-
entum minna en Raymond Barre og rúmlega
5% rninna en sjálfur „sigurvegarinn" Chirac.
Þannig klauf hann upp fylgið á hægri vængn-
um og skaut bæði samkeppnisflokkum og
skoðanakönnunum ref fyrir rass. Ekki nóg
með það, maðurinn sem var með 0.7% fylgi í
forsetakosningunum 1974 náði í mikið fylgi á
vinstri vængnum; í hefðbundnum héruðum,
borgum og bæjarhlutum sósíalista og komm-
únista. Frambjóðandi kommúnista, André
Lajoinie hlaut reyndar minna fylgi en nokkru
sinni frá því 1932 eða 6,76%.
Víða náði Le Pen mestu fylgi frambjóð-
enda. Marseilles, borgin sem áður var and-
dyri nýlenduheimsveldis Frakka, næst-
stærsta borg Frakklands, næst stærsta hafn-
arborg í Evrópu er nú orðin liáborg Le Pens.
Þar fékk foringi Þjóðarfylkingarinnar Front
national, 28% atkvæðanna, meira fylgi en
Mitterand forseti.
Árangur Þjóðfylkingarinnar olli miklum
usla. Úrslitunum var líkt við pólitískan jarð-
skjálfta og „pólitískt Tsjérnobil". Hvað
gerðist? Hefur stórveldið Frakkland alið upp
4,4 milljónir fasista og rasista á síðustu árum?
Er franska þjóðfélagið, sem margir þjóðfé-
lagsfræðingar telja það íhaldssamasta í
Evrópu, að leysast upp pólitískt með harð-
vítugum andstæðum blokkum ?
Nei ekkert hefur breyst að þessu leytinu til
segja fréttaskýrendur. Þá eiga þeir við að um
25% kjörfylgis hafi í 40 ár heyrt til svokallaðs
mótmælendafylgis, sem vilji senda pótentát-
um í fílabeinsturnum valdsins atkvæðaseðla
sína til umhugsunar, litli maðurinn eigi ekki
marga aðra möguleika en einmitt þennan.
Áður og fyrr mun hinn fyrrum voldugi
Kommúnistaflokkur Frakklands hafa safnað
þessu „óánægjufylgi" saman. Meðan allt lék
í lyndi fékk sá flokkur mest tæplega 29%
atkvæða árið 1946.
í fátækrahverfum og hefðbundnum verka-
mannahverfum stórborganna bauð komm-
únistaflokkurinn upp á eins konar andmenn-
ingu með tilheyrandi hjartahlýju, barna-
heimilum, íþróttafélögum, verkalýðsfélög-
um og flokksdeildum. Síðar tókst Mitterand
og félögum að splæsa saman í stóran flokk
um lýðræðislegan sósíalisma með þeim af-
leiðingum að stórveldi Kommúnista Frakk-
lands hrundi saman; fylgjendur flokksins
höfðu ekki nema að litlum hluta verið hug-
myndafræðilegir samferðamenn kommún-
ista.
Kosningaúrslitin nú sýna í héraði eftir hér-
að, að óánægðir kjósendur hafa horfið frá
stuðningi við Kommúnistaflokk Frakklands
yfir til Þjóðfylkingar Le Pens. Af þessari
ástæðu telja margir fréttaskýrendur að ekki
sé hægt einhliða að stimpla árangur Þjóð-
fylkingarinnar sem stuðning kjósenda við
hægri öfgaöfl, þrátt fyrir útlendingahatur Le
Pens, þrátt fyrir stuðning hans við dauða-
refsingu, þrátt fyrir kröfur hans um lög og
reglu og alla þjóðrembuna.
Blaðamaðurinn Anne Tristan skýrir fylgið
á grundvelli andúðar fólks á því sem er að
gerast; vegna húsnæðisneyðar. atvinnuleys-
is, ótta við hryðjuverkamenn, og vegna
þeirrar „tilfinnangar að í tölvuþjóðfélaginu
sé ekkert pláss fyrir mann" hafi þeir sérstak-
lega sem flosnað hafa upp í þjóðfélagsum-
róti, hópast um Þjóðfylkingu Le Pens.
Anne Tristan telst séfræðingur um Þjóð-
fylkinguna. Hún fór að dæmi hins nafntog-
aða blaðamanns, Gunters Walraffs og lét
skrá sig undir fölsku nafni í starf á vegum
Front national í fátækrahverfi í norðurhluta
Marseilles, þar sem hún kynntist undirheim-
um hreyfingarinnar í fimm mánuði. „Mér
fannst þetta pólitískt fráhrindandi en mann-
eskjulega var ég djúpt snortin. Þjóðfylkingin
kemur þarna í stað samhjálpar hins opin-
bera, trúar og pólitíkur", segir Anne Trist-
an. í þessu ljósi kann Islendingum að þykja
forvitnilegri sú blanda mannelsku, trúar og
pólitíkur, sem sást móta fyrir í kringum
Borgaraflokkinn fyrir kosningarnar í fyrra
— eitthvað skylt því sem hefur verið að ger-
ast í Frakklandi?
Gömlu flokkunum í Frans sást yfir að orð-
Le Pen: Marseilles hefur játað mér ást
sína.
hákurinn Le Pen reið sitt pólitíska net mark-
visst á þessum grundvelli. og tókst sérstak-
lega vel upp þar sem hægt var að umsnúa
lífsótta og félagslegri neyð í útlendingahatur.
Talið er að um 5 milljónir innflytjenda búi
í Frakklandi. Þeir búa flestir í „gettóum",
sérbýlum og oft í mestri neyð. Margir hafa
komið „ólöglega" inn í landið. Hægri öfga-
menn hafa sérstaklega haft horn í síðu hinna
síðbornu, - um 900 þúsund Araba af annarri
kynslóð sem er uppfull sjálfstrausts.
Hroðafréttir um innflytjendur koma fram
í ræðum þjóðfylkingarmanna og kynda undir
þeirri skoðun að Frakklandi sé ógnað af
þeim. Þannig hampa þeir þjóðsögum t.d. um
gífurlegan félagsstyrk ríkisins við Afríku-
mann sem eigi þrjár eiginkonur og yfir 20
börn.
„Maseilles hefur játað mér ást sína", sagði
Le Pen hlakkandi, en þar í borg búa um 150
þúsund „framandi menn" aðallega frá Norð-
ur-Afríku, en þar býr einnig mikill fjöldi Al-
sírfrakka, sem enn hafa ekki komist yfir eða
sætt sig við að Frakkland hafi tapað nýlendu
sinni árið 1962.
Bæði Chirac og Mitterand reyndu að
biðla til fylgjenda Le Pens þrátt fyrir allt,
enda gat forsetatignin oltið á því fylgi. Meir
að segja Mitterand: „Það þarf að draga úr
fjölda innflytjendanna, — auðvitað!". Og
þannig hafði Frakkland áttað sig á að með
seinni umferð kosninganna er „le phen-
oméne Le Pen". „vinur litla mannsins",
fjarri því að vera úr sögunni.
Byggt á Spiegel/Óskar Guðmundsson
30