Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 31

Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 31
ERLENT Fæðast feimin Samkvæmt rannsókn nokkurra vísinda- manna við Yale og Harvardháskóla bendir margt til þess að börn sem bregðast við umhverfinu með meiri hræðslu og eru feimn- ari en jafnaldrar þeirra, búi yfir þessum eigin- leikum þegar við fæðingu. Rannsakendur könnuðu börn fra tveggja ára aldri til sjö ára. Um 10% barnanna brugðust við óvenjuleg- um aðstæðum með harkalegri og hræðslu- kenndari hætti en óhræddir leikfélagar þeirra. Hjartsláttur þeirra er örari meir að segja í svefni, vöðvaspennan meiri og líkami þeirra svarar áreiti með vaxandi framleiðslu á streituhormón, „norepinephrin“. Það er hald bandarísku vísindamannanna að með þessum niðurstöðum sé sýnt fram á að feimni frá fæðingu hafi lífefnafræðilegar forsendur, sem leiði til meiri innilokunar og útilokunar þessara barna. En til að afleiðing- arnar verði svo alvarlegar þurfi stöðug streita og áreiti að koma til... Eyðni-vírusinn æ ógnvænlegri Vísindamenn við Kaliforníuháskóla og Yale- háskólann hafa uppgötvað, að Eyðnivírus- inn verði stöðugt skaðvænlegri í líkama sjúklingsins en breytist ekki að sama skapi í þeim sem ekki verða veikir þrátt fyrir sýk- ingu. Hópur vísindamanna tók blóðprufur á fjögurra ára tímabili úr hópi eyðni-smitaðra manna, einangraði vírusinn og kannaði breytingar á tímabilinu. Vírus úr manni sem sýndi engin einkenni sjúkdómsins þrátt fyrir smit var í lok rannsóknartímabilsins jafn hættulegur og í byrjun. Öðru máli gegndi um vírusinn í blóði manna sem veiktust af eyðni á tímabilinu (eða dóu á þessum tíma). Vírusinn tók ógn- vænlegum breytingum; og varð þannig fær- ari um að vinna gegn fleiri sellum en í upp- hafi. Vírus, sem tekinn var úr sjúklingi tveim- ur mánuðum fyrir dauða hans, gat unnið á fjórum mismunandi frumusellum og fjölgað sér gífurlega hratt. Átta mánuðum áður voru vírusar úr sama sjúklingi nægilega hættu- legir til að vinna á þremur sellum, en í upp- hafi rannsóknartímabilsins áður en maður- inn sýndi einkenni, gat vírus úr blóði hans aðeins unnið á einni sellugerð. Bandarísku vísindamennirnir draga marg- ir hverjir þá ályktun af niðurstöðum þessarar rannsóknar að eyðni-veiran búi yfir geni sem stjórni hæfni veirunnar og þar með hversu hættuleg hún er. Þetta gen gæti um síðir reynst lykillinn að því að vinna gegn vírusn- um.... Feimið barn í kjöltu móður. PIZZA BIGGA BAR Líttu inn — eða hringdu og pantaðu. Við höfum yfir 100 tegundir af pizzum og getum gert fleiri ef þú vilt. Veldu þína eigin pizzu — þú átt það skilið. BIGGA BAR Tryggvagötu 18 (við Akraborgarplanið). Sími 28060.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.