Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 38
MENNING
hugsunar á hvaða tíma sem er. Þarna höfum
við fólk sem hefur gefist upp á hlutverki sínu,
í þessu tilviki uppeldishlutvekinu. Vopnin
snúast í höndum þess og forsjáin verður að
valdbeitingu.
Bjargsmálið vakti fólk vissulega til um-
hugsunar um misbeitingu valds þegar það
kom upp árið 1965. Þá var það færeysk stúlka
sem sakaði umsjónarkonur skólaheimilis
Hjálpræðishersins og eina lögreglukonu um
kynferðislega áreitni. Hún taldi sig einnig
hafa verið beitta trúarlegri kúgun á heimil-
inu. Umsjónarkonurnar hefðu með hjálp
einnar lögreglukonu neytt hana til að af-
klæðast og legjast á hnén og ákalla Jesúm.
Þegar hún neitaði hafi lögreglukonan hótað
að kalla á tvo karltyns og þurfandi lögreglu-
þjóna. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem
lögreglan þurfti að yfirheyra sjálfa sig — og
ekki í það síðasta, eins og þeir vita sem fylgst
hafa með fréttum síðustu mánuði.
Nýársleikrit Sjónvarpsins árið 1987, „Líf
til einhvers" eftir Nínu Björk Árnadóttur í
leikstjórn Kristínar, vakti einmitt athygli
fyrir opinskáa umfjöllun um hinar ýmsu
meinlokur sem geta birst innan einnar fjöl-
skyldu. Ýmsum þótti myndin — og þó sér-
staklega tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar
— erótísk. Einhverjir töluðu meiraðsegja
um siðlaust klám.
„Ég hef aldrei skilið þessa ádeilu á erótík í
Lífi til einhvers," segir Kristín. „Ég minnist
viðtals við unga skáldkonu fyrir síðustu jól.
Þar sagði hún að samband mannsins við guð
væri alltaf erótískt. Mér finnst þetta varpa
miklu ljósi á samband mannsins við trú og
við ákveðinn guðdóm. í Glerbrotum skín
þessi afstaða í gegn. Stúlkan lendir inná upp-
eldisstofnun þar sem ákveðin trúarvakning
er höfð að leiðarljósi. Hún rekur sig brátt á
þyrna trúarinnar og uppgötvar sér til hrell-
ingar að oft er stutt á milli ofsa og trúar.
36