Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 39

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 39
MENNING Þegar öll sund virðast vera að lokast snýr stúlkan sér til guðs, en þegar valdbeitingin kemur til sögunnar þá snýst hún gegn trúnni. Þarna sameinast „hin heilaga þrenning"; trúarvald, ríkisvald og foreldravald gegn henni. Myndin gefur mjög ákveðna sýn á það hvernig er haldið á málum innan þessarar trúarlegu skólastofnunar og á viðbrögð ungl- ingsstúlknanna. Ég held að þetta efni eigi erindi við alla - og ekkert síður nú en fyrir tuttugu árum. Ég held að allir lendi í því fyrr eða síðar á ævinni að beita afli gegn aðsteðj- andi vanda. Annars verður áhorfandinn að gera það upp við sig hvort þarna er um að ræða raunveruleika eða ímyndun stúlkunn- ar.“ Hvernig atvikaðist það að Glerbrot lentu í þínum höndum? „Upphaflega bauð Viðar Víkingsson, leik- listarráðunautur Sjónvarpsins, mér að lesa Fjaðrafok Matthíasar yfir. Honum fannst þetta spennandi verkefni fyrir sjónvarp og ég varð strax hrifin vegna hinnar sterku mynd- sýnar sem felst í verkinu. Fjaðrafok er langt leikhúsverk, upp undir fjórir tímar, og þurfti mikillar styttingar með og aðlögunar að þessum miðli, sjónvarpinu. Ég myndi segja að Glerbrot væru þannig annað verk; sjón- varpsverk. Þar er skapaður annar veruleiki. Þó er ég kjarna Matthíasar trú og breyti ekki orði í hans samtölum. Mér þótti það gott veganesti þegar ég fékk þau skilaboð frá honum við upphaf handritsvinnslunnar að láta sem Matthías Johannessen væri dauður! Mér fannst hann með þessari yfirlýsingu sýna mikinn skilning á því að þarna hljóti nýtt höfundarverk að koma til með nýjum miðli. Matthías var þarna að segja að mitt verk væri ekki einungis að stytta tímakvót- ann, heldur lyti pappírinn öðrum lögmálum en filman.“ En hvað með leikhúsið? Nú eru sjónvarps- verk eins og þetta ýmist kölluð sjónvarps- leikrit eða sjónvarpskvikmyndir? „Ég held að þessi afstaða til sjónvarps- myndarinnar sem leikrits sé gömul mein- loka. Það er til dæmis aldrei hægt að líta á handrit að sjónvarpsmynd sem leikrit. Sjón- varpsmynd er myndritun sem byggir á ákveðinni myndsýn og er því í eðli sínu ólík leikritinu. Mér þykir vænt um að fá þetta tækifæri því sjónvarpið er bæði skemmtileg- ur og viðkvæmur miðill. Þarna sendirðu ákveðið verk beint inn á stofugólf hjá fólki. Sjónvarpið er miklu persónulegra en kvik- myndatjaldið og gerir því allt aðrar kröfur um efnisval.“ Nú ertu hér í sjónvarpshúsinu að leggja síðustu hönd á klippinguna og Helgi Skúla- son og Pétur Einarsson steyta hnefa á skján- um. Hvaða leikarar verða fleiri í Glerbrot- um? „Ég tel mig hafa verið mjög heppna að fá Björku Guðmundsdóttur til að taka að sér aðalhlutverkið. Hún gaf sér tíma þó hún standi í stórræðum á öðrum vettvangi. Ég hef raunar aldrei verið trúuð á áhugaleikara í kvikmyndum og kýs fremur að vinna með atvinnuleikurum. Strax og ég byrjaði að skrifa handritið sá ég stúlkuna fyrir mér sem engilbjartan skratta —sem mérfannst ímynd Bjarkar uppfylla. Svo þegar upp er staðið þá kemur Björk út úr þessu sem eitthvert yfir- náttúrulegt fyrirbrigði. Ég held að það sé ekkert ofsagt að hún sé leikari af guðs náð. í öðrum hlutverkum eru afburða atvinnuleik- arar. Foreldra stúlkunnar leika þau Margrét Ákadóttir og Pétur Einarsson og í hlutverki afa hennar er Helgi Skúlason. Kristbjörg Kjeld leikur forstöðukonuna á skólaheimil- inu og Margrét Guðmundsdóttir leikur lög- reglukonuna. Með hlutverk vinar stúlkunn- ar fer svo Björn Baldvinsson, en ég get bætt því við hér að Glerbrot eru ólík bæði Fjaðra- foki og raunveruleika Bjargsmálsins í því að stúlkan fer ekki inn á heimili foreldra sinna þegar hún strýkur af hælinu, heldur gerist hún eins konar nútíma Halla og leggst út. Myndina má e.t.v. skoða sem nútíma úti- legumannasögu." Þess má að lokum geta að með Kristínu unnu að Glerbrotum sömu höfundar leik- myndar og tónlistar og í Lífi til einhvers fyrir einu og hálfu ári, Guðrún Sigríður Haralds- dóttir og Hilmar Örn Hilmarsson. Það má e.t.v. fara að líta á þennan hóp sem heilaga þrenningu hinnar íslensku sjónvarpsmynd- ar. Og þá er bara að guða á skjáinn. Ólafur Engilbertsson. „Erótískur munkasöngur" Segir Hilmar Örn Hilmarsson, höfundur tónlistar í Glerbrotum „Það hefur verið meiri hraði á vinnslunni á þessari mynd heldur en á „Lífi til ein- hvers“, sem ég vann líka að ásamt Krist- ínu. Meðgangan að því verki var mjög löng. Það hefur líklega verið hafist handa í ársbyrjun 1985, en afkvæmið kom ekki á skjáinn fyrr en tveimur árum seinna. Ég var viðstaddur upptökur, drakk í mig sen- urnar og skissaði niður hugmyndir sem ég síðan fullvann út í Bretlandi. Hugmyndin að tónlistinni í glerbrotum var hins vegar fastmótuð frá upphafi. Þetta voru bara kosmískar ráðstafanir sem ég þurfti að gera. Matthías gefur sjálfur tóninn í eftir- mála við Fjaðrafok, þar sem hann talar um „erótískan munkasöng“. Ég tók hann sem sagt á orðinu og notast þarna t.d. við óprenthæfan latneskan texta úr gregor- ískum munkasöng, en það vantar enn söngvara til að flytja hann og koma nokkrir nafnkunnir óperusöngvarar til greina. Björk Guðmundsdóttir er með röddun fremur en söng í myndinni, en við vorum einmitt á svipuðum tíma að vinna saman að Megasarplötunni svo samstill- ingin var á hreinu. Ég held að Fjaðrafok Matthíasar sé eitt metnaðarfyllsta leikverlf sem samið hefur verið hérlendis um kúgun. Þarna er fjall- að blátt áfram og pempíulaust um lesb- ískar hneigðir og kynferðislega kúgun konu á konu. Þetta er hugvitssamleg upp- stokkun á stereótýpum og að sjálfsögðu eru hrár raunveruleiki eða raunsæi ekki í fyrirrúmi heldur fallegur skáldskapur. Það er viss upplifun að kynnast Matthíasi sem leikritaskáldi. Vinstri sinnaðir menningarvitar eru gjarnan haldnir þeirri bábilju að ritstjóri Morgunblaðsins geti ekki komið fram með þjóðfélagsádeilu í neinni alvöru. Ég held að Fjaðrafok hreki þá hjátrú útí hafsauga. Þetta er að mínu mati eitt áleitnasta verk sem hefur verið ritað á íslensku um þjóðfélagsmál og ein- staklingsfrelsi í víðum skilningi.“ ÓE 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.