Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 42

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 42
MENNING „Fólkinu t : % • •■ mínu m \í;, f Wi • _ J ! 4 J í r' \ pan ao líða vel“ fe; 1 l'É wmM 1 æ . y Spjallað við Sæmund mj. jám\ P ’ !;: f i I M Valdimarsson | *• ■ * 3 (</• ; um myndlist og verkaiýðsmál t m. •. kw'i, 1‘ f *:%z * I. * * *':■ » f* • 3- >■ r * *' f : -y • >> W ■ M 'Jr- •|:<4 * , ■ „Gagnrýnendur hafa líkt verkum mínum við margt og heimfært þau upp á ýmsar stefnur í útlönd- um: einkanlega auðvitað alþýðu- list. En þeir taka alltaf vandlega fram að ég viti ekkert um lista- sögu. Já, það segja þeir nú, en ég skipti mér ekki af því“, segir Sæmundur tvíræður á svip. Hann hefur lengst af unnið verkamannavinnu, síðustu ára- tugina sem vaktmaður í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi. Frístundirnar hafa farið í að búa til skrítið fólk úr rekaviði: viður- inn kvað ættaður austan úr Rússlandi, en fólkið minnir ýmist á Egypta eða Asíumenn, sumt að vísu hreinræktaðir guðir úr ása- trúnni. Sæmundur sýndi mér blaðaúrklippur þar sem alltof gáfaðir gagnrýnendur fundu ætt- ingja handa spýtufólkinu út um allar trissur og útskýrðu fjálglega hvað listamaðurinn meinti, stundum án þess að hann vissi af því sjálfur. Pað var nú ekki annað hægt en glotta að þessum úrklippum: það þarf ekki gagn- rýnendagráðu til að skilja fólkið hans Sæm- undar, betri o| hjartahlýrri húmoristar eru vandfundnir. Oskandi að allir menn yrðu í einni svipan jafn skemmtilegir og spýtukall- arnir. Við Sæmundur hittumst í kaffi á Hótel Borg einn góðan vordag: ætlunin var að spjalla um myndlist en einhvern veginn barst talið að verkalýðsmálum. Þau eru Sæmundi hugleikin, hann var um langt skeið í trúnað- armannaráði Dagsbrúnar, skrifaði greinar í Vinnuna, málgagn ASI og sá um námskeið fyrir Framsókn og Dagsbrún. „Ég held nú að ég hafi yfirleitt verið þessum köllum til ama“, segir Sæmundur hógvær. „Ég hafði nefnilega skoðanir sem gengu í berhögg við forystumennina — þá sem eiga allt sitt undir því að hlutirnir breytist ekki. Það vita allir í hvaða lægð verkalýðshreyfingin er. Lausnin á vandanum er í raun einföld: fólk þarf al- vöru lýðræði. Ekki bara að nafninu til“. Hann þagnar og sýpur á kaffinu. Lítur ann- ars hugar yfir á næsta borð. Albert Guð- mundsson situr þar ásamt nokkrum pattara- legum vinum sínum. Þeir eru ekki að tala um verkalýðsmál. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.