Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 43
MENNING
Sæmundur Valdimarsson á vinnustofu sinni.
„Einu sinni sagði mér sálfræðingur að
verkalýðsleiðtogar berjist með kjafti og
klóm fyrir því að halda stöðum sínum, af því
þeir geti alls ekki til þess hugsað að fara að
vinna á eyrinni aftur. Eflaust er þetta rétl. í
sumum félögum hefur ekki verið kosið árum
saman. Leiðtogarnir segja að það sé vegna
þess hve erfitt er að halda kosningar. Lýð-
ræðið er alltaf erfitt". Sæmundur flækir ekki
málin með langlokum. En núna er hann
búinn að draga sig út úr baráttunni, enda á
sjötugasta aldursári. Samt fylgist hann með.
Og þykir greinilega erfitt að horfa upp á
þróun mála. Við tölurn lengi enn um verka-
lýðspólitík. Hann lítur tortrygginn á penn-
ann fljúga yfir blaðið: „Við skulum ekki
móðga neinn“.
Svo við vendum okkar kvæði í kross. Ég
spyr um uppvaxtarár.
„Ég er fæddur á Krossi í Barðastrandar-
hreppi við norðanverðan Breiðafjörð“, segir
Sæmundur. „Þangað var ekki akstursfært,
svo annað hvort var farin sjóleið til Flateyjar
eða landvegurinn til Patreksfjarðar. Fyrsta
farartækið sem kom í sveitina var jeppi sem
ég flutti þangað árið 1947 sjóleiðina frá
Stykkishólmi. Svona jeppar voru kallaðir
landbúnaðarjeppar. Til mótvægis við her-
jeppana. En þetta voru að vísu allt Willys-
jeppar. Hestarnir urðu svo hræddir við hann
að þeir hlupu á fjöll þegar þeir heyrðu hljóð-
ið...“
Menntunarmál voru svona með höpp-
um og glöppum á þessum árum. Kreppuár-
unum. Samt tók Sæmundur Valdimarsson
fullnaðarpróf. Og það tvisvar sinnum! „Ég
hafði fylgst að með bróður mínum sem var
tveimur árum eldri og tók þess vegna fulln-
aðarpróf ellefu ára gamall. Ég fékk prýðis-
einkunnir ef ég man rétt, en svo sáu einhverj-
ir vitringar að þetta gat vitanlega ekki geng-
ið: Ellefu ára gömul börn tóku ekki
fullnaðarpróf. Svo ég þurfti að taka það aftur
tveimur árum síðar. Einhverra hluta vegna
voru einkunnirnar ekkert betri þá. Ég veit
ekki af hverju".
Og þar með lauk skólagöngunni. Sæm-
undur fór á vertíð í Vestmannaeyjum og
Suðurnesjum þegar hann stálpaðist; hann
fór á sfld; í vegavinnu og vann um skeið hjá
hernum. Svo gifti hann sig 1948 og byggði
hús í Kópavoginum og eignaðist börn og
buru. Svona er hægt að gera langa sögu
stutta!
Árið 1953 réðst hann til Áburðarverk-
smiðjunnar sem þá var raunar enn í bygg-
___ e__
ingu. „í Áburðarverksmiðjunni lærði ég
eitt, að flýta mér aldrei með nokkurn hlut því
það væri aldrei að vita nema maður væri
settur í eitthvað annað verra“, segir Sæm-
undur hæglætislega. Og brosir við. En hann
var alls ekki iðjulaus, því í Kópavoginum
byggði hann „tvö og hálft hús. Það þurfti að
alltaf að bæta við einu herbergi fyrir hvern
krakka sem kom í heiminn ..."
Aðaláhugamálið var að ferðast um landið.
Hann safnaði fallegum og sérkennilegum
steinum. Steinarnir urðu að litfögrum and-
litsmyndum: seinna fór hann að sanka að sér
rekaviði og frumspýtukallarnir urðu til.
Þessi þróun tók mörg ár.
Sæmundur tók fyrst þátt í sýningu árið
1974. „Já, það var þjóðhátíðarárið. Á Kjarv-
alsstöðum var heilmikil sýning af því tilefni.
Guðbergur Bergsson tók sig til og efndi til
sýningar á alþýðulist í Gallerí SÚM — til
mótvægis við alvörulistina". Árin liðu og
hægt og hljótt þróaðist spýtufólkið. Það var
svo árið 1983 sem Sæmundur vakti fyrst veru-
lega athygli fyrir myndlist sína. Þá opnaði
Áburðarverksmiðjan nýtt húsnæði og Sæm-
undur Valdimarsson sýndi rekaviðarfólk og
margir hrifust. Árið eftir hélt hann einkasýn-
ingu á Kjarvalsstöðum.
„Það hefur nú sjálfsagt verið álitamál
hvort það ætti að sýna svona myndlist í sjálfu
musterinu“, segir Sæmundur „en það var nú
svo undarlegt að það var alvöru listafólk sem
var hrifnast af verkunum mínum“. Nú hefur
hver einkasýningin rekið aðra, síðast á Kjar-
valsstöðum í vor. „Ég fékk mjög góð og
vinsamleg viðbrögð. í umsögnum var það að
vísu rækilega undirstrikað að þetta væri al-
þýðulist — eða naívismi". Sæmundur bregð-
ur ekki svip. „En það er þá ágætt að vera
fremstur meðal jafningja á þeim vett-
vangi...“
Öll verkin á sýningunni seldust, nema
tveir afar stórir kallar. Og svo einn lítill sem
var dálítið öðruvísi en hinir. „Já, ég verð víst
að breyta litla greyinu. Refsa honum fyrir
laka frammistöðu“, segir listamaðurinn og
reynir að vera strangur á svipinn. „Já, ég
breyti þeim oft“, segir hann. „Oft eru þeir
lengi í vinnslu hjá mér. Ég fæ hugmyndir
jafnóðum og ég vinn“.
Hvernig líður honum eftir að hafa haldið
stóra sýningu eins og í vor? „Ég er algerlega
tómur fyrst á eftir. En ég er að vona að ég
geti varið meiri tíma í þetta núna þegar hillir
undir að ég hætti að vinna. Hvort ég sakna
þeirra?“ Sæmundur verður hugsi. Spyr svo
varfærnislega: „Er ekki alltof gróft að líkja
þessu við að láta frá sér börnin manns? Mig
skiptir mestu að þeir fari til einhverra sem
þykir vænt um þá. Heldurðu að fólki þyki
þetta ekki væmið? En það er mest um vert að
fólkinu mínu líði vel. Þess vegna get ég aldrei
gefið neitt frá mér nema ég sé viss um að
viðtakandum þyki vænt um það“.
Hrafn Jökulsson
41