Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 44
MENNING
Lífseigar tungumáladeilur
Norrœnt samstarf á ensku?
í flestum löndum heinis tala íbúarnir fleiri en eitt tungumál þó að oft hafi aðeins eitt þeirra þá
lagalegu sterku stöðu að vera opinbert tungumál þjóðarinnar. Öll samskipti við yfirvöld fara
þá fram á þessu eina máli, hvort sem öll þjóðin hefur það á valdi sínu eða ekki. í Finnlandi eru
þó tvö opinber tungumál: fmnska og sænska. Um 4,5 milljónir manna tala finnsku en aðeins
þrjú hundruð þúsund manns talar sænsku. Samar í Lapplandi og sígaunar eru svo enn færri.
Þaö að sænska er einnig opinbert tungumál þjóðarinnar þýðir að sænskumælandi Finnar eiga
að geta fengið allar upplýsingar og alla þjónustu frá ríki og sveitarfélögum á sænsku alveg eins
og Finnarnir á fínsku, svo framarlega sem þeir eru um eða yfír sex prósent þjóðarinnar eða
aö minnsta kosti sex prósent sænskumælandi Finna séu búsettir í viðkomandi sveitarfélagi.
Samar og sígaunar verða hins vegar að láta sér nægja aö kunna annað hvort þessara
tungumála, eða bæði.
Finnland var hluti af Svíþjóð allt frá ntiðöld-
unt og fram til 1809 þegar Svíar töpuðu Finn-
landi í hendur Rússa. Fólksflutningar hafa
ávallt verið tíðir milli landanna. Svíar tóku
strax á miðöldum að flytjast til Finnlands,
annað hvort af eigin hvötum eða vegna
jarðagjafa konungs til sænskra þegna sinna
og því hefur sænskuntælandi fólk búið í land-
inu í urn átta hundruð ár. Finnar fóru hins
vegar ekki að flytjast yfir til Svíþjóðar fyrr en
á þrettándu öld en mestir voru fólksflutning-
arnir eftir síðari heimsstyrjöldina og fram til
dagsins í dag. Þá fluttist um hálf ntilljón
Finna yfir til nágrannalandsins.
Ibúar margra héraða og sveitarfélaga í
Finnlandi hafa verið og eru alsænskumæl-
andi, þ.e. tala litla sem enga finnsku, til
dæmis íbúar Alandseyja og margra héraða í
Austurbotni í norðvesturhluta Finnlands.
Meirihluti íbúa Helsinki, núverandi höfuð-
borgar landsins. var sænskumælandi allt
frant að iðnbyltingunni þegar fólk tók að
flykkjast af landsbyggðinni í þéttbýlið.
Sænska var eina opinbera tungumálið í
Finnlandi fram til 1863. Yfirstéttin talaði
sænsku og Erik Allardt, prófessor í félags-
fræði við Háskólann í Helsinki og forseti
Suomen Akateemia— Finlands Akademi,
segir að stjórnendur fyrirtækja hafi orðið að
kunna sænsku allt fram á þennan dag þar
sem starfsemi allra stærri fyrirtækja landsins
hafi farið fram á sænsku. Stærsti hluti
sænskumælandi íbúa Finnlands voru þó
bændur í suður- og vesturhluta landsins, við
ströndina frá Lovisa í suðri til Karleby í norð-
vestri. Finnland lýsti svo yfir sjálfstæði íbyrj-
un aldarinnar en skömmu áður hlaut finnsk-
an jafna stöðu á við sænskuna lagalega séð.
Forréttindi liðin tíð
Allardt segir að staða sænskunnar í Finn-
landi sé nokkuð góð en staða Finnlandssví-
anna sé hins vegar samtímis góð og óviss.
Almennt sé sænskukunnátta finnskumæl-
andi fólks þokkaleg enda þurfi háttsettir
þjóðfélagsþegnar mikið á sænsku að halda,
þó ekki væri nema vegna þátttöku landsins í
norrænu samstarfi. Að því leytinu til sé staða
Finnlandssvíanna sterk. Peir hafi að sjálf-
sögðu fullt vald á móðurmáli sínu og oftast á
finnskunni líka og eigi því ef til vill greiðari
aðgang að háttsettum embættum og hálaun-
uðum störfum. Forréttindi og ríkidænti
Finnlandssvíanna séu hins vegar liðin tíð —
þeir hafi ekki lengur lykilaðstöðu í atvinnu-
og efnahagslífi landsins.
Hann segir að Finnlandssvíar verði að
kunna finnsku til að geta bjargað sér í
finnsku þjóðfélagi. Þróunin sé greinilega sú
að hálaunað fólk reyni frekar að viðhalda
sænskunni. Þeir láglaunuðu þurfi hins vegar
minna á sænsku að halda og hafi því ekki
sömu hvatningu til að viðhalda móðurmáli
sínu.
Mikael Reuter, yfirmaður ntálverndunar-
deildar Sænsku málnefndarinnar og ntikill
áhugamaður um íslensku, segir að finnlands-
sænskan sé undir stöðugum áhrifum frá
ensku og finnsku á meðan ríkissænskan verði
bara fyrir áhrifum frá enskunni. Hann segir
að það sé því markmið finnlandssænsku mál-
nefndarinnar að koma í veg fyrir að finn-
landssænska fjarlægist ríkissænskuna meira
en þörf krefur. Finnlandssænskan sé þrátt
fyrir allt aðeins ein grein ríkissænskunnar og
verði það vonandi áfram. þó að finnlands-
sænskur orðaforði sé að hluta til annar en í
ríkissænsku og framburður og hrynjandi sé
annar.
Kennsla á sænsku
mikilvæg
Reuter segir að um einn þriðji hluti Finn-
landssvía hafi fullt vald á báðum málunum,
einn þriðji hafi fullt vald á sænsku og geti
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
skrifar um stöðu
Finnlandssvía
og sænskunnar
í Finnlandi
bjargað sér nokkuð vel á finnsku og að einn
þriðji Finnlandssvía kunni mjög litla finnsku.
Hann segir þó að flest allt ungt fólk í Helsinki
og á höfuðborgarsvæðinu kunni bæði málin
jafn vel. Allardt og Reuter eru sammála um
að það sé einna helst fólk úti á landi sem
kunni litla finnsku, oftast fbúar á svæðum
þar sem sænska er aðeins töluð. Reuter
minnir þó á að það eru gjarnan börn og eldra
fólk sem tala litla finnsku, jafnvel á höfuð-
borgarsvæðinu.
Það hefur verið ntikið vandamál í Finn-
landi hve Finnlandssvíum sent búa á svæðum
þar sem finnskan er mest töluð gengur illa að
viðhalda móðurmáli sínu og gleyma því jafn-
vel. Reuter segir að það séu einna helst börn
sem eigi bæði finnsku-og sænskumælandi
foreldra sem týni sænskunni niður eða nái
aldrei tökum á henni. Giftingar finnsku- og
sænskumælandi fólks aukist sífellt. Það sé
því mikilvægt fyrir börnin að geta verið á
sænskum dagheimilum og gengið í sænska
skóla, allt frá grunnskóla upp í háskóla eins
og nú er, auk þess sem sænskumælandi
fjölmiðlar séu mikilvægir.
Fjölmiðlar á sænsku
í Finnlandi koma út tíu dagblöð á sænsku
auk fjölda tímarita. Auk þess er sænskumæl-
andi útvarpsrás í ríkisútvarpinu, fjöldinn all-
ur af svæðisútvarpi í þeim landshlutum þar
sem sænskumælandi fólk býr og á sjónvarp-
inu er sænsk dagskrárdeild þannig að á ríkis-
rásunum þremur sjást alltaf annað slagið
þættir á sænsku fyrir utan fasta fréttatíma.
Allardt leggur í þessu sambandi áherslu á
tengslin við Svíþjóð og minnir á að í árslok
hefjast útsendingar á sænska sjónvarpinu til
Finnlands en Finnar hafa nú þegar hafið
sendingar á finnska sjónvarpinu til Svíþjóð-
ar.
Reuter bendir á að finnlandssænskan er
ekki síður mikilvæg fyrir Finna sem flytjast
42