Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 47

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 47
MENNING Heikinheimo er auk alls þessa andstæður núverandi skyldunámi í grunnskólum lands- ins. Honum finnst það vera út í hött að finnskumælandi fólk, til dæmis úti á landi, sem aldrei kemur til með að þurfa á sænsku að halda þurfi að læra hana í barnaskóla. Það væri mun viturlegra að kenna aðeins ensku í barna- og gagnfræðaskólum og leyfa svo stúdentum, sem hyggja á framhaldsnám, að taka sænsku í menntaskóla. Það væru einna helst þeir sem þyrftu á sænskunni að halda í lífinu. Hann er þeirrar skoðunar að norrænt samstarf ætti að fara fram á ensku í stað norðurlandamálanna þar sem það væri tung- umál sem allir norðurlandabúar töluðu. Þrátt fyrir þetta segist hann ekki hafa neitt persónulegt á móti sænsku eða Finnlandssví- um, helmingurinn af vinum sínum séu •sænskumælandi og hann tali sænsku við þá flesta. Þetta sé sér bara prinsipp-mál. Heikinheimo minnir á að á miðöldum, áður en Finnland varð hluti af Svíþjóð, hafi finnska þjóðin aðeins verið bændur á víð og dreif um skógana. Þeir höfðu ekki neina sameiginlega þjóðarkennd. Eftir að Finn- land varð nýlenda í sænska ríkinu hafi kon- ungurinn kúgað Finnana í þeirra eigin landi svo að smám saman náði sænskumælandi fólk öllum áhrifum í landinu. Ákveðið var að sænska skyldi notuð í stað latínu í skólum landsins. Yfirstéttin var sænskumælandi. Þetta var gegn hagsmunum Finnanna og á átjándu öld fóru að koma upp tungumála- deilur. Þá kom fram hreyfing sem barðist fyrir stöðu finnskunnar og Finnanna en for- ystumenn hreyfingarinnar voru í upphafi sænskumælandi. Sem andsvar stofnuðu svo sænskumælandi Finnar sína hreyfingu. Þetta voru fyrstu flokkarnir í Finnlandi en hreyfing sænskumælandi Finna varð síðar smám sam- an að Sænska þjóðarflokknum. Heikinheimo telur þó að tungumáladeil- urnar séu liðin tíð og Allardt og Reuter eru honum sammála í því efni. Allardt segir að það séu bara árásargjarnir einstaklingar sem þurfi að láta ljós sitt skína öðru hverju og á þá við Heikinheimo og blaðadeilurnar. Reuter segir að tungumáladeilurnar séu að minnsta kosti ekki pólitískar lengur. Heikinheimo segist aftur á móti hafa fyrirlitningu á finnsk- um stjórnmálamönnum því að þeir þori ekki að taka afstöðu gegn sænskunni og hagsmun- um Finnlandssvía. Það sé allt í lagi að ræða málin og enginn þurfi að taka það nærri sér. Þegar Allardt er spurður um framtíðar- horfur finnlandssænska minnihlutans segir hann að það sé þrennt til í því efni. í fyrsta lagi að Finnlandssvíum fækki þó svo að þeir deyi sennilega ekki alveg út. í öðru lagi að þeir haldi fjölda sínum stöðugum og í þriðja lagi að þeim fjölgi, til dæmis ef Svíar færu að flytja í stórum stíl til Finnlands. „Það er ómögulegt að vita hvað gerist eftir tuttugu til þrjátíu ár, hver veit?“ segir hann. Guðrún Helga Sigurðardóttir, Finnlandi. Nýjungar „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess að nokkur næringarefni dragi úr tíðni krabbameins í þekjuvef lík- amans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, /3-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hennekens C.H., M.J. Stampfer & W. Willett: Channing Laboratory, Department of Medicine, Harvard Medical School and Brigham and Women's Hospital, and the Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston, MA Cancer Detection and Prevention 1984 7,147. Jtík TÓRÓ HF Siöumúla 32, I08 Reykjavik o 686964 VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖD KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.