Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 48
MENNING
Og um forgengileg gögn í
bókmenntasögunni —
brunnin bréf
Jóhanns Jónssonar
„Himneski frelsari minn, Jesús Kristur,
blessaðu alla, sem mér hafa verið góðir og
taktu mig í þinn blessaða náðarfaðm“. Þessi
voru andlátsorð Steinunnar Kristjánsdóttur
sem lést 27.febrúar 1944 í Ólafsvíkurkoti.
Konan var móðir Jóhanns Jónssonar skálds.
Steinunn Kristjánsdóttir fæddist í Ytra
Skógarnesi í Miklaholtshreppi 4. júlí 1869,
dóttir hjónanna Kristjáns Gíslasonar bónda í
Skógarnesi og Jóhönnu Gísladóttur. Stein-
unn gerðist á unga aldri vinnukona á Snæ-
fellsnesi og um þrítugsaldur var hún í vinnu-
mennsku á Borgarholti, hjá Pétri Þórðarsyni
bónda þar og konu hans Þóru Þórarinsdótt-
ur, systur séra Árna á Stóra-Hrauni. Sú var
árátta Þóru, að troða fólki í hjónaband, „til
þessa sparaði hún hvorki mælsku né
kænsku", segir Þorbjörg Guðmundsdóttir
Ijósmóðir í ævisögu sinni, en þaðan er fróð-
leikur í þessa grein tekinn. Þorbjörg var syst-
urdóttir Steinunnar og samferðarmaður
hennar löngum. Ævisaga hennar, Sól af lofti
líður.., sem Halldór Pjetursson skráði, kom
út1973.
Samtímis Steinunni í vinnumennsku á
Borgarholti var þar fullorðinn maður. Jón
Þorsteinsson ekkjumaður 30 árum eldri en
Steinunn og hafði átt tvær dætur í hjóna-
bandi sínu. Er ekki að orðlengja það, að
Þóru tekst að koma þeim Jóni og Steinunni í
tilhugalíf.
Ástarsamband þetta var ekki björgulegt.
Jón var óreglumaður mikill, í skuld við sína
sveit þannig að þau Steinunn gátu ekki gifst,
nema hann greiddi þá skuld niður. Jón var
sagður greindur vel, dulur í skapi, duglegur
þegar þannig stóð á og eftirsóttur í vinnu, en
hallur undir brennivín úr öllu hófi. Steinunn
Vinirnir Jóhann Jónsson og Halldór Laxness.
varð barnshafandi en barnið dó skömmu eft-
ir fæðingu foreldrum þess til mikillar sorgar.
Ekki skildu þau að skiptum, Jón og Stein-
unn, en það fært í frásögu, að Steinunn átti
forláta saumavél, sem í þann tíð var kjörgrip-
ur og yfirleitt einungis í eigu efnaðri heimila.
Þennan grip seldi Steinunn til að geta greitt
sveitarskuld Jóns og þannig gifst ástmanni
sínum.
Næst voru þau hjá sr. Eiríki Briem i vinnu-
mennsku á Staðastað, þar sem Jóhann Jóns-
son fæddist. Upp úr því voru þau í lausa-
mennsku víðar um Snæfellsnes, flýjandi und-
an fátæktinni og óreglu Jóns.
Þau fluttust til Ólafsvíkur, þar sem Jón
komst í fasta vinnu hjá Einari Markússyni,
föður Maríu Markan og dró verulega úr
drykkjuskapnum. Til viðbótar eignuðust
þau hjónin börnin Sigurð. Guðlaugu. Dýr-
unni og Sigríði. Þau tvö fyrrnefndu dóu ung
en stúlkurnar tvær lifðu.
Þegar hér var komið sögu var Jón orðinn
all fullorðinn og farinn að heilsu. Síðustu
árin var hann ósjálfbjarga en Steinunn ann-
aðist hann af mikilli natni og fórnfýsi. Jó-
hann sonur þeirra var þá kominn suður til
Reykjavíkur. Þau bjuggu í hreysi, sem kallað
var Rimabær. Eftir lát Jóns voru dæturnar í
kotinu teknar í fóstur, Sigríður til hálfsystur
sinnar af fyrra hjónabandi Jóns, en Dýrunn
af Steingrími Jónssyni rafmagnsveitustjóra.
Steinunn Kristjánsdóttir hafði ekki skilið
við armæðuna; hún þurfti að leita eftir fram-
færslustyrk og þola þá niðurlægingu fátæks
fólks fyrr og síðar sem sárast svíður undan.
Síðar lenti hún nokkur ár í lausamennsku og
loks sem eins konar ráðskona hjá Kristjáni
Þórðarsyni frá Rauðkollsstöðum, og bjuggu
þau þar sem hét Ólafsvíkurkot.
í þessu koti bjuggu þau við sæmilegt atlæti
í rúmlega 15 ár. þar til Steinunn dó. Á þessu
tímabili hitti Halldór Laxness þessa konu
eins og síðar segir frá. Síðustu árin var hún
heilsutæp og leið miklar kvalir síðustu mán-
uðina. Þorbjörg frænka hennar sat löngum
yfir henni og var hjá henni á banabeði og
nam andlátsorð hennar þau, sem þessi grein
byrjaði á.
Það sem nútímamenn vita um ævi Jóhanns
Jónssonar er ekki svo ítarlegt, utan náttúr-
lega lýsingar Halldórs Laxness og um
bernsku hans nánast ekkert nema að hann
hafi verið uppfæddur í „öreigð og þjóðfélags-
legu umkomuleysi" í einu mesta fátæktar-
Pasturslítil
kona -móðir
skáldsins
46