Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 60

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 60
VIÐSKIPTI Finnar eiga fé í sovéskum bönkum Vináttusamninj>ur Sovétríkjanna oj> Finn- lands hcfur verið í gildi í 40 ár. Mikil hátíða- höld voru af því tilefni í báðum löndum og fyrirhcit á báða bóga um áframhaldandi gott samband og meiri viðskipti milli landanna. Aform eru um afnám vegabréfsáritana milli Sovétríkjanna og Finnlands. Hinn 6. apríl voru 40 ár liðin frá því að leiðtogar landanna undirrituðu hinn sögu- lega vináttusamning þjóðanna sem síðar varð grundvöllur hlutleysisstefnu Finna í ut- anríkismálum. Sendinefnd undir forystu Levs Zajkovs, formanns Moskvudeildar sov- éska Kommúnistaflokksins og þriðja valda- mesta manns flokksins, kom til Finnlands til að vera viðstödd aðalhátíðahöldin sem fram fóru í Finlandia-húsinu í Helsinki. Finnar sendu sveit manna undir forystu Matta Ahde forseta finnska þingsins til að vera viðstödd veisluhöldin í Moskvu. ísbrjótur var vígður, blómakransar voru lagðir á grafir fyrrum forseta landsins, Len- ín-safnið í Helsinki var heimsótt, málsverðir voru snæddir og ræður haldnar í tilefni af- mælisins. Sovésku gestirnir fóru ákaflega já- kvæðum orðurn um vináttu Finna og Sovét- manna og samstarf þeirra á öllum sviðum. Og hið sama sögðu Finnar. Menn voru á einu máli um mikilvægi þess að auka og efla sam- vinnu þjóðanna og nauðsyn þess að finna sem fyrst lausn á vandamálum í verslun land- anna og nýjar samstarfsleiðir. Sovétmenn hafa orðið að draga nokkuð úr verslun sinni við Finna vegna lækkandi olíu- verðs og Finnar eiga nú þegar háar fjárhæðir inni á sovéskum bankareikningum. Zajkov sagði að Sovétmenn hefðu tekið saman til- lögur til samstarfs og nefndi sem dæmi hugs- anlega þátttöku Finna í vinnslu steintegunda á Kólaskaga, byggingu jarðgasleiðslu frá So- vétríkjunum til Finnlands og hönnun og smíði tækja sem nota á við vinnslu olíu og gass í Norður-íshafi. Hann lýsti yfir að Sov- étmenn hefðu mikinn áhuga á þátttöku í byggingaframkvæmdum í Finnlandi en finnsk byggingafyrirtæki vinna mikið í Sov- étríkjunum. Öryggis- og hernaðarmál bar að sjálfsögðu á góma og pólitísk þýðing vináttusamningsins og frumkvæði Finna í friðarmálum voru rædd. Finnar hafa barist fyrir því að Norður- lönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. eins og kunnugt er. og í viðræðunum kom fram stuðningur Sovétmanna við hugmynd- ina. Zajkov taldi að samband landanna væri ekki lengur viðkvæmt fyrir sveiflum í al- þjóðastjórnmálum og að það hefði haft já- kvæð áhrif á stöðugleikann á Norðurlönd- um. Finnskir stjórnmálamenn lýstu hins vegar yfir að samningurinn hefði á sínum tíma verið góð lausn á sameiginlegum öryggis- hagsmunum Finna og Sovétmanna. Reynsla síðustu 40 ára sýndi fram á varanleika og sögulega þýðingu samningsins. Á meðan á heimsókn sendinefndarinnar Lev Zajkov og Mauno Koivisto: Vináttu samningur Finna og Sovétmanna hefur verið í gildi í 40 ár. Á afmælinu vígðu menn ísbrjóta, lögðu blómsveiga, héldu veislur og höfðu uppi stór orð um áframhaldandi vináttu þjóðanna. stóð kom í Ijós að Mikhail Gorbatsjov leið- togi Sovétríkjanna myndi koma í opinbera heimsókn til Finnlands á þessu ári og þá er ætlunin að ræða sambandið milli landanna. Finnar höfðu vonast til að Sovétleiðtoginn kæmi í sína fyrstu opinberu heimsókn nú til að vera viðstaddur hátíðahöldin en af því gat ekki orðið. I viðtali við morgunblaðið Helsingin San- omat, eða Helsinkifréttir, sagði Zajkov að Sovétríkin hyggðust smám saman afnema vegabréfsáritanir til og frá landinu enda væri það í samræmi við glasnost-stefnu Gorbat- sjovs. Til greina kæmi að þær yrðu fyrst af- numdar milli Finnlands og Sovétríkjanna. Guðrún Helga Sigurðardóttir /Finnlandi. Skiptar skoðanir á finnska þinginu Háttsettir Finnar og Sovétmenn ræddu sameiginlegar landvarnir þegar í janúar 1945. Gustaf Mannerheini, þáverandi for- seti Finnlands, tók saman uppkast að samningi milli landanna og lagði þar áherslu á sjálfsvarnir Finna og að þjóðirn- ar kæmust að samkomulagi um til hvaða ráða yrði gripið ef ráðist yrði á Sovétríkin gegnum Finnland. í febrúar 1948 skrifaði Jósef Stalín Pa- asikivi þáverandi forseta landsins bréf. Sovétmenn höfðu samið við Ungverja og Rúmena og Stalín vildi ganga út frá þeim samningum í samningsviðræðum Finna og Sovétmanna. Paasikivi sneri sér til þingmanna en á þinginu voru skiptar skoðanir: kommún- istar vildu ræða við Sovétmenn og jafnað- armenn og þingmenn Sænska þjóðar- flokksins voru ekki andstæðir viðræðum. Þingmenn Miðflokksins, Bændaflokksins og Sameiningarflokksins voru liins vegar andstæðir samningaviðræðum. Finnar töldu sig þó aðeins hafa um tvennt að velja: ræða við Sovétmenn eða hafna við- ræðum og eiga á hættu að landið yrði hertekið ef til stríðs kæmi. Þeir völdu því fyrri kostinn. Þingið skipaði sendinefnd til Moskvu og lagði áherslu á að haldið yrði fast við hlutleysisstefnu landsins og að finnski herinn myndi aðeins skuld- binda sig til að verja finnskt landsvæði. Nefndin fór til Moskvu vorið 1948. Vináttusamningurinn skiptist í tvennt: fyrri hlutinn kveður á um hernaðar- og öryggismál en í honum skuldbinda Finnar sig til að verjast eftir bestu getu ef ráðist er á Finnland eða Sovétríkin gegnum finnskt landsvæði. til dæmis af Þjóðverj- um eða bandamönnum þeirra. Sovét- menn verði fengnir til hjálpar ef nauðsyn krefji. Almennt er talið að Finnar hafi fengið sitt fram í þessum samningi. Sovétmenn höfðu áður undirritað svipaða samninga við Rúmena, Tékka, Búlgara, Pólverja, Austur-þjóðverja og Ungverja um að Sovétmenn kæmu til aðstoðar ef ráðist yrði á löndin, að ráðgast yrði um mikil- væg alþjóðamál, hugmyndafræði og að þjóðirnar verðu sósíalismann í Evrópu og öllum heiminum fyrir utan nána hernað- arsamvinnu gegnum Varsjárbandalagið. En í samningnum við Finna koma Sovét- menn fram við viðsemjendur sína sem sjálfstæða þjóð og sjálfstættt ríki, jafn- ingja, og taka tillit til viðhorfa þeirra og skoðana sem slíkra. GHS 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.