Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 63
HEILBRIGÐISMÁL
Hákarlalýsi gegn
krabbameini
Umfangsmiklar sænskar rannsóknir og nið-
urstaða gamals Austfirðings renna stoðum
undir notagildi hákarlalýsis í baráttunni
gegn krabbameini.
„Hákarlalýsi er selt víða erlendis sem nátt-
úrumeðal og ýmsir aðilar hafa rannsakað
hvernig það dugar gegn krabbameini. Það
læknar alls ekki krabbamein, en það virðist
hjálpa ónæmiskerfinu. Batahorfur sjúklinga
sem nota lýsið fyrir og eftir geislameðferð
eru meiri en annarra og þeir eru fljótari að ná
sér. Við höfum verið að skoða þessi mál og
eigum dálítið af hákarlalýsi en óhreinsað er
það hins vegar ekki hæft til manneldis og enn
sem komið er eigum við ekki þann tækjabún-
að sem þarf. Lýsið inniheldur meira af víta-
mínum en ráðlegt er að neyta og því m.a. er
nauðsynlegt að hreinsa það“, sagði Baldur
Hjaltason, efnafræðingur hjá Lýsi hf í samtali
við Þjóðlíf um notagildi hákarlalýsis í barátt-
unni gegn krabbameini. Að sögn Baldurs er
það sérstaklega lýsi úr Grænlandshákarli
sem þykir gefa góða raun og auka fram-
leiðslu hvítra blóðkorna.
Ævar Jóhannsson, félagi í Heilsuhringn-
um, hefur kynnt sér sænskar rannsóknir á
hákarlalýsi sem staðið hafa á fjórða áratug.
Megin niðurstöður þeirra eru að lýsið dragi
úr óheppilegum áhrifum geislameðferðar á
heilbrigða vefi í kringum krabbameinsæxlið
og einnig virðist það efla ónæmiskerfið.
Sænskir læknar sem tóku þátt í rannsóknun-
um kváðu áríðandi að gefa hákarlalýsið í
nokkurn tíma áður en geislameðferðin hefst
og halda því lengi áfram eigi árangur að nást.
Hákarlalýsið hefur til þessa einkum verið
notað gegn krabbameini í móðurlífi og nið-
urstöður Svíanna gefa góð fyrirheit. Lang-
tímaathugun sýndi að tæplega helmingur
kvennanna sem fengu lýsið lifðu fimm árum
lengur en aðrar sem ekki notuðu það.
Enn er margt á huldu um eiginleika lýsis-
ins en auk Svía hafa Japanir, Sovétmenn og
fleiri rannsakað það. Þeirri skoðun vex nú
víða fiskur um hrygg að mataræði hafi meiri
áhrif á ýmsa sjúkdóma en áður var talið.
Þannig gaf bandaríska Krabbameinsfélagið
út bók ekki alls fyrir löngu um mataræði og
krabbamein og niðurstöðurnar þar eru í þá
veru að stóran hluta krabbameins megi rekja
til óheppilegs mataræðis.
Ævar Jóhannsson hefur rifjað upp að fyrir
mörgum árum sagði gamall Austfirðingur
frá því í viðtali að hann hefði farið í gegnum
kirkjubækur í Múlasýslum og kannað dánar-
mein fólks yfir Iangan tíma. Af þeim mátti
ráða, að hans sögn, að í sjávarplássum þar
sem hákarl var áður fyrr mikið notaður til
matar var krabbamein óþekkt. Inn til sveita
hins vegar, þar sem hákarl var lítið á borð-
um, var krabbamein þegar um áramótin al-
geng dánarorsök. „Hann dró þá ályktun af
þessu að í hákarli væri eitthvert efni sem
hindraði krabbamein“, segir Ævar. „Þetta
var vitanlega ekki vísindaleg könnun en gef-
ur samt athyglisverðar vísbendingar. Það
þarf að rannsaka þetta mál, áður en hægt er
að slá einhverju föstu, og í þessu tilviki væri
það tímafrekt verkefni en mjög áhugavert“.
Ofl SAMVINNA GERIR
GÆFUMUNINN
Ef þú þarft að vinna mikið við Ijósritun bygg-
ist árangurinn ágóðri samvinnuvið Ijósritunarvélina
þina. Er nokkuð sem þreytir þig meir en tíðar bilanir
og löng bið eftir viðgerðarmanni? Með Nashua
Ijósritunarvél erþessum áhyggjum af þér létt. Lág
bilanatíðni Nashua og fljótog örugg viðgerðar-
þjónusta Optima gerir gæfumuninn.
U
SuðurlandsbrautlO - Simi84900
61