Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 68

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 68
NEYTENDUR „Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Því þá ekki? Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.“ Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Þýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öðrum fremur stuðlað að róttækum breytingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heims- styrjöld. Beckett. sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. er áleitinn höfundur. einstakur og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld. lýsir leitinni að tilvist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða, þar sem tungumálið heyr varnarstríð við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkomið getuleysi. niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnunnar er henni lýst með miklum húmor og af ómótstæðilegri Ijóðrænni fegurð. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán ljóð frá fimmtíu ára ferli. þar á meðal þekktasta verk Becketts, leikritið Beðið eftir Godot, í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur, frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur unt árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. inn áður en skoðun hófst á myndböndum um áramótin 1983-84. Þá fengu menn aðlögun- artíma til að átta sig á þessu fyrirkomulagi, en hann er greinilega orðinn nokkuð langur hjá sumum —. Vissir aðilar fara á eigin vegum, aðallega til Englands til að kaupa spólur og fjölfalda síðan, án þess að koma með þær til skoðun- ar. Þeir sem þannig iðju stunda eru því lög- brjótar eins og kom m.a. fram í rassíu lög- reglunnar fyrir jólin "86. Auður taldi að foreldrar og starfsmenn leiganna væru mjög misjafnir og mætti reyndar skipta þeim í tvo flokka; þ.e. þá sem veita lítið sem ekkert aðhald og þá sem gæta þess hvað börnin horfa á. Það væri einmitt hlutverk Kvikmyndaeftirlitsins að leiðbeina viðkomandi aðilum um áhrif mynda sem ekki væru ætlaðar börnum og hvers vegna aldurstakmörkin eru sett. Aðspurð um hvers konar fólk það væri sem leyfði börnum sín- um að horfa nánast á hvað sem er, sagði hún að engar kannanir hafi verið gerðar um slíkt. en benti þó á að líklegast væru það hin svo- kölluðu „lyklabörn" sem yrðu að horfa á sorann. Ritskoðum ekki „Við erum því ekki að ritskoða myndir og því síður erurn við rannsóknarréttur eins og við höfum heyrt," segir Auður ennfremur, „klippiborð höfum við ekki og klippingar á myndum koma aldrei frá okkur. Við erum einungis að framfylgja lögum um vernd barna og ungmenna sem sett voru árið 1966. Þar segir m.a. að foreldrar og aðrir forráða- menn, ásamt dyravörðum (nú einnig starf- smönnum myndbandaleiga) beri ábyrgð á að börn sjái ekki myndir sem Kvikmyndaeftir- litið hefur sett aldursmörk á. Einnig hafa heyrst raddir þess efnis að við ritskoðum ofbeldismyndir, en þar erum við einungis að fara eftir lögum um bann við ofbeldiskvikmyndum frá 1983, en þar segir m.a. að ofbeldismynd sé „mynd þar sem sér- staklega er sóst eftir að sýna misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og/ eða dýrum". Myndir sem við bönnum alfarið eru þó örfáar. Það má því ekki rugla saman frelsisskerð- ingu og taumhaldi, rétt eins og í umferðinni. Við höfum því alltaf hag barnanna í huga." En hvað getur Kvikmyndaeftirlitið gert til að auka aðhaldið ef setning aldurstakmarka er ekki eina lausnin? „Það er margt sem við vildum hafa gert fyrir löngu. en höfum ekki bolmagn til. Okk- ar hlutverk er að vera skoðunarmenn sam- kvæmt lögum, barnaverndarnefndir og lög- gæslumenn á hverjum stað eiga að sjá um eftirlit með sýningum og útleigu kvikmynda. En við erum nú að huga að veggspjaldi sem við vonumst til að geta sett upp á flestar myndbandaleigur. Með því viljum við vekja athygli viðskiptavina og starfsmanna leig- anna á að öll hulstur eiga að vera merkt frá Kvikmyndaeftirlitinu og einnig hvað litir miðanna þýða." Sjónvarpið undanþegið En setur Kvikmyndaeftirlitið aldurstak- mörk á myndir sem sýndar eru í sjónvarp- inu? „Samkvæmt lögum um skoðun kvik- mynda, skulu sjónvarpsstöðvarnar annast sjálfar skoðun þeirra, en að höfðu samráði Kvikmyndaeftirlitsins. Þarna gætir ósam- ræmis í lögunum. Samráðið í verki er ein- ungis þannig að stöðvarnar hafa lista yfir aldurstakmörk mynda sem skoðaðar hafa verið síðustu 6-7 árin. Að vissu leyti er farið eftir okkar ábendingum, en vill oft verða upp og ofan með aðvaranir. Við reynum að benda þeim á að sýna ekki myndir framar- lega í dagskránni sem bannaðar hafa verið innan 16 ára aldurs og því síður að vera með endursýningar á þess konar myndum um miðjan dag. En það eru kapalkerfin sem eru verst í þessu sambandi. Flest þeirra eru rekin utan við lög og rétt og oft eru það unglingar sem stjórna sýningum í þeim." Hvernig er dómum háttað hér á landi í samanburði við nágrannaþjóðirnar? „Miðað við lagasetningu í öðrum löndum er íslenska löggjöfin að mörgu leyti vel heppnuð. En við erum nokkuð væg í okkar dómum miðað við nágrannaþjóðirnar. Við tökum mið af almennum viðhorfum í land- inu. Hér ríkja til dæmis engir fordómar og varla mörg atriði sem talist geta viðkvæm. Dómar okkar eru því í flestum tilfellum mildari en á hinum Norðurlöndunum," sagði Auður. Að lokum minnti Auður á merkimiðana sem fylgja verða hverri spólu sem leigð er út og eru þeir ýmist á bak- eða framhlið. Þeir endurspegla merkingu umferðarljósanna þannig að: — rauður miði, ekki ætluð börnum yngri en 16 ára — gulur miði, ekki ætluð börnum yngri en 12 ára — grænn miði, leyfð fyrir alla aldurshópa. (Hvítur miði er örsjaldan settur á spólur, en þá er um að ræða barna- eða ævintýra- myndir sem í eru atriði sem gætu hrætt yngstu börnin). AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.