Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 69
NEYTENDUR
Best selda
íslenska forritið
Stafsetningarforritið Púki fer sigurför um
tölvuheiminn íslenska og mun nú vera
mest selda íslenska forritið. Það hefur
selst í yfir 500 eintökum að sögn höfund-
arins, Friðriks Skúlasonar. Forritið kom
á markaðinn í desembermánuðiog kostar
um þrjú þúsund krónur, það ódýrt að fáir
nenna að krækja sér í það með ólögmæt-
um hætti. Enn fremur vilja menn styrkja
íslenskt frumkvæði og hugvit með því að
greiða fyrir disklinginn.
*
Hefur þú heyrt
þessa bók?
— Hefurðu heyrt einhverja bók nýlega?
Já, þessi setning hljóðar furðulega, en er
þó ekki alveg út í hött. Væntanlegar eru á
markaðinn hér á landi (ef þær eru þá ekki
komnar) svokallaðar kasettubækur.
Samanþjappaðar þýðingar á erlendum
kvikmyndum er nú eina bókmenntaefni
meginhluta þjóðarinnar og hefur svo
verið undanfarin 20 ár eða svo. Okkur
hefur því verið kennt að láta alla þolin-
mæði lönd og leið og í stað þess að lesa
síðu eftir síðu getum við nú heyrt höfund
viðkomandi bókar eða jafnvel þekktan
leikara lesa verkið fyrir okkur. Kasettu-
bókin er því alveg tilvalin fyrir fólk sem
hrjáist af tímaleysi. Bara að hlusta á bók-
ina í vasadiskóinu eða bíltækinu.
*
Dýrast best
— Aðvörun til þeirra sem hyggjast
kaupa óáteknar myndbandsspólur. Ur-
valið er mjög fjölbreytt og verðlagið mis-
jafnt. Kannanir frá Svíþjóð hafa m.a. sýnt
að ódýrustu spólurnar eru varasamastar.
Litasamsetningin er óeðlilegri og mynd
öll grófari en í dýrari tegundunum. Fyrir
þá sem huga að myndgæðum er bent á að
hugsa sig tvisvar um áður en spólutegund
af ódýrustu gerðinni er keypt.
Mamma, hvað á ég
Hvað eiga nýgræðingar í búskap að gera
þegar upp koma vandamál í heimilislíf-
inu? Mamma fjarri góðu gamni og það
þarf að stytta buxurnar á nóinu, sjóða
spagetti eða mála glugga. Nýgræðingarn-
ir geta vitanlega hringt í mömmu eða
pabba en bráðlega verður annar valkost-
ur einnig til: Almenna bókafélagið gefur í
haust út bók þar sem öll hugsanleg og
óhugsanleg vandkvæði byrjenda í heimil-
ishaldi verða tekin fyrir og svör veitt eftir
föngum.
að gera?
Það er Jón Karl Helgason sem hefur
umsjón með bókinni og útskýrir hvernig á
að bregðast við óvæntum uppákomum í
matargerð, viðhaldi fata og húsmuna,
hreingerningum og fjármálavafstri svo
fátt eitt sé nefnt.
Þessari kjörbók þeirra sem eru að stíga
fyrstu sporin í heimilislífinu hefur verið
valið viðeigandi nafn — Mamma, hvað á
ég að gera?
Skandinavía í kaupæti
— Sólarlandaferðir er eitt af vinsælustu
umræðuefnunum um þessar mundir.
Margar ferðir eru löngu uppseldar langt
fram í tímann og ekki nema von, þær eru
lítið dýrari en þær voru í fyrra. Fyrir þá
sem eru aftarlega á biðlista er hér gott
ráð. Farið á suðrænar slóðir með skand-
inavískri ferðaskrifstofu. Við samanburð
á svipuðum ferðum frá Danmörku og Sví-
þjóð hefur komið í ljós að þaðan eru þær
hátt í helmingi ódýrari. Til að mynda
tveggja vikna ferð til Benidorm á sæmi-
lega góðu hóteli kostar héðan um 37 þús.
kr. Þannig ferð kostar um 20 þús frá
Kaupmannahöfn og er hægt að kaupa
ferðir þaðan með aðeins fárra vikna
fyrirvara. APEX-miði héðan til Kaup-
mannahafnar kostar 12-15 þús. kr. og
gildir í 21 dag.
Dæmi:
Keflavík-Khöfn-Keflavík = 15 þús.
Khöfn-Benidorm-Khöfn = 20 þús.
Samtals 35 þúsund kr.
Sem sagt: ekkert dýrara að fara fyrst til •
Skandinavíu og þaðan með þarlendum
ferðaskrifstofum til Spánar.
Fyrir þá sem ekki eru að hugsa um
fyrirhöfnina og ekki síst þá sem þekkja
fólk sem þeir geta gist hjá í Skandinavíu í
nokkra daga er þetta tilvalinn ferðamáti.
En svo er líka spurningin hvort skemmti-
legra er að vera með íslendingum í hóp
eða bara Baunum og Svíum.
67