Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 69

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 69
NEYTENDUR Best selda íslenska forritið Stafsetningarforritið Púki fer sigurför um tölvuheiminn íslenska og mun nú vera mest selda íslenska forritið. Það hefur selst í yfir 500 eintökum að sögn höfund- arins, Friðriks Skúlasonar. Forritið kom á markaðinn í desembermánuðiog kostar um þrjú þúsund krónur, það ódýrt að fáir nenna að krækja sér í það með ólögmæt- um hætti. Enn fremur vilja menn styrkja íslenskt frumkvæði og hugvit með því að greiða fyrir disklinginn. * Hefur þú heyrt þessa bók? — Hefurðu heyrt einhverja bók nýlega? Já, þessi setning hljóðar furðulega, en er þó ekki alveg út í hött. Væntanlegar eru á markaðinn hér á landi (ef þær eru þá ekki komnar) svokallaðar kasettubækur. Samanþjappaðar þýðingar á erlendum kvikmyndum er nú eina bókmenntaefni meginhluta þjóðarinnar og hefur svo verið undanfarin 20 ár eða svo. Okkur hefur því verið kennt að láta alla þolin- mæði lönd og leið og í stað þess að lesa síðu eftir síðu getum við nú heyrt höfund viðkomandi bókar eða jafnvel þekktan leikara lesa verkið fyrir okkur. Kasettu- bókin er því alveg tilvalin fyrir fólk sem hrjáist af tímaleysi. Bara að hlusta á bók- ina í vasadiskóinu eða bíltækinu. * Dýrast best — Aðvörun til þeirra sem hyggjast kaupa óáteknar myndbandsspólur. Ur- valið er mjög fjölbreytt og verðlagið mis- jafnt. Kannanir frá Svíþjóð hafa m.a. sýnt að ódýrustu spólurnar eru varasamastar. Litasamsetningin er óeðlilegri og mynd öll grófari en í dýrari tegundunum. Fyrir þá sem huga að myndgæðum er bent á að hugsa sig tvisvar um áður en spólutegund af ódýrustu gerðinni er keypt. Mamma, hvað á ég Hvað eiga nýgræðingar í búskap að gera þegar upp koma vandamál í heimilislíf- inu? Mamma fjarri góðu gamni og það þarf að stytta buxurnar á nóinu, sjóða spagetti eða mála glugga. Nýgræðingarn- ir geta vitanlega hringt í mömmu eða pabba en bráðlega verður annar valkost- ur einnig til: Almenna bókafélagið gefur í haust út bók þar sem öll hugsanleg og óhugsanleg vandkvæði byrjenda í heimil- ishaldi verða tekin fyrir og svör veitt eftir föngum. að gera? Það er Jón Karl Helgason sem hefur umsjón með bókinni og útskýrir hvernig á að bregðast við óvæntum uppákomum í matargerð, viðhaldi fata og húsmuna, hreingerningum og fjármálavafstri svo fátt eitt sé nefnt. Þessari kjörbók þeirra sem eru að stíga fyrstu sporin í heimilislífinu hefur verið valið viðeigandi nafn — Mamma, hvað á ég að gera? Skandinavía í kaupæti — Sólarlandaferðir er eitt af vinsælustu umræðuefnunum um þessar mundir. Margar ferðir eru löngu uppseldar langt fram í tímann og ekki nema von, þær eru lítið dýrari en þær voru í fyrra. Fyrir þá sem eru aftarlega á biðlista er hér gott ráð. Farið á suðrænar slóðir með skand- inavískri ferðaskrifstofu. Við samanburð á svipuðum ferðum frá Danmörku og Sví- þjóð hefur komið í ljós að þaðan eru þær hátt í helmingi ódýrari. Til að mynda tveggja vikna ferð til Benidorm á sæmi- lega góðu hóteli kostar héðan um 37 þús. kr. Þannig ferð kostar um 20 þús frá Kaupmannahöfn og er hægt að kaupa ferðir þaðan með aðeins fárra vikna fyrirvara. APEX-miði héðan til Kaup- mannahafnar kostar 12-15 þús. kr. og gildir í 21 dag. Dæmi: Keflavík-Khöfn-Keflavík = 15 þús. Khöfn-Benidorm-Khöfn = 20 þús. Samtals 35 þúsund kr. Sem sagt: ekkert dýrara að fara fyrst til • Skandinavíu og þaðan með þarlendum ferðaskrifstofum til Spánar. Fyrir þá sem ekki eru að hugsa um fyrirhöfnina og ekki síst þá sem þekkja fólk sem þeir geta gist hjá í Skandinavíu í nokkra daga er þetta tilvalinn ferðamáti. En svo er líka spurningin hvort skemmti- legra er að vera með íslendingum í hóp eða bara Baunum og Svíum. 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.