Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 73
UPPELDI
börn. Segjum að eitthvert eitur í andrúms-
loftinu eða hangikjötinu valdi því að flestallir
íslendingar verði ófrjóir og hætti að eignast
börn. Myndi það snerta þennan mann á ein-
hvern hátt? Vissulega. Þegar hann væri orð-
inn gamall væru flestir komnir yfir miðjan
aldur. Það væri lítið um lækna með nýjustu
kunnáttu sem líkleg væri til að lengja í hon-
um líftóruna. Sennilega væri allt efnahagslíf
þjóðarinnar í kaldakolum, þannig að hafi
maðurinn okkar áður verið auðugur er frem-
ur líklegt að nú sé harðara í ári hjá honum, sé
hann þá ekki kominn á vergang. Sem sagt,
það eitt hvort það 'fæðast börn eða ekki
skiptir mig reyndar heilmiklu máli. Þetta
vekur óneitanlega grunsemdir um að ann-
arra manna krakkar komi jafnvel slíkum
manni við.
Hugsum okkur nú að það fæðist börn eins
og áður. Varðar það kunningja okkar eitt-
hvað hvernig þau eru? Já, reyndar. Ef upp-
eldi þeirra misferst víða, þá kann svo að fara
að einhver skeri sundur hjólbarðana á fína
bílnum hans, brjóti stóru rúðurnar í glæsi-
legu versluninni hans. Og þegar til lengri
tíma er litið er skelfilegt að hugsa til þess
hvers konar fólk hann neyðist til að ráða í
vinnu: þjófótt, latt, sinnulaust, dópað,
heilsulaust. Eða yngri keppinautarnir í við-
skiptunum: ófyrirleitnir og prinsipplausir.
Þó að sjóndeildarhringur hans sé þröngur
eru þó fáeinir hlutir auk eigin persónu sem
honum er ekki alveg sama um: til dæmis
íþróttafélagið hans, um það er honum ekki
alveg sama. Og hann getur ekki neitað því að
sér sé raun að sjá það fyllast af tómum skríl
og ekkert ærlegt yngra fólk sem vill nokkra
ábyrgð á skipulagsmálunum. Ekki er það
gott. Hvernig sem á málið er litið er talsvert í
húfi fyrir manninn í uppeldismálum. Nú er
það í rauninni svo að fæstir eru eins rislágir í
hugsun og kunningi okkar. Það er hvorki
skylt né rétt að gera ráð fyrir slíku fólki og
ganga út frá sjónarmiðum þess. En við höf-
um séð að það varðar hagsntuni jafnvel slíks
fólks að uppeldismál séu í lagi.
Hvað um eðlilegt barnlaust fólk? Við deil-
um með okkur margvíslegum verðmætum
sem ná út fyrir okkar eigin persónu. Engum
eða nánast engum er alveg sama um hvernig
.nannlíf og menning verða hér í þessu samfé-
lagi í framtíðinni, jafnvel þótt við sjálf verð-
um komin undir græna torfu. Við viljum að
fólkið í landinu búi við almenna farsæld og
komi vel fram hvert við annað og við aðra;
við viljum að í landinu ríki réttlæti. Sumum
er það mikið kappsmál að skáklíf haldi áram
að blómstra, aðrir láta sig það ekki svo miklu
varða. En við viljum öll — barnlausir sem
aðrir — að mannlíf og menning blómstri með
einhverjum hætti og haldi áfram að gera það
líka þegar við erum dauð, þótt okkur greini
eitthvað á um í hverju það ætti helst að felast
og á hvaða hluti beri að leggja mesta áherslu.
Eitt er þó ljóst: algert skilyrði þess að nokkur
hlutur gangi svo ekki sé sagt blómstri er að
uppeldismál almennt séu í góðu lagi, ekki
bara hjá sumum heldur sem víðast. Því allt
ólag eitrar útfrá sér eins og skemmd epli í
kassa.
S
I stuttu máli þá eru það allra hagsmunir að
uppeldi sé almennt gott. Þess vegna er upp-
eldi ekkert einkamál foreldra og barna
þeirra. Þetta breytir ekki þeirri almennu
reglu að það séu foreldrar sem að jafnaði
beri meginábyrgð á uppeldi barna sinna og
beri stærsta kostnaðinn þar af. Það er án efa
besti hátturinn enda býður náttúran okkur
að hafa hann á. En það er engin sanngirni að
ætla þeim alla ábyrgð og allan kostnað. Ef
menn vilja setja þetta upp eins og hagfræði-
legt dæmi eins og nú er mjög í tísku þá gæti
það verið á þessa leið: það er ósk okkar
flestra að pípulagningamenn eftir tuttugu ár
verði almennt flinkir og heiðarlegir og vissu-
lega þætti okkur ekki verra ef þeir væru glað-
lyndir, tillitssamir, víðsýnir og fróðir. Það
eru bersýnilega hagsmunir okkar að þetta
séu þeir almennt, ekki bara okkar pfpulagn-
ingamaður, því varhugavert er að reiða sig á
einn mann. En dygðugu pípulagningamenn-
irnir öðlast ekki dygðir sínar alveg af sjálfu
sér. Það liggur umtalsverð vinna þarna að
baki, vinna sem kannski hófst við getnað ef
ekki fyrr, alla vega ekki seinna en við fæð-
ingu. Er ekki sanngjarnt borgari góður, að
þú takir einhvern þátt í kostnaðinum við
þessa vinnu?
(Greinin er að stofni til erindi sem höfundur
flutti á ráðstefnu Fóstrufélags íslands í
aprílmánuði).
71