Þjóðlíf - 01.05.1988, Blaðsíða 78
BÍLAR
en ljóst er aö tegundarheitið var FWD (Four
Wheel Drive). Sú skammstöfun var síðar og
er enn notuð sem samheiti yfir bíla með drifi
á öllum hjólum sem kunnugt er.
FWD-BÍLLINN VAR ÓGNAR FERLÍKI
miðað við aðra bíla á þeim árum, vóg sjálfur
3700 kg. og mun hafa borið hátt í 10 tonna
þunga. Þessi bíll var sá fyrsti seni hingað kom
með drifi á öllum hjólum og hefur vafalaust
ekki veitt af slíkum búnaði þegar hann fór
fullhlaðinn um gljúpa vegi.
Á flestum vörubílum á árunum um og fyrir
1930 var pallurinn hífður upp með handafli:
það var gálgi aftan við stýrishúsið og kaðal-
blökk í honum og togað í kaðalinn þegar átti
að sturta. FWD-inn var hins vegar með mjög
fullkomnum vökvasturtum og mátti sturta á
þrjá vegu: Til beggja hliða og beint aftur.
Pað kom sér oft mjög vel þar sem erfitt var að
komast að.
Raunar var bílnum ekki ætlað það hlut-
verk eitt að flytja efni: hann nýttist ekki síður
til snjómoksturs.
SIGURÐUR G. HAFLIÐASON var einn
þeirra sem ók bílnum fyrstu árin. Sigurður.
sem er fæddur 1908. byrjaöi sem „kúskur",
þ.e.a.s. hestasveinn. hjá Vegagerðinni 1922
og tók við því embætti daginn eftir að hann
fermdist. Þegar hann hafði aldur til, 1929.
tók hann bílpróf og starfaði síðan við akstur,
stjórn ýmissa véla og lagerstörf hjá Vega-
gerðinni til 1980. Þá hafði hann verið sam-
fleytt hjá fyrirtækinu í 58 ár. Hann man því
tvenna tíma og er hafsjór af fróðleik svo
unun er á að hlýða.
Sigurði sagðist svo frá FWD-bílnum: „Það
mátti hafa á honum tvo snjóplóga, lítinn plóg
að framan sem hann ruddi með fyrir sjálfan
sig og breiðan plóg sem hann dró á eftir sér
og ruddi þannig fyrir aðra umferð, t.d. uppi á
Hellisheiði, við vorum mikið með hann þar.
Eg var á honum þar að minnsta kosti þrjá
vetur. En þótt bíllinn væri öflugur varð
snjórinn honum oft ofviða og við þurftum að
grípa til skóflunnar. Snjórinn var svo mikill
þarna og vegurinn ekki uppbyggður eins og
hann er núna. Þegar snjórinn var mikill höfð-
um við þann háttinn á að stinga bílnum í
skaflinn, bökkuðum síðan svolítið og stung-
um honum aftur. Þannig hjökkuðum við
áfrarn gegnurn skaflana og tók oft langan
tíma, en það var samt auðvitað mun fljót-
legra en að moka með skóflu.
Þetta var sérstaklega skemmtilegt verk-
færi þegar hann kom nýr. nema hvað það var
hræðilegt að vinna á honum í snjómokstrin-
um. Þá urðum við að vera tveir á stýrinu og
taka á eins og við höfðum afl til; hann var svo
þungur í stýri.
Einu sinni kom vegamálastjóri upp á heiði
til okkar að fylgjast með mokstrinum. Hann
langaði til að prófa bílinn, settist undir stýri
og ætlaði að fara að ryðja snjó, en bifaði
varla stýrinu. Jón heitinn Hjartarson var
með mér og hann segir við vegamálastjóra:
— „Nú verðið þér að taka á, Zoéga".
— „Já, en þetta er ekki hægtl", svarar
vegamálastjóri og hamast við að reyna að
snúa stýrinu.
— „Ekki þýðir nú fyrir okkur að segja það
þegar þér skipið okkur að fara og ryðja fjall-
ið!“, segir Jón þá við hann.
Þetta var auðvitað allt í góðu því Geir
Zoéga var ákaflega góður yfirm.úaður.
Seinna var FWD-inn meðal annars notað-
ur til að draga öll þungu stykkin í fyrstu
Sogsvirkjanirnar. Það var á síðari hluta
fjórða áratugarins. Þá hafði verið skipt um
stýri í honum og var orðið gott að keyra
hann.
Eftir flutningana í Sogið var bíllinn gerður
upp að öllu leyti og varð nánast eins og nýr.
En þá skall stríðið á og hingað kom mikið af
öflugum bílum og FWD-trukknum var lagt,
nýuppgerðum.
„HANN HLAUT SORGLEG ÖRLÖG,
ÞESSI BÍLL“, hélt Sigurður G. Hafliðason
áfram. „Ég veit til þess að hann Vigfús Guð-
mundson á Selfossi vildi kaupa hann af
Vegagerðinni fyrir átján þúsund krónur og
ætlaði að nota hann til efnisflutninga fyrir
setuliðið. En Fúsi fékk hann ekki. Þá bað ég
um að Starfsmannafélag Vegagerðarinnar
fengi hann keyptan — ég var þar formaður
og við vorum að reyna að halda til haga
gömlurn vélum og öðrum sögulegum munum
— og ég fór upp til þeirra verkfræðinganna
og fór fram á þetta, en þeir vildu ekki láta
mig hafa hann, sögðu að það myndi bara
enda með því að þeir yrðu að skaffa hús-
plássið fyrir hann.
Nú, bíllinn stóð þarna ónotaður inni í
bragga í öll þessi ár og yfirmönnunum hjá
Vegagerðinni þótti orðið útséð um að hann
yrði brúkaður meira, svo þeir gáfu skipun
um að hann yrði brenndur!
Bálförin fór fram í október 1960. Þá var
hann dreginn út úr bragganum sem hann var
geymdur í uppi við Rauðavatn, hellt yfir
hann bensíni og svo var kveikt í. Væntanlega
hefur hann síðan verið urðaður á staðnum.
Það er alveg synd að hann skuli hafa verið
eyðilagður svona.
Vegna þess að ég var orðinn svo gamall í
hettunni og átti svo rnargar minningar um
þennan bíl, þá bað ég verkfræðinginn um að
taka nú mynd af bílnum áður en þeir gerðu út
af við hann. Og það gerði hann fyrir mig. Ég
á því hérna síðustu myndina sem tekin var af
honunt, og aðra þar sem hann er að brenna.
Það er alveg hræðilegt hvernig þeir höguðu
sér. Hefði Starfsmannafélagið fengið að
kaupa bílinn væri hann áreiðanlega til enn-
þá. Við hefðum haldið honum við og passað
vel upp á hann."
FWD-VÖRUBÍLLINN SKIPAR ÓNEIT-
ANLEGA MERKAN SESS í bíla- og sam-
göngusögu landsins. En svo fór sem fór fyrir
þeim góða trukki. Það var ekki fyrr en á
áttunda áratugnum, einkunt með tilkomu
* ¥ ★
Alhliða hjólbarðaþjónusta
Nýir og sólaöir hjólbarðar af öllum stærðum og
geröum á góðu verði.
Tölvustýrö jafnvægisstilling
Bæjarþjónusta
Við mætum á staöinn þér til aöstoðar, ef
springur hringdu I sima 688220
Útkallsþjónusta
Á kvöldin og um helgar [ slma 688220
Lipur og góð þjónusta
Vanir menn
Greiðslukortaþjónusta
Póstkröfuþjónusta samdægurs
Gúmmíkarlamir hf.
Borgartúni 3á, 105 Reykjavik. Simi 688220. Nafnnr. 9343-3831.