Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 10
INNLENT
lög. í bréfinu til ríkissaksóknara fer hann
fram á að Hallur verði dæmdur til refsingar,
fangelsis til allt að þriggja ára og greiðslu
miskabóta og lögfræðikostnaðar. Að auki er
þess krafist að ummæli Halls verði dæmd
dauð og ómerk.
Að lokinni lögreglurannsókn ákvað ríkis-
saksóknari að fara að ósk Guðmundar, lög-
manns séra Þóris, og ákæra Hall. Ákæran
var tekin fyrir í sakadómi Reykjavíkur 8.
febrúar sl. Að undangenginni lögregluyfir-
heyrslu ákvað ríkissaksóknari hins vegar að
höfða ekki mál á hendur ritstjórn Tímans
vegna birtingar á grein Halls. Virðist hann
þar hafa tekið mið af 72. grein stjórnarskrár-
innar sem kveður á um prentfrelsi.
Verjandi Halls, Ragnar Aðalstcinsson,
krafðist að málinu yrði vísað frá þegar við
þingfestingu málsins. Taldi hann ómöglegt
að koma við vörnum með skynsamlegum
hætti þar sem ákæruatriðin væru svo óglögg,
t.d. ummæli Halls um séra Þóri sem frímúr-
ara. Ennfremur tilgreindi hann að að séra
Þórir teldist ekki opinber starfsmaður í skiln-
ingi 108. grein hegningarlaganna. í kjölfar
þessa ákvað dómarinn að fresta dómsrann-
sókn á málinu og gefa ríkissaksóknara kost á
að tjá sig um frávísunarkröfuna.
Frávísun hafnað
Málið var á ný tekið fyrir 21. febrúar sl. og
hafði þá ríkissaksóknari mótmælt frávísun-
arkröfu Ragnars. Niðurstaða dómarans í
málinu, Sverris Einarssonar, íþesum ágrein-
ingi varð sú að varðandi túlkun hugtaksins
„opinber starfsmaður“ myndi dómurinn
taka afstöðu til þess við efnislega meðferð
málsins, en hvað varðaði erfiðleika Ragnars
við að koma vörnum við, taldi hann að sak-
argiftirnar væru nægilega glöggar til að
leggja mætti á þær efnisdóm, annaðhvort um
sekt eða sýknu. Og með þessu var frávísun-
artillögu Ragnars Aðalsteinssonar hafnað og
málið tekið til dómsrannsóknar.
Ákæra ríkissaksóknara hefur vakið harka-
leg viðbrögð, og telja margir að hún feli í sér
stefnubreytingu hjá ákæruvaldinu og að með
henni sé gerð atlaga að ritfrelsinu í landinu.
Blaðamannafélagið og Rithöfundasam-
bandið hafa ályktað um málið og gagnrýnt
málsmeðferðina. „Vörum við hættunni á rit-
skoðun“, segir Lúðvík Geirsson, formaður
Blaðamannafélagsins, í samtali við Þjóðlíf
og í svipaðan streng tekur formaður Rithöf-
undasantbandsins, Einar Kárason: „Ég tel
embætti ríkissaksóknara vera komið inn á
mjög hálar brautir".
„Aðför að prentfrelsi“
I samtölum við blaðið hafa fölmargir aðrir
tjáð sig um málið. „Aðför að prentfrelsinu"
segir Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Tím-
ans, „Óeðlileg málaferli“, segir Sigurjón
Pétursson, borgarfulltrúi. Á móti segir hins-
vegar vararíkissaksóknari, Bragi Steinars-
son, að „ritsóðar og ærumorðingjar hafi vað-
ið uppi óátalið um nokkra ára skeið“. Og
ennfremur segir hann að það sé full astæða til
að spyrna við þessari þróun.
Ástæða þessara deilna grundvallast í sjálfu
sér ekki á þeim ummælum sem Hallur við-
hafði um séra Þóri og störf hans, heldur
miklu fremur það að ríkissaksóknari skuli
skipta sér af deilum tveggja manna. Að mati
þeirra sem gagnrýna þessi opinberu afskipti,
er eðlilegt að séra Þórir leiti réttar síns með
því að höfða sjálfur meiðyrðamál á hendur
Halli. Um slíkt sé ekkert að segja því það sé
sjálfsagður réttur manns sem telur æru sinni
misboðið. Gagnrýnin felur því ekki í sér neitt
mat á ummælum Halls, heldur alfarið á máls-
meðferðinni.
Akæra
RIKISSAKSÓKNARI gjörir kunnugt:
að höfða ber fyrir sakadómi Reykjavíkur
opinbert mál á hendur
Halli Magnússyni, blaðamanni,
Hraunbæ 126,Reykjavík
fæddum þar í borg 8. apríl 1962,
fyrir ærumeiðandi ummæli um opinberan
starfsmann, séra Þóri Stephensen, dóm-
kirkjuprest í Reykjavík, og aðdróttanir í
hans garð í grein er ákærði ritaði undir fullu
nafni og birtist í dagblaðinu Tímanum, 158.
tölublaði 72. árgangs, þann 14.jú!í 1988,
bæði starfi séra Þóris sem dómkirkjuprests
og út af tímabundnu starfi hans á vegum
Reykjavikurborgar sem staðarhaldari í
Viðey.
[ grein ákærða felast ærumeiðandi aðdróttanir
í garð séra Þóris og meiðyrði og greinin er í
heild ósvífin, móðgandi og sett fram og birt á
ótilhlýðilegan hátt og af illfýsi.
Einstök ummæli, sem ákært erfyrir, eru þessi:
A. Inngángsorð
Séra Þórir, sem skipaði sig sjálfur staðar-
haldara í Viðey, er nú farinn að láta hendur
standa fram úr ermum þar. Ekki er athæfi
hans kristilegt, enda hafa pólitískar skoð-
anir hans og ráðríki ætíð komið á undan
kristilegum náungakærleik sem þessi dóm-
kirkjuprestur í raun og sanni ætti að hafa að
leiðarljósi.“
B. I meginmáli greinar:
1. Það hvarflaði ekki að séra Þóri að hafa
samband við ættingja þeirra er síðast
voru jarðsettiríkirkjugarðinum í Viðey.
Ónei, þeir hefðu kannske verið mót-
fallnir vilja séra Þóris. Slíkt h'ðst ekki.
2. Hvað ætli verði næsta stórvirki séra Þór-
is, sjálfskipaðs staðarhaldara í Viðey.
Að malbika göngubraut í kringum
eyna? Byggja sumarbústað fyrir sig og
fjölskyldu sína í hlaði Viðeyjarstofu?
Mála kirkjuna í Viðey heiðbláa, lit
íhaldsins?
3. Séra Þóri var á sínum tíma hlíft við
þeirri skömm að almenningur fengi að
vita að hann hefði sjálfur skipað sig
staðarhaldara í Viðey og að borgarráð
bjargaði honum fyrir horn með því að
ráða hann staðarhaldara í Viðey, eftir
að dómkirkjupresturinn hafði komið
sér í fjölmiðla og skýrt frá hinni nýju
nafnbót.
4. Reyndar hefur hann sýnt í stólræðum
sínum, þar sem hann blandar saman
pólitík inn í orð Guðs, og með spjöllum í
Viðey að hann er alls óhæfur til að
gegna þessum embættum. Þess vegna
ætti hann að víkja.
5. Undirritaður veit að greinarkorn þetta
verður honum ekki til framdráttar, allra
síst þegar ljóst er að það kemur við
kaunin á háttsettum frímúrara.
C. ímeginmáli greinar og áréttað innatt til-
vitnunar undir mynd af greinarhöfundi:
Greinarkornið er ritað í heilagri reiði, reiði
yfir ófyrirgefanlegu skemmdarverki á hei-
lögum stað sem skinheilagur maður ber
ábyrgð á.
Öll framangreind ummæli þykja varða
við 108.gr. almennra hegningarlaga nr.
19,1940.
Þess er krafist:
1. Að ákærði verði dæmdur til refsingar.
2. Að framangreind ummæli verði sam-
kvæmt 1. mgr. 241. gr. almennra hegn-
ingarlaga dærnd dauð og ómerk.
3. Að ákærði verði samkævmt 1. mgr. 264.
gr. sömu laga dæmdur til greðslu miska-
bóta.
4. Að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls
sakarkostnaðar.
Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavfk, 11.
janúar 1989.
Bragi Steinarsson
e.u.
10