Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 25

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 25
SKAK Fjarkamótið: Sá þreytu- legasti sigraði / • • Askell Orn Kárason skrifar Með bros á vör og glas í hönd: Júrí Balasjov fagnar sigrinum. (Ijósm. Tímaritið Skák). Á síðustu dögum bjórbanns á íslandi var haldið alþjóðlegt skákmót á Hótel Loftleið- um sem var einstakt í sinni röð: það var sannkallað huldumót. Að jafnaði verða fjölmiðlar og a.m.k. hluti almennings fyr og flamme þegar alþjóð- leg skákmót eru í vændum, menn spá í sér- kenni hinna erlendu gesta og bera „okkar menn“ saman við þá. Að baki býr vonin um að við íslendingar sýnum öðrum þjóðum enn einu sinni í tvo heimana. Þessi mikli áhugi hefur löngum skapað sérstakan blæ á mótum hér heima og vekur jafnan athygli erlendra gesta. Nú kvað hinsvegar við annan tón. Fæstir fjölmiðlar nenntu að fylgjast með mótinu og höfðu tæpast fyrir því að birta úrslit í hverri umferð. Áhorfendur sátu flestir heima. Enda voru „okkar menn“ að spila handbolta suður í Frakklandi og Jóhann Hjartarson búinn að etja kappi við ómennskan Karpov í Seattle. Ef til vill var of skammt liðið frá stjörnuprýddu heimsbikarmóti og fjölmiðlar 25

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.