Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 30
ERLENT
Hrísvendir og
húsbóndavald
Fyrir nokkru var kveðinn upp dómur í máli
sem þó nokkra athygli hefur vakið hér í Sví-
þjóð. Þrjár konur og einn karlmaður voru
dæmd sek um að hafa misþyrmt nokkrum
börnum og unglingum er dvalist höfðu á
sveitabæ þeim sem fólk þetta hélt til á. Ekki
er það þó fyrst og fremst sú ákæra sem vakið
hefur athygli, lieldur innbyrðis samband
fólksins og hugmyndir þær er það gerir sér
um lífið og tilveruna. Karlmaðurinn, Hans
Scheike, kallar sig grafolog eða rithandar-
skýranda og er miðpunktur hópsins í and-
legum og líkamlegum skilningi. Konurnar
þrjár (og raunar eru þær fleiri) búa með
honum og er allt þeirra samband líkt og um
hjón væri að ræða. Situr Hans því í búi sínu
sem austurlenskur fursti og heldur kvenna-
búr.
Þetta eitt sér væri ef til vill nægilegt til að
vekja athygli á hópnum en þar við bætist að
stór hluti innri samskipta hans grundvallast á
notkun hrísvanda. Hans Scheike hefur
þróað hugmyndir um það sem hann kallar
„risterapi“ eða hrísmeðferð. Samkvæmt
þeim hugmyndum getur það verið konum til
hjálpar í tilverunni að finna við og við fyrir
hrísvendi. Sjálfar segja konurnar þessa með-
ferð auka sjálfsvitund sína og hjálpa þeim að
takast á við innri vandamál og losa um árás-
arhneigðir. Það er rétt að taka það fram að
hér er um velmenntaðar konur að ræða og
eru þær fjarri því að virðast á einhvern þann
hátt kúgaðar sem maður annars hefði getað
haldið í ljósi þeirrar meðferðar er þær sæta.
Raunar mun ekki hægt að segja að um ein-
hverjar verulegar barsmíðar sé að ræða en
vart getur þetta þó verið þægilegt.
Nú er að nefna til sögunnar mann að nafni
Jan Guillou. Sá er einn þekktasti sjónvarps-
maður Svía. Hann hefur verið með þátt er
nefnist Rekordmagazinet og hefur þar tekið
á ýmsum kýlum samfélagsins og farið um
ómjúkum höndum. Einna frægastur er hann
fyrir að hafa með þáttum sínum komið því til
leiðar að dæmdur maður fékk ný réttarhöld
og var þar sýknaður af öllum ákærum. Nú
gerðist það skömmu áður en dómur féll yfir
áðurnefndum hópi að Guillou og hans menn
héldu til fangelsis þess er hýsir Hans Sche-
ike. Konur hans voru þá frjálsar ferða sinna
meðan þær biðu dóms. Þær komu líka til
fangelsisins og allur hópurinn hittist í einu
gestaherberginu.
Hugmynd Guillou var að ræða þarna við
allan hópinn um lífsskoðanir þeirra. Hvorki
Hans né konurnar höfðu neitt á móti því. En
fljótlega sýndi sig að fleira stóð til en orðræð-
ur. Konurnar drógu fram hrís er þær höfðu
falið á sér og spurðu Guillou hvort hann væri
hugaðri en dómstóllinn. Þannig var að þær
höfðu óskað eftir að dómstóllinn leyfði Hans
að hýða einhverja þeirra meðan á réttarþingi
stæði. Sögðust þær vilja sýna dómurum
hvernig slíkt gengi fyrir sig. Tilgangurinn var
annars vegar að sýna fram á að unglingarnir
sem vitnuðu gegn þeim færu með fleipur eitt
og vissu ekki hvað hýðing væri. Hins vegar
að sýna fram á að þetta væri ekki eins drama-
tísk athöfn og fjölmiðlar vildu vera láta. Eftir
nokkra íhugun hafnaði dómstóllinn beiðni
þessari. Nú vildu konurnar framkvæma at-
höfnina fyrir framan sjónvarpsvélarnar og
sýna allri sænsku þjóðinni hvernig að málum
væri staðið í þeirra hópi.
Heldur mun nú Guillou hafa orðið
hvumsa við þessa beiðni. Hann stóðst þó
ekki frýjunarorð kvennanna og gaf sam-
þykki sitt. Að því fengnu dró ein kvennanna,
Agneta Ogebratt, niður um sig og lagðist yfir
hnén á Hans. Og meðan sjónvarpsvélarnar
suðuðu hýddi Hans hana í u.þ.b. þrjár mín-
útur. Að þvíloknuklappaði hannhenni, þau
stóðu á fætur og viðtalið hélt áfram.
En eitt var að kvikmynda atburðinn, ann-
að að sýna hann. Er það spurðist út hvað til
stæði urðu margir felmtri slegnir. Konur úr
öllum þingflokkum skoruðu á yfirmenn sjón-
varpsins að sýna ekki þáttinn, allavega ekki
hýðinguna. Fleira mektarfólk tók í sama
streng og svo fór, sem flestum þótti nú raun-
ar fyrirsjáanlegt, að skömmu fyrir útsend-
ingu var hýðingin klippt úr en þátturinn
sýndur að öðru leyti. Þótti nú raunar mörg-
um nóg um að svo skyldi vera gert. Töldu að
hér væri einvörðungu um að ræða kynferðis-
lega ónáttúru og væri óþarfi að vera að sýna
slíkt. Þar að auki væri sýn hópsins á stöðu
kvenna í tilverunni á skakk og skjön við öll
nútíma viðhorf og gæti aldrei orðið nema til
tjóns að sýna þáttinn.
Þátturinn sem slíkur þótti raunar heldur
ómerkilegur. Hans ræddi sinn fagnaðarboð-
skap og var það nokkuð skemmtileg blanda
hálf-vísinda, trúarbragða og hrifningar af
kvennarössum. Þá hrifningu rakti hann allt
aftur til unglingsára sinna, þó svo það hafi
ekki verið fyrr en á efri árum sem hann fór að
geta verulega helgað sig þessu áhugamáli
sínu.
Konurnar lýstu aðdáun sinni á Hans,
sögðu frá sambúðinni sem virtist vera dans á
rósum og hrósuðu hrísvöndum í hástert. Var
ekki að undra þó sjónvarpsmönnum gengi
erfiðlega að átta sig á málflutningi þeirra. Þá
er rétt að taka fram að bæði Hans og konurn-
ar ítrekuðu sakleysi sitt af þeim ákærum er á
þau voru bornar. Segja þau unglingana hafa
misskilið ýmsa leiki og síðan magnað þetta
upp hjá sér með aðstoð lögreglu og sálfræð-
inga. Daginn eftir skýrðu fjölmiðlar frá við-
brögðum fólks og voru þau eðlilega misjöfn.
Einum áhorfanda varð raunar svo mikið um
að hún kom með tæki sitt til sjónvarpshússins
í Malmö og lagði það þar inn. Lét þau orð
fylgja að þessi fjandi kæmi ekki aftur inn á
sitt heimili.
Víkur nú sögunni aftur að Guillou. Hann
hóf þáttinn á að segja yfirmenn sína hafa
klippt úr þættinum nokkrar mínútur af frek-
ar léttvægu ofbeldi. Hann vildi hins vegar
vara fólk við að í lok þáttarins yrði fjallað um
sadískt ofeldi. Biðu nú margir spenntir en
umfjölluninni um Hans og konur hans lauk
án þess eitthvað slíkt kæmi við sögu. En
Guillou birtist aftur á skerminum og tók upp
eitt af sínum gömlu málum, það sem hann
vill kalla dómsmorð á Kúrdum.
Þannig er því máli varið að fyrir mörgum
mánuðum voru nokkrir Kúrdar í Malmö
dæmdir til þess sem kalla mætti bæjarfangelsi
30