Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 34

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 34
ERLENT Noregur Fjörkippur í efnahagslífinu Eftir nokkra stöðnun virðist norskur efnahagur hafa tekið svolítinn fjörkipp. Samkvæmt spá norska Seðlabankans verður viðskiptajöfnuður landsins hag- stæður um 7 milljarða norskra króna á þessu ári. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á fundi í Seðlabankanum fyrir skömmu og spáin byggir m.a. á niðurstöðu fyrstu þriggja mánuða yfirstandanandi árs. Helstu ástæður sem nefndar hafa verið fyrir þessum bata í efnahagslífinu eru aukin fram- leiðsla og hækkað verð á olíu á heimsmarkaði. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði minni en innlendar verðhækkan- ir og að í fyrsta skipti í tíu ár verði hagvöxturinn meiri en í helstu samanburðarlöndunum. Þrátt fyrir efnahagsbatann fer atvinnuleysi ört vaxandi í Noregi og er nú meira en það hefur nokkrun tíma verið frá seinna stríði. Nú eru upp undir 100 þús- und vinnufærra Norðmanna á at- vinnuleysisskrá. Ríkisstjórnin hefur reynt að bregðast við atvinnuleysinu með fjölþættum ráðstöfunum. Þar má nefna þenslu í opinberum fram- kvæmdum og aukið tilboð um starfsmenntun. Einnig hefur fjöldi Norðmanna sótt yfir landa- mærin til Svíþjóðar, þar sem at- vinnuástand er gott. Yngvi Kjartansson/Noregi SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 áS SÍMI 25050 S3 REYKJAVÍK 34

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.