Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 37
ERLENT Ku-Klux-Klan maður á þing Nýverið var David Duke, 38 ára gamall öfgamaður, kosinn á þing fyrir repúblíkana í Lousiana. Hann vann yfirburðasigur í kosn- ingum, þrátt fyrir að menn eins og Ronald Reagan og George Bush hefðu lýst yfir andstöðu sinni við hann og varað kjósend- ur við honum. Duke er talinn meðal leiðtoga Ku-Klux-Klan hryðjuverkasamtakanna gegnd hörundsdökku fólki í Bandaríkj- unum. í kosningabaráttunni not- aðist Duke m.a. við kenningar fyrrverandi leiðtoga bandarísku nasistahreyfingarinnar, George Lincoln Rockwell, og prédikaði um yfirburði hvíta kynstofnsins. Stjórnendur Repúblíkanaflokks- ins saka þennan þingmann sinn um að kynda elda kynþáttahat- urs og skaða flokkinn. Komið hefur til tals að reka hann úr flokknum, en fram að þessu hef- ur það ekki gengið... Duke sigurvegari í kosning- um. Sex milljónir múslima Engin trúabrögð hafa aflað sér jafn hratt vinsælda og Múha- meðstrú í Bandaríkjunum. Að vísu eru flestir þeirra sex milljóna muslíma sem búa í Bandaríkjun- um inflytjendur, en engu að síður játar a.m.k ein milljón hörun- dsdökkra Bandaríkjamanna Múhameðstrú. Á hinn bóginn hafa hinir róttæku Múhameð- strúarhópar, sem kveiktu elda á sjöunda áratugnum meðal svert- ingja í Bandaríkjunum, orðið þýð- ingarlitlir á síðustu árum.... Gamla kvikmyndastjarnan og kynbomban Birgitte Bardott er orðin54áragömul og hefur lengi veriðeinsetukerling, —meinað sér um þátttöku í kvikmyndum og sama og ekkert komið fram opinberlega. Nú hefur hún ákveðið að rjúfa þessa einangrun. Hún mun stjórna sjónvarpsþætti mánaðarlega í þágu dýra- verndunarsjónarmiða á franskri einkastöð. Evrókratar í asbesti Ráðherranefnd Evrópubanda- lagsins lendir oft í miklum kostn- aði vegna þess hers starfs- manna sem vinnur hjá banda- laginu. Nú hefur nýr kostnaður bæst við vegna húsnæðismála. Þannig er mál með vexti, að á sjötta áratugnum þegar höfuð- stöðvarnar í Brussel voru byggð- ar, með rými fyrir 3000 starfs- menn, var notast við asbestplöt- ur. Eins og alkunna er, eru þær taldar hættulegar og valda hugs- anlega krabbameini. Af þeim ástæðum þarf að breyta hús- næðinu verulega og er áætlaður kostnaður talinn nema um 100 milljónum þýskra marka. Starfs- menn bandalagsins eru á sum- um vesturlandatungum nefndir „evrókratar", í stíl við „bírókrata“( skrifstofublækur)... Lítilsvirðing við konur —eða list? Þeir sem standa fyrir 12. frönsku leiklistarvikunni, „Perspectives“, í Saarbrucken í V-Þýskalandi lentu í ritskoðun á dögunum. Halda átti hátíðina í mai nk., en þá ná hátíðahöld vegna 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar hámarki víða um lendur. Grafíkl- istamaðurinn Tomi Ungerer gerði veggmynd fyrir aðstan- dendurna — „La conception de l’empire" — „tekið á móti keisara- veldinu" og á að sýna Napoleon og Marianne. Þeirra stellingar voru helsti óviðurkvæmilegar að mati yfirborgarstjórans, „hún er niðurlæging fyrir konuna", sagði hann og vildi ekki myndina sem veggspjald. Forstöðumaður leiklistarvikunnar kvað bannið vera „ritskoðun" og mótmælti harkalega. Listamaðurinn sjálfur sagði í rími á þessa leið:„ Að sýna er bannað — það geta margir dauðir sannað”. Spiegel/óg Tekið á móti keisaraveldinu. Hin forboðna veggmynd. LVMfsuumunsvu*ícH> rrtrsfirssr—* PERSPECIWES 89 e- iT5mu.H m.uu myvb * 3 uu LA rtueemtt/ Pf *.’€***£ Þrælar New York borgar markaðssettir Drottning „uppa“-bókmenntanna í Bandaríkjunum, Tama Jan- owitz, 31 ársgömul, hefurgengið langt í markaðssetningu á bók sinni, „Þrælar New York borgar”. í sömu viku og kvikmynd byggð á sögunni var frumsýnd í mars- mánuði, var opnaður dans- og veitingastaður undir nafninu „Slaves of New York“, þar sem leikin verður tónlist úr myndinni, og sérstæðan klæðnað og þess háttar getur að líta... Tana Janowitz rithöfundur. Engir kossar og faðmlög Dóttir forseta Fillipseyja, Kristina Aquino hefur átt í útistöðum við móðursína. Dóttirin krafðist þess að fá að taka tilboði um að leika í kvikmynd, en móðirin lét sig ekki fyrr en á nýafstöðnu 18 ára af- mæli bamsins. Dóttirin má leika í rómantfskri kvikmynd, þó með skilyrðum; „engir kossar og eng- in faðmlög”... 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.