Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 46
MENNING Umdeilda Anna Fórnarlamb peningahyggju og fjölmiðla? — Um líf og list fiðluleikarans Anne-Sophie Mutter, óskabarns Þýskalands, sem um þessar mundir er stöðugt undir smásjá fjömiðla vegna einkalífs síns. Eftirlæti tónleikagesta, óskabarn Þýska- lands, dýrkuð eins og hálfgyðja. Fiðluleikar- inn Anne-Sophie Mutter, einungis 25 ára, nýgift. Sömuleiðis áhugaefni fjölmiðla, og senniiega aldrei eins og núna. Persónuleg mál fiðluleikarans hafa fyllt síður ýmissa þýskra blaða undanfarið og jafnvel vikuritið „Der Spiegel“ sá ástæðu til að gera þeim rækileg skil. Hún spilaði í Háskólabíói í nóvember 1985, þá 22 ára að aldri. Þetta var illviðris- kvöld í Reykjavík, vindgnauð smó meðfram bíóhurðinni, og á meðan hljómaði fiðlukon- sert Jóhannesar Bralims í öllu sínu veldi, þunglyndislegur og stórbrotinn. „Aldrei hef- ur þessi konsert hljómað fegurra í þessu landi, ekki einu sinni af plötu“, sagði gagn- rýnandi eins Reykjavíkurblaðsins og bætti við að „ vel mæti segja mér að að Mutter væri besti fiðluleikari í heimi, svo frábærlega spil- aði hún. “ „ Blómfrjó í kalskólgi tæknidauð- ans“, sagði annar. Gagnrýnin var öll á einn veg; annað eins tónævintýri höfðu menn varla heyrt. Síðan eru liðin rúm þrjú ár. Anne-Sophie Mutter hefur haldið áfram sigurgöngu sinni um tónhallir heimsins. Hvort sem salurinn heitir Háskólabíó, Berlínarfílharmónía, Festivalhöll eða Carnegiehöll, — alls staðar er hún eftirlæti áheyranda, miðarnir seljast upp mörgum vikum áður en hún birtist á staðinn. Anne-Sophie Mutter fæddist 29. júní 1963 í smábænum Wehr, við svissnesku landa- mærin, og ólst þar upp í kaþólsku, fremur íhaldssömu umhverfi. Hún er stolt bæjarins, heiðursborgari og gata hefur verið nefnd í höfuðið á henni. Ellefu ár eru nú liðin síðan hún spilaði þriðja fiðlukosert Mozarts í Fíl- harmóníunni í Berlín undir stjórn Herberts von Karajan og vakti fáheyrða athygli, varð fræg á einni nóttu, einungis fjórtán ára göm- ul. Hljómplata með þessum sama konsert seldist í gríðarlegum upplögum og hin unga fiðlustúlka var þegar orðin óskabarn Þýska- lands. Líf Mutter hefur síðan verið óslitinn frægðarferill. Upptökur hennar hafa selst í stórum upplögum. Enginn fiðluleikari í heiminum hefur gert jafnmargar upptökur svo ungur að aldri. Brestur í samstarfi við Karajan — vandamál í einkalífinu Flestar upptökur sínar hefur Anne-Sophie Mutter gert undir stjórn Herberts von Kara- an. Hún hefur verið ein af hinum svonefndu „skjólstæðingum“ hins áttræða hljómsveitar- stjóra og líklega þekktust þeirra. Spurningin er hins vegar sú hvort Anne-Sophie Mutter hefur notið góðs af handleiðslu Karajan. Ýmsir gagnrýnendur hér í Vestur-Þýska- landi hafa efast um það. Þykir mörgum sem Mutter hafi ekki náð að sýna sínar bestu hliðar undir stjórn Karajan og er lífleysi og ofurfágun hins aldna hljómsveitarstjóra kennt um. „Mutter gegn Karajan“ sagði einn gagnrýnandi fyrir skömmu og átti við nýjustu sameiginlegu upptöku þeirra og þær gjör- ólíku túlkunaraðferðir sem þar væri greini- lega að merkja. En Anne-Sophie Mutter hefur átt í annars konar vandræðum síðustu vikurnar. I jan- úarmánuði gekk hún að eiga lögfræðing frá Munchen, Detlev Wunderlich að nafni, sem meðal annars hefur sinnt viðskiptum fyrir Herbert von Karajan. Wunderlich, sem er 53 ára að aldri, var áður giftur einni ríkustu konu Þýskalands, Renate Thyssen, barna- barni iðnjöfursins Fritz Thyssen, sem á sín- um tíma var einn helsti fjármálamaðurinn á bak við uppgang þýskra nasista. Wunderlich er þekktur lögfræðingur í Vestur-Þýska- landi, og kunnur fyrir óbilgirni í réttarsal. Skömmu eftir brúðkaup Mutter og Wund- erlichs, birti kvöldblað í Múnchen þær frétt- ir, að fjölskylda Mutter hefði verið mjög óánægð með ráðahaginn og viljað koma í veg fyrir brúðkaupið. Dagblaðið „Bild Zeitung" komst fljótlega í spilið og tók að birta ná- kvæmar fréttir af ástamálum fiðluleikarans, sem og af deilum hennar við fjölskyldu sína. Og síðan hvert blaðið á fætur öðru. Anne—Sophie Mutter fiðluieikari varð fræg á einni nóttu, einungis fjórtán ára gömul. Af mörgum talin óskabarn þýsku þjóðarinnar. Haft var eftir fiðluleikaranum að faðir hennar hafi alltaf reynt að hagnast á henni, og látið hana fjármagna hvaðeina, sem fjöl- skyldan girntist; sportbfla o.s.frv. Hins vegar var haft eftir bróður fiðluleikarans að allt hefði verið í sómanum fram í ágúst 1988, allt þar til systir hans kynntist Detlev; Detlev hafi semsé spillt öllu. Þýsk blöð hafa borið þjóðinni skilmerki- legar fréttir af þessum málum síðustu vikurn- ar. Jafnvel Spiegel birti langa grein um An- ne-Sophie Mutter, einkalíf hennar og list; sagði söguna af henni og Detlev Wunderlich, og allt það sem því fylgdi, og tíndi síðan saman neikvæða gagnrýni um leik hennar en þagði um jákvæða gagnrýni. Blaðamaður Spiegel, sem raunar hefur aldrei látið að sér kveða sem tónlistargagnrýnandi, felldi að lokum þann dóm um Anne-Sophie Mutter, að hún „þarfnaðist lífsreynslu, þarfnaðist mótvægis við súkkulaðihliðar“ frægðar og frama til að verða raunverulegur listamaður en ekki aðeins undrabarn! Athyglisvert er, að á sama tíma og Spiegel birti grein sína, komu dómar um nýjustu upptökur Mutter í tónlistarblöðum hér í landi, og fékk hún þar mjög góða dóma fyrir leik sinn, sem þótti 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.