Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 51

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 51
MENNING Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson í kvikmyndinni Sjón er sögu ríkari eftir Loft Guðmundsson. Myndin er tekin þegar þau eru um tvítugt. við ríkisóperuna í Vín en kom sem gestur á Konunglega. Magnús sýnir mér dóma um þá sýningu þar sem Janovits fær frábæra dóma en jafnframt er sagt að Jonsson hafi staðið verðugur við hlið hennar. Á meðan ég söng í II Trovatore komu tveir ítalir frá Scala að syngja í Falstaff eftir Verdi. Ég man að þeir gengu til mín eftir sýningu og sögðu: Hvað ertu eiginlega að gera hérna? Komdu með okkur og við skulum hjálpa þér við að koma þér á framfæri á Ítalíu. Ég var þá nýbyrjaður að starfa við húsið og hugsaði mér því ekki til hreyfings. Ég kunni strax ákaflega vel við mig þarna. Og þegar frá leið fannst mér það gott að vera á Konunglega að ég og hugsaði ekkert um að fara annað, — þótti vænt um húsið og kollegana. Það er heldur ekki allt gefið fyrir frægðina. Góður andi, gott fólk og að vera ánægður með sitt er meira virði. Ég er líka á því að ég sé ekki þannig karakter að geta henst heimshorn- anna á milli og búið í ferðatösku. Ég var í tíu ár á Konunglega. Á þeim tíma söng ég 18-20 hlutverk, þrjátíu til fjörutíu sýningar yfir veturinn. Ég fékk mörg tilboð um að koma til Þýskalands og syngja en for- ráðamenn hússins gáfu mér ekki leyfi. Þó fékk ég einu sinni að fara og syngja sem gestur nokkrar sýningar í La Bohéme við óperuna í Osló. Norðmenn veittu mér frá- bærar viðtökur. Ég hef aldrei fengið annað eins framkall og þá. Ég held ég hafi verið klappaður fram í ein átta skipti eftir sýningu. Það er líka gaman að vita til þess að núna er Garðar Cortes að fara í Norsku óperuna að syngja í Tosca eftir Puccini.“ Magnús dregur fram möppu mikla og sýn- ir mér úrklippur frá ferlinum. Hann segir föður sinn hafa safnað þessu: „Ég hirti aldrei um að halda þessu til haga. Blaðagagnrýni hefur aldrei skipt mig svo miklu máli. Ég lagði miklu meira upp úr krítik kollega minna og innan leikhússins." Hvað sem því líður sýna dómarnir að þarna fer enginn Garðar Hólm.“ Vildi starfa nokkur ár hérna heima „Árið 1966, á meðan ég var enn á Konung- lega, hafði Þjóðleikhúsið samband við mig og bað mig um að koma heim og syngja í Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach ásamt Eygló Viktorsdóttur, Guðmundi Jóns- syni, Sigurveigu Hjaltested, Svölu Nielsen og Þuríði Pálsdóttur. Ég fékk fjögurra mánaða leyfi frá leikhúsinu og dreif mig heim. Þá hafði verið mikil lægð í íslensku sönglífi, a.m.k. hvað varðar óperur. Sýningin á Hoff- mann var mjög góð þótt ekki hafi verið sami íburðurinn í henni og þeirri sem gekk í vetur. Ég hætti á Konunglega leikhúsinu eftir tíu ára feril árið 1967. Þá er ég tæplega fertugur. Ég var alltaf ákveðinn í að koma heim og vildi gera það áður en ég væri búinn að vera sem söngvari, — langaði að eiga fimm til tíu ár hérna heima. — Römm er sú taug. Ég kom alltaf heim á hverju sumri, — heim til Grenivíkur. Þar bjuggu móðurafi minn og amma en hjá þeim var ég meira og minna til fimmtán ára aldurs. Ég var alltaf eins og eitt af börnunum þeirra. Og þaðan er söngurinn kominn, — við Kristján Jóhannsson og bróðir hans Jóhann Már erum systrasynir og Hákon Oddgeirsson er af sama meiði. Eftir Hoffmann koma aðrar sýningar hægt og bítandi: Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson, en hún er fyrsta íslenska óperan, Carmen eftir Bizet og Káta ekkjan. Carmen setti að- sóknarmet, gekk 51 sinni og yfir þrjátíu þús- und manns komu að sjá hana, — var mikill sigur. Einnig færðum við nokkrir söngvarar upp Ástardrykkinn eftir Donizetti undir stjórn Ragnars Björnssonar í Tjarnarbíói. Þeir sem tóku þátt í þessu voru auk mín Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Hallson og Þuríður Pálsdóttir. Þetta var vísir að einhverju en það vantaði mann með óbilandi bjartsýni til að drífa þetta áfram. 51

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.