Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 56
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
litsskýrslu um mitt næsta ár. Áður eru komn-
ar út þrjár áfangaskýrslur í bókarformi. Sú
fyrsta var greinasafn um valdahugtakið í rit-
stjórn Olof Petersson, sem stýrir könnuninni
(Maktbegreppet). Sú næsta var samin af Ol-
of Petersson og fjallaði um vald líkingamáls-
ins (Metaforernas makt) og sú þriðja er eftir
Barbara Czarniawska-Jorges og gæti á ís-
lensku kallast Aðhafst með orðum (Att
handla med ord). Bækurnar eru gefnar út af
Carlssons förlag. Skýrslan um vald þjóðfé-
lagsþegnanna er afrakstur víðtækrar könn-
unar á því hvernig vísindalega valið úrtak
fólks sem býr í Svíþjóð lítur á lífsaðstæður
sínar, virkni í þjóðlífinu og möguleika sína til
þess að hafa áhrif í þjóðfélaginu.
Fyrirmyndarfólk Svíar
Niðurstöður könnunarinnar draga upp
mynd af Svíum, og í stuttu máli má segja að
þeir séu til fyrirmyndar í flestum greinum
borgaralegra dyggða. Finnski prófessorinn
Erik Allardt missti það út úr sér á námsstefn-
unni að kannski væri hin kratíska yfirdrottn-
un svo mikil í sænsku þjóðlífi að það væri
nánast kvöð að vera virkur borgari, eins og í
ónefndum austlægari ríkjum. Gudmund
Hernes, sá sem stjórnaði könnun á valdi í
Noregi á sl. áratug, vitnaði í fleyg orð John
Reeds sem hann skrifaði frá Rússlandi 1917:
„I have seen the future, and it works“. (Ég
hef séð framtíð, sem gengur upp). En þetta
var kannski meira sagt til þess að stríða
sænsku rannsóknarmönnunum vegna þess
að kannanir af þessu tagi hafa tilhneigingu til
þess að staðfesta fullvissu um eigið ágæti.
Kannanir á valdi í Bandaríkjunum leiddu
meðal annars í ljós fyrir rúmum tveimur ára-
tugum að þau eru mesta lýðræðisríki heims
og vissu margir fyrir þar í landi.
Engin þjóð, nema ef vera skyldi Banda-
ríkjamenn, er eins vel rannsökuð í bak og
fyrir og Svíar. Kosningarannsóknir Sören
Holmbergs hafa til að mynda leitt í ljós að
kjósendur eru ekki eins heimskir og ætla
mætti að áróðursmenn héldu þá vera, þegar
atgangurinn er sem mestur í stjórnmálunum.
Meirihluti kjósenda gerir sér skýra grein
fyrir þeim viðfangsefnum sem komast að í
kosningabaráttu og kýs flokk eftir því hvaða
skoðanir hann hefur á þeim. Meirihluti kjós-
enda tekur málefnalega afstöðu til flokka og
greiðir ekki atkvæði út frá einföldum buddu-
sjónarmiðum heldur með tilliti til þess hvað
er álitið best fyrir heildina í bráð og lengd.
í nýju könnuninni er allt þetta staðfest. Sú
hugmynd að heimur fari versnandi stenst
ekki heldur. í samanburði við fyrri rann-
sóknir á kjörum láglaunafólks kemur f ljós að
almenn lífskjör batna, en bilið milli verka-
fólks og millistéttarfólks minnkar ekki.
Menntun og stéttarleg staða er enn ákvarð-
andi um þjóðfélagsstöðu. Verkamaðurinn á
enn erfitt uppdráttar í samanburði við hinn
skólagengna. Ný þekking og rétt skólun er
lykillinn að því að geta beitt áhrifum sínum í
upplýsingaþjóðfélaginu, þar sem oftar er
spurt hvað kanntu? og hvað geturðu? heldur
en um hvaða próf menn eru með upp á vas-
ann.
Einstaklingsbundin afskipti
Gamla tuggan um að kjósendur hafi engin
áhrif milli kosninga er rekin ofan í maga
þeirra sem hana hafa í munni. Svíar eru að
jafnaði í rúmlega þremur félögum og þó að
Norðmenn séu í heilum fjórum félögum
hver, þá eru þegnar Svíaríkis bærilega af-
skiptasamir milli kosninga. Sem búandi
(leigjandi eða íbúðareigandi), neytandi,
sjúklingur eða aðstandandi fólks sem nýtur
umönnunar í heilbrigðiskerfinu, sem for-
eldri smábarns, foreldri skólabarns og sem
vinnandi einstaklingur (dæmi sem tekin eru í
skýrslunni), hefur sænskur ríkisborgari ýmsa
möguleika á að beita sér og gerir það líka
meira en margan grunar. Það er bara það að
ekki er víst að hann geri það á hefðbundinn
hátt eða eftir þekktum formúlum. Fólk hefur
svo margvísleg lífsáform. Það kannski beitir
sér af fítonskrafti sem smábarnaforeldrar í
dagvistarmálum og hefur afskipti af skóla-
málum meðan börnin ganga í skóla, en er svo
afskiptalaust um þjóðmál þar til það fer að
gera kröfur fyrir hönd ellilífeyrisþega. Sumir
eru virkir í því sem skýrsluhöfundar kalla
„litla lýðræðið" sem næst er fólki, en láta sig
litlu skipta „stóra lýðræðið“ sem snýr að
flokkum og fjöldasamtökum, eða þá öfugt.
Og til er að fólk skipti um vígvöll í afskiptum
sínum milli „stóra“ og „litla“ lýðræðisins á
mismunandi aldursstigum.
Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á að
ekki sé ætíð hægt að finna skýrt munstur eða
samband í athöfnum fólks og áhrifavilja og
þeir vilja ekki oftúlka niðurstöður sínar. Það
verður til þess að hver og einn verður að
sækja í skýrsluna það sem hann eða hún er að
leita að og hún er sannarlega náma upp-
lýsinga fyrir allt áhugafólk um lýðræði og
þjóðfélagsmál.
Eins og áður hefur komið fram eru hefð-
bundin stjórnmálafskipti í stöðnun eða aftur-
för. Það færist hinsvegar í vöxt að fólk hafi
einstaklingsbundin afskipti með því að skrifa
greinar, taka þátt í umræðum, standa á rétti
sínum gagnvart yfirvöldum, skrifa undir yfir-
lýsingar og efna til mótmæla í einu eða öðru
formi. Hinar virku kynslóðir sem eru að taka
við hafa meiri hæfileika til stjórnunar og ein-
staklingsbundinnar skoðanamyndunar held-
ur en þær kynslóðir sem eru að skila af sér.
Þær höfðu lítið sjálfstraust og litla getu til
þess að gera sig gildandi sem einstaklingar.
Það er einmitt áhyggjuefni að pólitíska
flokkakerfið og hagsmunasamtök þeirra sem
minna mega sín í þjóðfélaginu skuli vera á
undanhaldi, þegar verkafólkið og hinir eldri
í þjóðfélaginu þurfa sýnilega á þeim að halda
til þess að rétta hlut sinn í samkeppninni við
áhrifasterka einstaklinga nýju kynslóðanna.
Konur sækja fram
Eftir því sem hærra dregur í þjóðfélags-
stiganum sitja fleiri karlar í valdastólum en
konur. I flokkunum, verkalýðsfélögunum og
á forstjórastólunum eru karlar á fleti fyrir.
Stjórnmálafræðingurinn Torbjörn Larsson
hefur nýverið haft á orði að vilji menn finna
valdaleysi í þjóðfélaginu eigi að líta til vinnu-
staða þar sem konur eru í meirihluta. Þar
sem eru konur, þar er valdaleysi.
Þessi mynd er vissulega rétt í aðalatriðum,
en drættirnir eru of grófir. Og fyrst og fremst
er myndin að breytast, því að konur fara
geyst.
Utan fundasala stjórnarráðanna, flokks-
kontóra og forstjóraskrifstofa standa konur
orðið jafnfætis körlum í hvers kyns ákvarð-
anatöku og skoðanamyndun. Þetta gildir
ekki aðeins- um það svið sem nær yfir fjöl-
skyldulíf og umönnun um þá nánustu, heldur
eru konur komnar framúr körlum í stjórn-
málaathöfnum sem liggja utan hins hefð-
bundna fulltrúalýðræðis. Frá því 1968 hafa
konur verið virkari í hverskyns mótmælaað-
gerðum heldur en karlar. Hinn dæmigerði
andófsmaður er nú á dögum ung vel mennt-
uð kona í þjónustugeiranum. Áður var and-
ófsmaðurinn frekar karl en kona, frekar
verkamaður en skrifstofumaður, frekar
óskólagenginn en langskólagenginn og frek-
ar eldri en yngri.
Nú er hinn virki og baráttuglaði þjóðfé-
lagsþegn ung vel menntuð kona sem skrifar
bréf og tékka. Tékkana sendir hún „Björg-
um börnum“, eða Greenpeace og bréfin
birtir hún í blöðum eða dreifiritum. Svo fer
hún í mótmælastöðu, þegar sá gállinn er á
henni. Ungar konur hafa öðlast sjálfstraust
og aukið jafnrétti innan sinnar kynslóðar, og
þær sýna nú mun meiri dirfsku í pólitískum
athöfnum en karlar, sem leita í skjól hefð-
bundinna þjóðfélagsstofnana og formlegrar
ákvarðanatöku. Og engin merki eru sjáanleg
um að framsókn kvenna sé að linna. Einmitt
þegar þetta er skrifað eru kratakonur í Sví-
þjóð að gefa út bók um árangurinn af
tengslanetum kvenna. Þannig eru konur úr
bæjafélaginu Jarfalla að leggja undir sig
hverja toppstöðuna á fætur annarri í sænska
stjórnarflokknum eftir að hafa um árabil
stutt við bakið hver á annarri með aðferðum
sem þær hafa sumpart þróað sjálfar, en
sumpart fengið að láni úr vopnabúri valda-
karla.
Ný stjórnmálaumræða
Er glasið hálffullt eða hálftómt? spurði
marxistinn og Gautaborgarprófessorinn i fé-
lagsfræði, Göran Thernborn, á Uppsala-
stefnunni. Hann hefur lengi búið í Hollandi
og gat frætt viðstadda á því að þar hefði
56