Þjóðlíf - 01.04.1989, Blaðsíða 75
BILAR
Torsen mismunadrif.
Torsen drifið var fundið upp til þess að nota það í dráttarvögnum sem drógu risaflug-
vélararnar C5A. Flugherinn var ekki sáttur við það að dráttarvagnarnir spóluðu með
ferlíkin aftan í sér.
Úr furðuheimi drifsins
Skyldi nokkur þjóð í heiminum búa við
eins fjölbreytt úrval bifreiðategunda og vér
íslendingar? Okkur hefur ekki ennþá tekist
að kaupa bfla frá Ástralíu og Kína enda hafa
þær þjóðir ekki útflutning bfla á sinni stefnu-
skrá eftir því sem ég kemst næst. Bílakaup-
menn eru ótrúlega seigir í því að ná í varning
sinn. Þeir hafa teygt sig suður eftir allri Am-
eríku og eru komnir allt suður til Brasilíu. Til
glöggvunar skal hér bent á að það eru einnig
framleiddir bflar í Argentínu.
Þar sem bflaframleiðsla var áður með
þjóðlegum einkennum þá er hún nú orðin
fjölþjóðlegt fyrirbæri. Þeir sem nálgast miðj-
an aldur og eldri muna það að bflar höfðu sín
séreinkenni. Dæmi: franskir bflar voru vél-
arvana, höfðu mjúka og slaglanga fjöðrun og
svo voru þeir öðruvísi en margir bflar t.d. að
því leyti að gírstöngin stóð einhvernveginn
beint út úr mælaborðinu og ekki fyrir séð
hvað gerast myndi ef tekið væri í gripinn.
Bflar voru einnig einskonar vörumerki eða
þjóðartákn.
Hver man ekki franskar spennumyndir í
svart/hvítu með Jean Gabin þar sem kænir
bófaforingjar í rykfrökkum áttust við áþekk-
ar „týpur“, verði laganna og geystust um
götur stórborganna í náttmyrkri og rigningu
á fráum Citroen traction avant. Hver vildi
t.d. ekki sjá aftur tilþrifin í myndinni Rififi
sem seinna varð fyrirmynd margra spennu-
mynda?
Skúli spyrna í fararbroddi
í þessum kvikmyndum var fátt sem líktist
þeim raunveruleika sem við þekktum og
þess vegna lítil hætta á því að þær yrðu fyrir-
mynd að öðru en kannski glæfralegum akstri
en í þann tíð var fátt um Citroen bfla hér í
höndum frískra manna að frátöldu eintakinu
sem Skúli spyrna átti, en Skúli hefur verið
um langa hríð bifreiðaeftirlitsmaður svo það
er ekki viðeigandi að rifja upp þær sögur.
Það má skoða fleiri dæmi, stóru krómslegnu
drekana frá U.S.A., veikbyggða en sprett-
harða ítalska bfla, klossaða enska bfla sem
voru erfiðir í viðgerðum, sterkbyggða ein-
falda sænska bfla og svo mætti lengi telja, en
að margra mati var eins og þjóðarsál við-
komandi framleiðslulanda birtist í bflunum
sem þau smíðuðu. Þá fóru japönsku bflarnir
að birtast.
Framhjóladrif í gömlum
glœpamyndum og aðskiljanleg
náttúra drifknúinna bifreiða.
Þekking skrásetjarans á Japan, fólkinu
sem þar býr og menningu þess er ekki nægi-
leg til þess að slá því föstu hvort bflarnir
þeirra lýsi þjóðarsálinni. Einhvernveginn er
það svo að manni finnst hugmyndafræðin á
bak við þetta allt saman hafa breyst þannig
að hún komi ekki lengur úr þjóðarsálinni
heldur úr hugum þeirra sem hugsa óháð
landamærum og gömlum gildum.
Eftir þessari pípu dansa nú allir þeir sem
bfla framleiða og ekki nokkur lifandi leið að
geta sér til um uppruna bfls á gerð hans og
einkennum. Margir kannast við bflana frá
Ford og GM sem framleiddir eru með sama
útliti í fjölda landa austan hafs og vestan.
Ekki er hjá því komist í þessu sambandi að
upplýsa þá skoðun margra að þrátt fyrir al-
þjóðlegt yfirbragð leynist,, karakter" fram-
leiðslulandsins undir skinni bflanna sem síð-
an birtist okkur í t.d. áræðanleika í langvar-
andi kuldum og hugsanlega endingu (það
síðasttalda er kannski hégómi á tímum ein-
nota hluta).
Mismunadrif
Svo vikið sé aftur að Citroen bílunum sem
fyrr voru nefndir þá komu þeir fyrst fram
árið 1934. Bæði útlit þeirra og gerð öll braut
blað í bflaframleiðslu. Þeir voru með fram-
drifi sem er óbreytt í grundvallaratriðum enn
í dag og notað er í öllum bflum, þá voru þeir
ekki með grind heldur með sjálfberandi yfir-
byggingu og þannig eru nánast allir fólksbfl-
ar í dag. Fleira má telja, svo sem stangafjöðr-
un sem margir nota nú og hefur þá kosti að
taka lítið rými miðað við gorma eða blað-
fjaðrir. Fleira mætti telja, en aksturseigin-
leikar þessara bfla voru best sannaðir í kvik-
myndunum eins og fyrr var nefnt.
Agæti framdrifsbfla t.d. í snjóakstri
þekkja flestir, en það helgast m.a. af því að
allur þungi vélarinnar og aflrásarinnar hvflir
á framhjólunum sem jafnframt eru þá drif-
hjól bflsins. Því má skjóta hér inn að ef sett er
sama farg og nemur þyngd vélarinnar aftur í
bfl með afturhjóladrifi hlýtur akstursgetan í
snjóakstri að skána til muna. Það liggur í
augum uppi að ef hægt er að sameina kosti
framdrifs og afturdrifs í drifi allra hjóla þá er
það besti kosturinn. í slíkum bfl sem fer um
þar sem viðspyrna er léleg gerist fátt sögulegt
annað en það að svo lengi sem þrjú hjól hafa
sæmilegt grip er komist úr sporunum.
75