Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 27
diiiiiiiiiingdong
Í 30 ár hefur EISA, European Imaging and Sound Association, veitt verðlaun fyrir það sem
staðið hefur upp úr í hljóð og mynd á árinu. Verðlaunin fyrir hljóð fá dönsku snillingarnir
hjá Dali fyrir Epicon8gólfhátalarana sem eru 1,30 metrar á hæð og vega 50 kíló stykkið
og með tíðnisvið frá 35 í 30.000. Verðlaunagripurinn fyrir heyrnartólin er SEnnHEISEr
HD700; með tíðnisvið frá 10 í 42.000. Það sem er nýtt við þessi heyrnartól er loftflæðið.
Það truflar ekki en gefur betri hljóm, dýpri bassa og meiri upplifun. Þeir hjá Sennheiser
mæla með því að hlustað sé á tónlistina úr hátölurunum með lokuð augu; til að fullkomna
tónlistarveisluna. Þannnig að akstur ogHD700fara líklega illa saman.
jehíííííí
Það er ekki bara að krónan féll í október 2008, síðan
þá hafa stjórnvöld hækkað mjög álögur á stærri bíla,
jeppa. Nú er svo komið að aðeins brot af seldum
bílum í lýðveldinu er fjórhjóladrifið. Aðra sögu er að
segja vestan úr Bandaríkjunum þar sem eldsneyti
kostar um þriðjung þess sem það kostar hjá okk ur
Evrópubúum. MotorTrend valdi á dögunum jeppa
ársins 2013. Ellefu nýir jeppar komust í úrslit; Acura
rDX, Audi Allroad, FordEscape, Honda CR-
V, HyundaiSantaFe, InfinitijX, MazdaCX5,
MercedesBenzGL, MercedesBenzGLk, nissan
Pathfinder og SubaruXV. Sigurvegarinn var nýupp
færður MErCEDESBEnzGL.
lalalala lala
Tímaritið Rolling Stone hefur síðan í bítlaæðinu fjallað um dægurtónlist og gert
það vel. Árlega velur það bestu plötur og lög ársins. Nýlega kom 2012listinn út
með skemmtilegri blöndu af nýjum og gömlum listamönnum. Besta plata ársins
er 17. plata BruceSpringsteens,TheWreckingBall. Í öðru sæti er diskur eftir
kornungan breskan strák, Frank Ocean. Diskurinn heitir Channel Orange. Þetta
er óvenjuleg plata og frábær. Í þriðja sæti er Blunderbuss með jackWhite. Þetta
er hans fyrsta sólóskífa og tekin upp í höfuðstað kantrýtónlistarinnar, Nashville.
Númer fjögur er kóngurinn Bob Dylan. Þetta er hans 35. plata á ferlinum og
hans besta á öldinni. Þetta meistarastykki Dylans heitir Tempest. Fimmti besti
hljóm diskur síðasta árs er frá söngkonunni FionuApple. Nafn skífunnar er stutt
og snaggaralegt: The Idler Wheel Is Wiser Than the Driver of the Screw and
Whipping Cords Will Serve You More Than Ropes Will Ever Do. Lag ársins hjá
tímaritinu er HOLDOnMEðALABAMASHAkES frá Aþenu í Alabama.
Psy er með lagið í
25. sæti, hvaða lag
er það?