Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við skiptadeild Há skólans í Reykja
vík, segir að erfitt sé að velja
eina markaðsherferð sem hafi
staðið upp úr á árinu en minnist
þó fyrst á markaðsherferð
Geysis. Hann segir að fyrirtækið
hafi skapað sér mjög sterka
ímynd miðað við að ekki er um
stórfyrirtæki að ræða.
„Geysir er áberandi og stað
fast í sínum samþættu markaðs
samskiptum. Það er allt mjög
fagmannlega unnið – hvort
sem það er auglýsing í útvarpi,
prent miðlum, á netinu eða t.d.
uppstillingar í Geysisversl
ununum. Gildin eins og ég skil
þau eru: Íslensk gæðavara og
smáfortíðarfíkn. Þá skiptir ekki
máli hvort um sé að ræða mark
póstinn sem hefur verið afar
smekklegt tímarit sem gefið er út
á vegum verslunarinnar. Gerður
G. Bjarklind, fyrrverandi þula hjá
Ríkisútvarpinu, les auglýsing
arnar í útvarpi og það höfðar
mjög vel inn á nostalgíuna.
Þessi ímynd dregur neytendur
að og á bak við hana er sterk
verðlagning og sterkt vörumerki.
Helst að fyrirtækið ætti að vinna
meira með mannlega þáttinn í
upplifuninni inni í verslununum
sjálfum.“
Valdimar nefnir líka Icelandair
sem sterkt markaðsfyrirtæki.
Hann tekur fram að hann sé
ekki óhlutdrægur þar sem hann
hefur unnið mikið fyrir fyrir tæk ið.
„Þarna er á ferð stórt og stæði
l egt fyrirtæki sem varð 75 ára
á árinu. Í tilefni af því var náð í
nýjar og sterkari snertingar við
neytendur með opnun Ice land
air kaffihúss við Lækjartorg
ásamt herferð þar sem traust
og mikilvægi fyrirtækisins var
undir strikað með tilvitnun í það
að fyrirtækið hefði flutt inn allar
helstu stórstjörnurnar til Íslands
í gegnum tíðina. Einnig hefur
Ice landairhótelunum gengið
afar vel og hægt að sjá margar
skemmtilegar pælingar þar. Þar
er unnið kerfisbundið í eftir
spurn arstjórnun með því að
leggja áherslu á markaðssetn
ingu yfir vetrartímann og einnig
fá barþjónar á Hotel Marina að
leika sér aðeins á skemmtilegan
hátt í viðmóti við kúnnann.“
Markaðsherferð Geysis
dR. vAldImAR SIGuRðSSon
– dósent við við skiptadeild HR
MARKAÐS-
HERFERÐIN
skoðun
Þau Hafa oRðið
Sigurður B. Stefánsson segir að allt bendi til þess að árið 2012 verði gott ár á alþjóðlegum
hluta bréfamarkaði. Hann bendir
á að heimsvísitala hlutabréfa
hafi hækkað frá áramótum um
12% þegar ein vika var liðin af
desember.
„Hlutabréf í Evrópu hafa
hækk að um tæp 14%, hækkun
á Wall Street er um 12% en í
Asíu aðeins minni eða liðlega
10%. Einna athyglisverðust er
28% hækkun DAXvísitölunnar
í Frankfurt á árinu 2012, að
vísu eftir mikla lækkun á árinu
2011. Bendir þessi góði árangur
til þess að fjárfestar hafi fulla
trú á Þýskalandi sem eimreið í
Evrópu búskapnum.“
Sigurður segir að allt árið
2011 og fyrri hluta þessa árs
hafi Wall Street verið leiðandi á
alþjóðlegum hlutabréfamarkaði;
hækkun þar var meiri en í öðrum
heimshlutum. „Breyting varð
á hlutfallslegum styrk um mitt
árið og á síðari hluta þess hefur
orðið minni hækkun á Wall Street
en í Asíu og í Evrópu. Hækkun
í Japan er 12% til annarrar viku
í desember svo að dæmi sé
tekið og á Indlandi hafa hluta
bréf hækkað um 25%. Kína er
eftirbátur stórveldanna í Asíu og
hafa hlutabréf lækkað þar nær
samfellt frá ágúst árið 2009, þar
af um 6% á árinu 2012.
Á árinu 2013 blasir við ný
og spennandi staða á hluta
bréfamarkaði. Ýmsar af helstu
stórvísitölum, þar á meðal DAX
í Frankfurt og S&P 500 á Wall
Street, eiga aðeins 5 til 10%
eftir að allra tíma hágildi, þ.e.
toppunum frá vorinu 2000 og
haustinu 2007 en þeir eru ámóta
háir. Á árinu 2013 kemur líklega
í ljós hvort hlutabréf brjótast
upp og mynda ný allra tíma
hágildi – eða hvort framvindan
verður eins og árin 2000 til 2002
og 2007 til 2008 þegar hluta
bréf féllu í verði um marga tugi
prósenta.“
Gott ár á alþjóðlegum
hlutabréfamarkaði
SIGuRðuR B. STeFÁnSSon
– sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans
ERLEND
HLUTABRÉF
Dow JoNES MEðALtAL SÍðuStu tÓLF MÁNuði.