Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 96
96 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
É
g vel bókina Starfs
mannaval eftir dr.
Ástu Bjarnadóttur
sem bók ársins. Að
mínu mati ættu allir
sem koma að ráðningum og vali
á starfsmönnum með einum eða
öðrum hætti að lesa þessa bók.
Bókaárið 2012 í Frjálsri
versl un hefur að vanda verið
fjölbreytt og bækurnar sem ég
hef fjallað um tekið á rekstri,
stjórnun og leiðtogaþróun á
breiðu sviði. Það er ánægjulegt
hve margar íslenskar bækur eru
á bókalista ársins en mikil gróska
hefur verið í útgáfu íslenskra
handbóka fyrir stjórnendur.
starfsmannaval
Eitt af hlutverkum leiðtoga er
oft á tíðum val starfsmanna. Í
bókinni Starfsmannaval fjallar
dr. Ásta Bjarnadóttir um þessa
hlið leiðtogahlutverksins af
miklu innsæi og dýpt. Bókin er
endurbætt útgáfa samnefndrar
bókar höfundar sem út kom
árið 1996. Óhætt er að segja
að hér sé á ferðinni skyldulesn
ing allra þeirra sem þurfa að
ráða starfsmenn, hvort sem er
í stærri fyrirtækjum eða minni.
Þau stærri styðja stjórnendur
gjarnan í gegnum ráðningar
ferlið en engu að síður er afar
mikilvægt fyrir stjórnendur að
þekkja vel hvaða hættur leynast
í ferlinu, hvað ber að varast og
hvaða vinnubrögð eru vænleg
ust til að skila árangri. Bókin
tekur á öllum þeim þáttum sem
skipta máli og er skyldulesning
allra stjórnenda. Með því að
fylgja því vinnulagi sem höf
undur setur fram í bókinni má
staðhæfa að líkurnar á því að
rétti maðurinn sé ráðinn aukist
og þannig fækki kostnaðarsöm
um mistökum við ráðningar.
Bókin er ein af þessum bókum
sem hafa mikið hagnýtt gildi
og hún er öflug verkfæra kista
fyrir stjórnandann. Henni fylgja
gátlistar og eyðublöð sem auð
velda stjórnendum ráðningu
starfsmanna til mikilla muna.
Ekki láta þessa framhjá þér fara!
allur sannleikurinn um
leiðtogann
Árið hófst á yfirgripsmiklu yfirliti
um leiðtogann í bók Sigurðar
Ragnarssonar Forysta og
sam skipti. Í bókinni er að finna
vand aða umfjöllun um leið toga
hlutverkið. Sá skilningur sem við
leggjum í þetta títt nefnda hugtak
er oft á tíðum mjög misjafn og
byggður á mis munandi reynslu
og þekkingu. Leiðtogahlutverkið
er einnig brennipunktur fjöl
margra stjórn unar kenninga þar
sem árangursrík stjórnun tengist
gjarn an leiðtogahlutverkinu
sterk um böndum. Höfundi tekst
með mikilli natni að koma inn á
mikinn fjölda kenninga. Það má
því segja að einn kosta bókar
innar sé sá að hún inniheldur
yfirgripsmikið og vandað yfirlit
yfir helstu stjórnunarkenningar
dagsins í dag. Þetta gerir hana
að afar góðu uppsláttarriti fyrir
þá sem vilja kynna sér helstu
kenningar um leiðtogafræði og
efla sig í hlutverkinu eða búa
sig undir að takast á við það.
Einnig kemur höfundur inn á
nýlegar rannsóknir sem málinu
tengjast og sýnir svo ekki verð
ur um villst þá sérfræðiþekk ingu
sem hann hefur á efninu og
þeim fjölmörgu þáttum sem því
tengjast en Sigurður er að skipa
sér í flokk helstu sérfræðinga
landsins í leiðtogafræðum.
Samskiptafærni–mikilvæg
asta færni stjórnandans
Það er sama hvað leiðtoginn
hefur lært af stjórnunarkenn
ingum og aðferðum við að ná
árangri; hann á lítinn möguleika
á að ná árangri búi hann ekki
yfir færni í samskiptum. Bók
þeirra Hauks Inga Jónssonar
og Helga Þórs Ingasonar,
Samskiptafærni, samskipti,
hóp ar og teymisvinna, fjallar
um þennan mikilvægasta hæfn
is þátt stjórnandans. Bókin er
ein fjögurra bóka í ritröð þeirra
félaga um efni sem tengjast
Unnur Valborg Hilmarsdóttir velur hér stjórnunarbók ársins úr hópi þeirra
bóka sem hún hefur fjallað um á árinu. Bókin Starfsmannaval eftir
dr. Ástu Bjarnadóttur er að hennar mati bók árins 2012.
TexTi: unnur VAlBorG HilMArsdóTTir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
stjórnendaþjálfari hjá Vendum
Forysta og samskipti
eftir Sigurð Ragnars
son er afar gott
upp sláttarrit fyrir
þá sem vilja kynna
sér helstu kenningar
um leiðtogafræði og
efla sig í hlutverk inu
eða búa sig und ir
að takast á við það.
Einnig kemur höf
undur inn á gagn
legar nýlegar rann
sóknir.
bók ársins
Starfsmannaval er bók ársins