Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 100
100 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
RARIK er opinbert hlutafélag sem tók til starfa 2006 og tók við starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi 1947.
Vel rekið orkufyrirtæki
með jákvæða ímynd
Tryggvi Þ. Haraldsson er
forstjóri RARIK.
Hvaða árangur fyrirtækis þíns
ert þú ánægðastur með á árinu?
„Við stofnun RARIK ohf.
var fyrirtækinu búinn ágætur
efnahagur, en við urðum fyrir
áfalli eins og önnur fyrirtæki í
hruninu. Ég er því ánægðastur
með að fyrirtækið sé nú á árinu
2012 komið í þá stöðu að hafa
bæði góðan aðgang að fjármagni
og getu til að sinna stækkun
dreifikerfisins, styrkingu þess
og nauðsynlegri endurnýjun,
ásamt því að geta tekist á við
áföll eins og fyrirtækið fékk
á dreifikerfi sitt nú í haust í
óveðrinu á Norðurlandi. Það
var ánægjulegt að fylgjast með
hvernig starfsmönnum RARIK
tókst við erfiðar aðstæður að
koma rafmagni á og lagfæra
dreifi kerfið í kjölfar mesta tjóns
sem við höfum orðið fyrir í 17 ár.
Önnur stór verkefni eins og
lagning nýrrar hitaveitulagnar
til Blönduóss og mörg smærri
verkefni gengu einnig vel á
árinu. Þá varð sú ánægju-
lega þróun að viðskiptavinir
okkar í uppsjávargeiranum á
Austurlandi ákváðu að breyta
orkunotkun í bræðslum úr olíu
yfir í rafmagn. Það er nú vel á
veg komið og er ánægjulegt að
taka þátt í því. Til að gefa hug-
mynd um umfangið hefur verið
áætlað að olíunotkun upp sjáv-
ar fyrirtækja á Austurlandi,
muni minnka við rafvæðingu
í bræðslunum sem samsvari
því að um 25.000 heimilisbílar
hætti að nota olíu eða bensín.
Það munar um minna.“
Ágætt fjárhagslegt jafnvægi
Hvernig metur þú horfurnar á
næsta ári?
„Ég met horfur í rekstri RARIK
góðar á næsta ári. Við bárum
gæfu til að takast strax á við
þann vanda sem við blasti í
kjöl far hrunsins og stóðu stjórn
og starfsmenn þar þétt saman.
Fyrirtækið er því í ágætu fjár-
hags legu jafnvægi, eins og
nauð synlegt er til að sinna
skyld um sínum og takast á við
áföll í rekstrinum. Ég hef hins
vegar áhyggjur af því að í ná-
inni framtíð muni verðmunur
á dreifikostnaði raforku aukast
enn milli þéttbýlis og dreifbýlis
hjá RARIK, en hann er umtals-
verður nú þegar. Í ársbyrjun
munum við hækka gjaldskrá
okkar í dreifbýli, sem nær til
hinna dreifðu byggða, sveit-
anna, en ekki til þéttbýlisstaða
á landsbyggðinni. Dreifikerfið
í sveitum er tíu til tuttugu
sinnum stærra en í þéttbýlinu
og heldur minni orka fer þar
í gegn. Þar af leiðandi þyrfti
verðið í sveitunum að vera
verulega hærra en nú er. Við
höfum lengi vonast eftir því
að ákvörðun verði tekin af
stjórnvöldum um að jafna
þenn an verðmun betur en nú
er gert með auknu framlagi á
fjárlögum eins og heimilt er
samkvæmt lögum. Fjármunir
til þess hafa því miður farið
minnkandi að raungildi á
und an förnum árum.“
Áhersla á arðbæran rekstur
dótturfélaga
Hver er stefnumótun RARIK?
„RARIK er opinbert hluta-
félag sem tók til starfa 2006 og
tók við starfsemi Rafmagns-
veitna ríkisins, sem hófu
starfsemi 1947. Fyrirtækið sam-
anstendur af móðurfé laginu
RARIK og dótturfélög unum
Orkusölunni ehf., RARIK
orkuþróun ehf. og Ljós- og
gagnaleiðara ehf. Orkusalan,
sem er stærst dótturfélaganna,
sinnir raforkuframleiðslu og
sölu. Hún er með næstmestu
markaðshlutdeild í almennri
raforkusölu á Íslandi í dag.
Móðurfélagið er með lang -
stærsta raforkudreifikerfi lands-
ins og rekur auk þess nokkrar
hita veitur.
Stefna RARIK er að veita sem
besta þjónustu með þarfir og
óskir viðskiptavina að leiðar-
ljósi. Einnig að RARIK sé vel
rekið einkaleyfisfyrirtæki í
veit urekstri, hafi jákvæða
ímynd á markaðnum og nýti
þekk ingu starfsfólks. Fyrir-
tækið sé áhugaverður vinnu-
staður með jákvæðum starfs-
anda og hafi ávallt á að skipa
hæfu starfsfólki. Einnig leggur
fyrirtækið áherslu á arðbæran
rekstur dótturfélaga.“
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 12 milljarðar fjöldi starfsmanna í samstæðunni: Tvö hundruð og einn forstjóri: Tryggvi Þ. Haraldsson
stjórnarformaður: Árni Steinar Jóhannsson stefnan: „RARIK sé vel rekið orkufyrirtæki, hafi jákvæða ímynd, nýti þekkingu starfsfólks
og starfi í sátt við umhverfið“
TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson
uM áraMót
RARIK