Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 83
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 83
„Við erum ákaflega
stolt af þessu sjálf
sprottna forvarn
ar framtaki okkar
fólks,“ segir Sigrún Ragna
fjöl breyttu innra starfi til að efla
forvarnir á vinnustaðnum en
einnig utan hans. Þar má nefna
gangbrautarvörslu við skóla
sem starfsmenn skipulögðu
fyrir skemmstu og skiptu með
sér marga myrka morgna bæði
í Reykjavík og úti á landi. Um
leið og rætt var við börnin um
nauðsyn þess að vera vel sýni-
legur í skammdeginu fengu
þau sem þurftu endurskins-
merki.
„Við erum ákaflega stolt af
þessu sjálfsprottna forvarnar-
framtaki okkar fólks,“ segir
Sigrún Ragna og bætir við að
þetta hafi fallið mjög vel að átaki
fyrirtækisins í haust þar sem
fjölda húfa með endurskini hafi
verið dreift til viðskiptavina
með F plús-tryggingu. „Miðað
við upplagið lætur nærri að
þriðja hvert barn og unglingur
á aldrinum 4-16 ára skarti þess-
ari höfuðprýði.“
verðlaunaður vinnustaður
Í starfsmannastefnu VÍS er
lögð rík áhersla á starfsánægju
og góðan aðbúnað starfs-
manna, jafnrétti, fræðslu og
starfsþróun. Í framkvæmda-
stjórn eru þrjár konur og fjórir
karlar og í stjórn fyrirtækisins
sitja þrír karlar og tvær konur.
„Við leggjum upp úr að starfs-
menn fái viðeigandi fræðslu og
endurmenntun hverju sinni.
Nokkur fjöldi sækir trygg-
inga skólann ár hvert sem og
nám skeið hjá Dale Carnegie.
Í því sambandi má nefna að
við fengum í haust „Dale
Carnegie Leadership Award“-
viðurkenn inguna sem veitt er
fyrirtækjum sem skara fram úr
í starfsþróun. Allt þetta skilar
sínu því undanfarin ár hefur
starfsánægja mælst gríðarlega
mikil í starfsmannakönnunum
sem Capacent framkvæmir
fyrir VÍS. Það er áskorun að
viðhalda því og gera enn betur.
Innan VÍS starfar Græni herinn
og stuðlar að umhverfisvernd
með margvíslegum hætti. Til
að mynda flokka starfsmenn
rækilega allt sorp í þar til gerð
ílát og markvisst er dregið úr
notkun pappírs. En það má
alltaf gera betur og nú vinna
starfsmenn að gerð siðareglna
sem innleiddar verða í byrjun
næsta árs.“
viðskiptavinir í öndvegi
VÍS státar af þéttriðnu þjón-
ustu neti með yfir fjörutíu
þjón ustuskrifstofum vítt og
breitt um landið. Jafnframt vex
rafræn þjónusta með ári hverju.
Nýverið var netspjall tekið í
gagnið þar sem viðskiptavinur
spjallar við þjónustufulltrúa í
gegnum tölvu. Á Mínum síðum
á vef VÍS eru allar upplýsingar
um tryggingar viðkomandi
aðgengilegar á einum stað.
„VÍS er traust fyrirtæki sem
stendur á góðum grunni með
mikinn fjárhagslegan styrk og
markaðshlutdeild um 35%.
Við höfum byggt upp farsælt
langtímasamband við viðskipta-
vini sem við leggjum rækt við
að halda, til að mynda með
því að starfa í samræmi við sex
metnaðarfull þjónustuloforð
sem við höfum sett okkur. Við
einblínum nú á kjarnastarfsem-
ina enda tel ég að það fari best
á því að hver og einn einbeiti
sér að því sem hann er færastur
í. Þannig liggur leiðin upp á við
fyrir land og þjóð.“
Framkvæmdastjórn VÍS. Agnar Óskarsson, Auður Björk Guðmundsdóttir, Þorvaldur Jacobsen, Anna Rós Ívarsdóttir, Friðrik Bragason, Guðmar
Guðmundsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.