Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 89
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 89
félagsins um 700. „Stjórnendur
N1 vita að starfsfólkið er grunn-
urinn að velgengni félagsins
og að mikilvægt er að byggja
upp öfluga liðsheild þar sem
reynsla, þekking og hæfni fara
saman.“
Þrír karlar og tvær konur eru
í stjórn N1 og er formaðurinn
kona. „Öll eru þau þaulreynd
í rekstri fyrirtækja og hafa
góð an skilning á því hvernig
hyggilegt er fyrir stjórn að haga
störfum sínum, eigendum og
félaginu sjálfu til heilla.
N1 leitast við að gæta fyllsta
jafnréttis milli kvenna og karla
í hvívetna. Markmiðið er að
hver starfsmaður sé metinn að
verðleikum en ekki á grund-
velli kynferðis.“
Þess má geta að í hópi næst-
ráðanda forstjóra eru tvær
konur og þrír karlar.
lágmarkar umhverfisáhrif
Hvað varðar samfélagslega
ábyrgð fyrirtækisins segir
Egg ert að N1 leggi áherslu á að
vera ábyrgur þjóðfélagsþegn og
starfi eftir lögum, reglum, sann-
girni og góðum starfsháttum.
„Félagið styrkir eftir megni góð
málefni, einkum íþróttastarf og
aðrar forvarnir.“
Eggert segir að N1 hafi ábyrga
umhverfisstefnu og skuld-
bindi sig til að vinna með
mark vissum aðgerðum að því
að lágmarka umhverfisáhrif
starfseminnar. „Þetta gerum við
m.a. með því að selja umhverf-
isvæna orkugjafa og vörur
og vinna markvisst að auknu
framboði á þeim. Einnig notum
við bestu fáanlegu mengunar-
varnir við endurnýjun og
viðhald búnaðar og vinnum
markvisst að fræðslu og þjálfun
starfsmanna til að koma í veg
fyrir óhöpp af völdum starf-
seminnar.“
Þekking starfsfólks
Forstjórinn er spurður hvers
vegna viðskiptavinir ættu að
velja N1. „Ég hef um árabil
verið tryggur viðskiptavinur
N1, bæði sem einstaklingur
og sem forstjóri hjá einum af
stærstu viðskiptavinum félags-
ins, HB Granda. Sem einstakl-
ingur kunni ég mjög vel að
meta útbreiðslu þjónustukerf-
isins sem og gæði og framboð
veitinga, matvara og annars
varnings sem maður þarf á að
halda á ferðum um landið og
innanbæjar. Frábær þjónusta
vingjarnlegs starfsfólks gerði
sitt til að halda manni sem
tryggum viðskiptavini.
Stjórnendur fyrirtækja meta
mikils þekkingu starfsfólks N1
og vilja þeirra og getu til að
liðsinna viðskiptavinunum við
vöruval og -notkun. Í krefj-
andi rekstrarumhverfi, t.d. hjá
útgerðarfélögum, er lykilatriði
að ekkert fari úrskeiðis en
einnig að reksturinn sé eins
hagkvæmur og mögulegt er.
Þá þarf verðið að vera sam-
keppnishæft. Allt þetta hefur
N1 upp á að bjóða og það er
m.a. þetta sem við treystum
að viðskiptavinir okkar kunni
áfram að meta.“
„Þetta gerum við
m.a. með því að
selja umhverfi svæna
orku gjafa og vörur
og vinna markvisst
að auknu framboði á
þeim.“
Frá vinstri: Kolbeinn Finnsson starfsmannastjóri, ingunn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Eggert Þór Kristófersson fjármálastjóri,
Katrín Guðjónsdóttir markaðsstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri. Á myndina vantar Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóra
fyrirtækjasviðs.