Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 99
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 99
virkan þátt í mótun nýrrar
stefnu og áhersla var lögð á
að byggja á grunnstoð félags-
ins; flutningastarfseminni.
Afrakst ur þeirrar vinnu var sá
að félagið mun einbeita sér að
flutn ingastarfsemi á Norður-Atl-
antshafi, allt frá Nýfundnalandi
til Norður-Noregs, og áfram
verður unnið að uppbygg-
ingu frystiflutningsmiðlunar
á mörkuðum utan Norður-
Atl antshafs. Ný framtíðarsýn
Eimskips er því að vera
leiðandi flutningafyrirtæki
sem veitir alhliða flutninga-
þjónustu, byggða á áreiðanlegu
og skilvirku framleiðslukerfi á
Norður-Atlantshafi og alþjóð-
legri frystiflutningsmiðlun með
framúrskarandi þjónustu að
leiðarljósi.“
ný flutningaleið og aukin
flutningsgeta
Hvaða nýjar vörutegundir og
vörulínur komu fram á árinu?
„Eimskip kynnti til sögunn ar
nýja flutningaleið frá Norð-
ur-Noregi til Norður-Ameríku
sem hefur verið vel tekið af
markaðnum en við þá breyt-
ingu jók Eimskip einnig
flutningsgetu sína til og frá
Bandaríkjunum og Kanada í
þjónustu við Ísland. Einnig
kynnti Eimskip-Flytjandi nýj-
ungar í meðferð á ferskum
fiski með opnun Klettakælis
við Sundahöfn þar sem tekið
er við ferskum fiski, víðs vegar
að af landinu, og boðið upp á
dreifi ngu og aðra þjónustu. Við
höfum líka verið að efla þjón-
ustu stigið á mörkuðum okkar og
gera það skilvirkara, m.a. með
bein tengingu við viðskiptavini
okkar í gegnum þjónustuvefinn
ePort og tölvukerfin okkar.“
Árangur, samstarf og traust
Hver er stefna Eimskips varð-
andi samfélagslega ábyrgð?
„Við gerum okkur ljóst að
ábyrgð okkar nær til alls sam -
félagsins og umhverfisins. Við
gætum þess að ákvarðanir
okkar og starfsemi fyrirtækisins
endurspegli ætíð þá ábyrgð.
Eimskip er stór vinnustaður
með starfsemi um allan heim.
Fyrirtækið hefur verið mikil-
vægur hlekkur í atvinnulífi
Íslendinga í tæp hundrað
ár með flutningastarfsemi á
ýmsum sviðum og mun áfram
leitast við að leggja samfélag-
inu lið á ýmsan hátt.“
Hefur fyrirtækið komið sér
upp ákveðnu gildismati til að
starfa eftir?
„Starfsmenn Eimskips vinna
eftir skýrum gildum, sem eru:
Árangur, samstarf og traust
í samskiptum sín á milli, við
viðskiptavini, samfélagið og
hluthafa félagsins.
Við leggjum áherslu á að
fylgja ávallt gildandi lögum og
reglum og almennu siðferðis-
viðmiði í viðskiptum, auk þess
að fara eftir þeim reglum sem
fyrirtækið setur frá einum tíma
til annars. Við höfum það jafn-
framt að leiðarljósi að stunda
heilbrigða viðskiptahætti.
Við sýnum hvert öðru gagn -
kvæma virðingu og kom um í
veg fyrir að hjá Eimskip við -
gangist hvers konar órétt læti.“
Hver er umhverfisstefna
félagsins?
„Eimskip ber virðingu fyrir
umhverfi sínu og leitast við að
lágmarka skaðsemi rekstrarins
á lífríki og umhverfi.
Umhverfi s vernd og -vitund
endurspegl ast í rekstri fyrir-
tækisins, stjórnun og daglegum
störfum starfsmanna. Eimskip
leitast við að sýna frumkvæði
og verða fyrirmynd hvað
varðar nýjungar sem leitt geta
til betra umhverfis.“
„Vinna við skrán
ingu Eimskipafélgs
ins á hlutabréfa
markað gekk vel og
viðtökur fjárfesta
voru mjög ánægju
legar og endur
spegluðust í um
frameftirspurn eftir
hlutabréfum.“
Guðmundur J. Kristófersson, verkstjóri með 50 ára starfsferil hjá félaginu, Steinar Magnússon, skipstjóri með tæplega 50 ára starfsaldur hjá félag-
inu, Gylfi Sigfússon forstjóri, Lára Konráðsdóttir, forstöðumaður Eimskips í Noregi, og Halldóra Bragadóttir verkefnastjóri með tæplega 39 ára
starfsaldur hjá félaginu.