Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 127

Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 127
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 127 dæminu. Þetta virkaði mjög undar lega á mig og því fór ég að leita heimilda utan námsins. Þá fann ég fyrsta milljónamæring­ inn, sem ég tók viðtal við. – Var erfitt að finna hann? Já, ég þekkti enga milljóna­ mær inga og ég var eiginlega bara krakki. Mig minnir að ég hafi verið nítján ára. Ég komst líka fljótt að því að milljónamær­ ingar vilja ógjarnan tala um auðæfi sín. Flestir auðmenn eru andstæða Donalds Trumps. Þeir vilja fá að vera í friði með sitt því þeir vita að um leið og auður þeirra spyrst út verða þeir fyrir ásókn fólks og fjölmiðla. Þeir vilja vinna í kyrrþey og án þess að vekja athygli. Það varð að samkomulagi okk­ ar að ég gæfi aldrei upp nöfn viðmælenda minna nema þeir veittu til þess heimild. Mjög fáir hafa veitt slíka heimild. – Komstu auga á eitthvað sam eiginlegt með þeim sem þú ræddir við? Persónurnar eru mjög ólíkar. Sumir eru innhverfir og aðrir opin skáir. Viðhorf þeirra til pen­ inga virtist hins vegar alltaf það sama. Það var leiðarhnoðað í þessum viðtölum: Viðhorfið til peninga. Allir auðmenn hafa góða reynslu af peningum. Þeir líta á auð sem frelsi en það á ekki við um allt fólk. Sumt fólk hefur neikvæða reynslu af pen­ ingum, hatar peninga og hefur komist í vandræði vegna þeirra. – Á liðnu ári óx auður 13 prósenta bandarísku þjóð­ ar innar – þeirra allra ríkustu – um 1,7 milljarða dollara. Kemur það þér á óvart? Nei, alls ekki. Horfum til þess að alþjóðlegir verðbréfamarkaðir hafa á allra síðustu árum vaxið um 18 prósent. Flestir Banda­ ríkjamenn reyna hins vegar að ávaxta fé sitt í húsnæðislánum og á bankareikningum. Hinir ríku veðja á alþjóðlega markaði. Þar er núna besta ávöxtunin. En þeir eru líka í þeirri góðu stöðu að geta tekið áhættu og þola að tapa. – Hefjast menn frá fátækt til auðlegðar vegna þess að þeir leggja harðar að sér en aðrir? Flestir halda að heppni ráði mestu. Margir telja líka að auð ­ urinn sé ekki vel fenginn og ekki með vinnusemi eða viðskipta­ viti. Það er ekki á rökum reist. Auð vitað eru til skúrkar meðal hinna ríku en skúrkarnir eru ekki fleiri í hópi ríkra en fátækra. Óheiðar leiki er ekki ávísun á auð. Því er það merkilegt að ríkt fólk er fyrirlitinn hópur. Ríkt fólk nýtur ekki sannmælis, jafnvel ekki í ríkustu löndum heims. Það er sorglegt. Við eigum að hampa þessu fólki. Það er tilhneiging til að sýna því óvirð­ ingu, sem mér finnst bara bilun. Er hægt að breyta viðhorfinu til auðmanna? Ég vona það. Það er auðvelt að hafa þá ríku að skotspæni. Ég vona að með tíð og tíma muni viðhorf landsmanna okkar til auðlegðar breytast því ef viðhorfið til auðhyggju skánar ekki bráðlega erum við veru­ lega við illa stödd. Finnur ríkt fólk fyrir fyrirlitn­ ingu og vill því aðeins umgang ast annað ríkt fólk? Mjög svo. Ég kalla þetta fjölda­ fælni. Auðmenn vilja halda sig í sínum hópi en þeir tala ekki um peninga sín á milli. Þeir þrá að umgangast annað fólk. Margir halda að þessi fjöldafælni stafi af hroka; að auðmenn telji sig betri en aðra. Það er ekki rétt. Auðmenn leita félagsskapar í hópi þar sem þeir sæta ekki misrétti. Auðmenn eru minni­ hluta hópur sem ráðist er á og því reyna þeir að eingangra sig og standa saman. Rithöfundurinn Steve Siebold tók viðtöl við fjölda auðmanna í Bandaríkjunum til að komast að því hvernig svonefndir ofur-auðmenn hugsa. Niðurstöðurnar birti hann í bókinni „How Rrich People think“ eða „Hvernig hugsa þeir ríku?“. „Árið 1984 var ég bláfátækur stúdent en átti mér draum um að verða ríkur. En ég sá ekki að það væri nokkuð í náms­ efni mínu í við­ skiptafræði sem gæfi leiðsögn fyrir tilvon­ andi auðmenn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.