Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 124
124 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
„Mannvit stefnir að því á næstu árum að viðhalda öflugri starfsemi á Íslandi og auka til muna vinnu í erlendum
verkefnum sem eru byggð á reynslu og þekkingu okkar hér heima, til dæmis í orkumálum. Auk þess horfum við til
olíuvinnslu og ýmissa annarra nýrra tækifæra sem framundan eru á norðurslóðum og einnig til aukinnar þátttöku í
verkefnum sem tengjast sjávarútvegi,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits.
Sótt fram í krafti þekkingar
Ég er fyrst og fremst afar ánægður með framgöngu starfsfólks okkar á árinu, bæði
hér heima og erlendis,“ segir
Eyjólfur. „Við höfum lagt meira
á okkur en áður við að kynna
fyrirtækið utan Íslands og þá
til dæmis með aukinni áherslu
á Noreg. Við höfum einnig
undir búið góð jarðhitaverkefni
í Mið-Evrópu og annars staðar
og sjáum fram á að byrja að
upp skera það sem til var sáð á
næsta ári. “
Eyjólfur segir að jafnframt
komi upp í hugann þær viður-
kenningar sem fyrirtækið
hlaut á árinu. „Við fengum
viðurkenningu Vinnueftirlitsins
fyrir framúrskarandi vinnu-
verndarstarf þar sem Mannvit
var tilnefnt fyrir Íslands hönd
til Evrópuverðlauna vegna
starfshátta sinna. Í öðru lagi má
nefna samgönguviðurkenningu
Reykjavíkurborgar sem var
veitt í fyrsta sinn í tengslum við
evrópsku samgönguvikuna í
haust. Í þriðja lagi hlaut Mann-
vit sæmdarheitið fyrirmyndar-
fyrirtæki í stjórnarháttum að
mati Viðskiptaráðs Íslands o.fl.
og síðast en ekki síst valdi VR
Mannvit sem eitt af fyrirmynd ar-
fyrirtækjum ársins 2012.“
Varðandi horfurnar á næsta
ári segir Eyjólfur að þær séu
góðar ef stjórnvöld stilla strengi
sína með atvinnulífinu, skapa
heilbrigð skilyrð til vaxtar og
eyða óþarfa óvissu.
verðum að nýta auðlindirnar
„Verðmætasköpun á Íslandi
hlýtur alltaf að byggjast á því
að nota þær auðlindir sem við
höfum, hvort sem það er orkan
í fallvötnum, orkan í jarðvarma,
fiskurinn í sjónum eða landið
sjálft og það sem það gefur af
sér. Við Íslendingar þurfum að
nýta endurnýjanlegar auðlindir
okkar hratt og vel. Við eigum
að færa okkur í nyt þá arðsemi
sem við fáum út úr nýtingu
auðlinda til að búa til störf
í samfélaginu og til að setja
aukið fjármagn inn í mennta-
kerfið alveg frá grunnskóla upp
í háskóla.“
Eyjólfur segir að umræðan hér
heima um nýtingu orkuauð-
lindanna sé lúxusumræða.
„Ef við horfum til landanna í
kringum okkur þá líta menn
á það sem umhverfismál að
hverfa frá því að kynda með
olíu, gasi eða kolum yfir í að
nýta græna orku til húshitunar
á borð við jarðvarma eða orku
fallvatna. Við tökum slíkum
gæðum sem sjálfsögðum hér
á Íslandi þannig að við færum
víg línu umhverfismála á allt
annan stað – ýtum því til hliðar
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta 2011: 8.757 m. kr. fjöldi starfsmanna: Um 400 forstjóri: Eyjólfur Á. Rafnsson stjórnarformaður: Jón Már Halldórsson
stefnan: „Að veita öfluga þjónustu á sviði verkfræði og tækni með sérstaka áherslu á græna orku og iðnað á Íslandi og annars staðar þar sem
sérhæfð þekking og reynsla Mannvits nýtist.“
TexTi: sVAVA JónsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson
uM áraMót
Mannvit