Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 100

Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 100
100 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 RARIK er opinbert hlutafélag sem tók til starfa 2006 og tók við starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi 1947. Vel rekið orkufyrirtæki með jákvæða ímynd Tryggvi Þ. Haraldsson er forstjóri RARIK. Hvaða árangur fyrirtækis þíns ert þú ánægðastur með á árinu? „Við stofnun RARIK ohf. var fyrirtækinu búinn ágætur efnahagur, en við urðum fyrir áfalli eins og önnur fyrirtæki í hruninu. Ég er því ánægðastur með að fyrirtækið sé nú á árinu 2012 komið í þá stöðu að hafa bæði góðan aðgang að fjármagni og getu til að sinna stækkun dreifikerfisins, styrkingu þess og nauðsynlegri endurnýjun, ásamt því að geta tekist á við áföll eins og fyrirtækið fékk á dreifikerfi sitt nú í haust í óveðrinu á Norðurlandi. Það var ánægjulegt að fylgjast með hvernig starfsmönnum RARIK tókst við erfiðar aðstæður að koma rafmagni á og lagfæra dreifi kerfið í kjölfar mesta tjóns sem við höfum orðið fyrir í 17 ár. Önnur stór verkefni eins og lagning nýrrar hitaveitulagnar til Blönduóss og mörg smærri verkefni gengu einnig vel á árinu. Þá varð sú ánægju- lega þróun að viðskiptavinir okkar í uppsjávargeiranum á Austurlandi ákváðu að breyta orkunotkun í bræðslum úr olíu yfir í rafmagn. Það er nú vel á veg komið og er ánægjulegt að taka þátt í því. Til að gefa hug- mynd um umfangið hefur verið áætlað að olíunotkun upp sjáv- ar fyrirtækja á Austurlandi, muni minnka við rafvæðingu í bræðslunum sem samsvari því að um 25.000 heimilisbílar hætti að nota olíu eða bensín. Það munar um minna.“ Ágætt fjárhagslegt jafnvægi Hvernig metur þú horfurnar á næsta ári? „Ég met horfur í rekstri RARIK góðar á næsta ári. Við bárum gæfu til að takast strax á við þann vanda sem við blasti í kjöl far hrunsins og stóðu stjórn og starfsmenn þar þétt saman. Fyrirtækið er því í ágætu fjár- hags legu jafnvægi, eins og nauð synlegt er til að sinna skyld um sínum og takast á við áföll í rekstrinum. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að í ná- inni framtíð muni verðmunur á dreifikostnaði raforku aukast enn milli þéttbýlis og dreifbýlis hjá RARIK, en hann er umtals- verður nú þegar. Í ársbyrjun munum við hækka gjaldskrá okkar í dreifbýli, sem nær til hinna dreifðu byggða, sveit- anna, en ekki til þéttbýlisstaða á landsbyggðinni. Dreifikerfið í sveitum er tíu til tuttugu sinnum stærra en í þéttbýlinu og heldur minni orka fer þar í gegn. Þar af leiðandi þyrfti verðið í sveitunum að vera verulega hærra en nú er. Við höfum lengi vonast eftir því að ákvörðun verði tekin af stjórnvöldum um að jafna þenn an verðmun betur en nú er gert með auknu framlagi á fjárlögum eins og heimilt er samkvæmt lögum. Fjármunir til þess hafa því miður farið minnkandi að raungildi á und an förnum árum.“ Áhersla á arðbæran rekstur dótturfélaga Hver er stefnumótun RARIK? „RARIK er opinbert hluta- félag sem tók til starfa 2006 og tók við starfsemi Rafmagns- veitna ríkisins, sem hófu starfsemi 1947. Fyrirtækið sam- anstendur af móðurfé laginu RARIK og dótturfélög unum Orkusölunni ehf., RARIK orkuþróun ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. Orkusalan, sem er stærst dótturfélaganna, sinnir raforkuframleiðslu og sölu. Hún er með næstmestu markaðshlutdeild í almennri raforkusölu á Íslandi í dag. Móðurfélagið er með lang - stærsta raforkudreifikerfi lands- ins og rekur auk þess nokkrar hita veitur. Stefna RARIK er að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina að leiðar- ljósi. Einnig að RARIK sé vel rekið einkaleyfisfyrirtæki í veit urekstri, hafi jákvæða ímynd á markaðnum og nýti þekk ingu starfsfólks. Fyrir- tækið sé áhugaverður vinnu- staður með jákvæðum starfs- anda og hafi ávallt á að skipa hæfu starfsfólki. Einnig leggur fyrirtækið áherslu á arðbæran rekstur dótturfélaga.“ Upplýsingar Um fyrirtækið: Velta: 12 milljarðar fjöldi starfsmanna í samstæðunni: Tvö hundruð og einn forstjóri: Tryggvi Þ. Haraldsson stjórnarformaður: Árni Steinar Jóhannsson stefnan: „RARIK sé vel rekið orkufyrirtæki, hafi jákvæða ímynd, nýti þekkingu starfsfólks og starfi í sátt við umhverfið“ TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson uM áraMót RARIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.