Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 12
INNLENT Spilafíkn íslendinga FÍKN ÁN FÍKNIEFNIS Sálfrœðilegi og félagslegi þátturinn í málinu: Oft stutt á milli saklauss gamans og sjúklegrar fíknar. Um 3% einstaklinga eru taldir verða sjúklegri fíkn að bráð. Vaxandi fjöldi kvenna haldinn fíkn. Jakob Smári sálfrœðingur: Fíknin elur á hjálparleysi „Alvarlegustu áhrifin eru að þetta elur á hjálparleysi hjá ungu fólki og þeirri hug- myndafræði að örlög einstaklinga ráðist af heppni en ekki eigin gerðum.“ Þannig kemst Jakob Smári sálfræðingur við Geðdeild Landspítalans að orði er hann var inntur eftir þeim áhrifum sem auking í sölu skyndihappdrætta kann að hafa á fólk hér á landi. á ekki leiða að því líkur að aukin útbreiðsla skyndihappdrætta verði til þess að fleiri en ella missi stjórn á sér og ÞÓRDÍS LILJA JENSDÓTTIR verði spilafíkn að bráð? Veðmál, fjár- hættuspil og happdrætti hafa fylgt mann- inum frá því sögur hófust. Til eru heim- ildir sem sýna að í Egyptalandi hafa veð- mál verið stunduð síðan árið 2000 fyrir Kristsburð. Ekki ófrægari menn en Geor- ge Washington og Fyodor Dostoevsky þjáðust af óstjórnlegri fíkn til þess að leggja peninga undir í spilum. Löngum hefur verið ríkjandi andúð á veðmálum og fjárhættuspilum og þau talin andfélagsleg iðja. „Ásóknin í að leggja peninga undir og freista gæfunnar getur verið allt frá því að vera „krydd í tilveruna" og yfir í að vera stjórnlaus fíkn einstaklinga“ segir Jakob Smári og heldur áfram: „Erfitt er að draga mörkin þar sem hegðunin hættir að vera saklaus og verður sjúkleg. Þó má segja að þegar atferli einstaklingsins er farið að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir hann sjálfan og umhverfi hans þá er litið á það sem sjúklega hegðun.“ Þrátt fyrir að mikið hafi verið fjallað SPILAFÍKN ÍSLENDINGA. BINGÓ! BINGÓ! ingur er fyrir bingó í sjöttu umferð. Vinn- ingur í fimmtu og sjöundu umferð er 25.000 krónur og í þeirri áttundu 10.000 krónur. Níunda umferðin er sú sem allir bíða eftir; þá er spilað um Stóra pottinn sem byrjar í 200.000 krónum en hækkar um 10.000 kr. í hvert sinn sem hann geng- ur ekki út. í kvöld er potturinn 420.000 krónur. í tíundu umferð er spilað um 100.000 kr. og í þeirri elleftu og síðustu um 75% af andvirði seldra miða í þeirri umferð. Oft eru margir um sama vinning- inn og þá kemur ekki mikið í hlut hvers og eins. „Þetta er happdrætti," segir Krist- inn og brosir kankvís. Vinningarnir eru greiddir út með sér- stökum bingópeningum, bréfseðlum sem ekki er skipt fyrr en gestirnir halda heim. Það sparar talsverðan tíma þar sem margir kaupa ný blöð fyrir vinningana. „Við er- um skrefi á undan Seðlabankanum eins og þú sérð,“ segir Kristinn og veifar 10.000 króna bingópeningaseðli. Bingóblöðin eru prentuð erlendis. Að sögn Guðlaugs Sigmundssonar eru vinn- ingslíkur algjörlega tilviljunarkenndar og ekkert í forriti tölvunnar segir til um hlut bingósins. „Sum kvöld töpum við, önnur kvöld tapar fólkið,“ segir hann. „Ég vil samt geta þess að í bingói ganga allir vinn- ingar út, en þannig er því ekki farið hjá öllum happdrættunum." vert bingóblað með þremur reitum kostar 50 kr. og hefur ekki hækkað í verði í sex ár. Sömu sögu er að segja í bingóinu í Templarahöllinni en það er rekið af stjórn Templarahallarinnar. í henni sitja sex fulltrúar þingstúku Reykja- víkur og formaður Stórstúku íslands. Templarahöllin hefur lengi starfrækt bingó þrjú kvöld í viku. Veltubær hefur haft opið tvisvar í viku þar til í sumar en þá var einu kvöldi bætt við. Templararnir hafa jafnframt gætt þess að hafa opið til skiptis þannig að ekki sé samkeppni um bingógesti. Reyndar er hægt að spila bin- gó á hverju kvöldi vikunnar því að Iþrótta- félagið Þróttur rekur bingó í Glæsibæ eina kvöldið sem templararnir sitja heima, þ.e. á þriðjudagskvöldum. Að jafnaði spila um 200 manns bingó í Vinabæ hvert kvöld sem opið er. Fjöldinn getur þó náð allt að 350 manns, allt eftir því hve Stóri potturinn er hár og hvaða tími mánaðarins er. „Það kemur fyrir að Stóri potturinn gengur út kvöld eftir kvöld og þá töpum við auðvitað,“ segir Guðlaugur Sigmunds- son. „Stundum, eins og núna, helst hann inni í margar vikur.“ En hvað er það sem raunverulega dreg- ur fólk hingað? Spilafíkn og ásókn í spennu eða eingöngu leit að félagsskap? Guðlaugur verður fyrstur fyrir svörum: „Við viljum alls ekki viðurkenna að hér spili fólk af einhverri fíkn sem líkja mætti við áfengisfíknina. Hér tapa menn kannski peningum, yfirleitt ekki miklum þó, en þeir tapa að minnsta kosti ekki glórunni eins og þeir gera sem þjást af áfengisfíkninni.“ Kristinn tekur undir þetta sjónarmið. „Auðvitað sækjast margir eftir spenn- unni, en flestir koma vegna félagsskapar- ins, sérstaklega eldra fólkið. í spilavítum erlendis tapar fólk aleigunni á einu kvöldi. Slíkt gerist aldrei hér. Ég hefði ekki unnið við bingórekstur í öll þessi ár ef ég teldi að hann ætti eitthvað skylt við áfengisfíkn- ina. Það er ekki hægt að snúa til baka úr áfenginu en hér getur hver sem er staðið upp og gengið út þegar hann kærir sig , __ (( um. Það er orðið áliðið og 11. umferð er að ljúka. Margir bingógestanna eru að tygja sig til heimferðar. Enginn krækti í Stóra pottinn í kvöld. Á föstudagskvöldið verð- ur hann 430.000 krónur. Kannski gengur hann út þá, kannski ekki... 0 12 ÞJÓÐLÍF Örvæn ting grípur oft um sig meðal þeirra sem verst eru farnir og fjölskyldur þeirra verða einnig fyrir barðinu. almennt um spilafíkn hafa fáar rannsóknir verið gerðar á útbreiðslu hennar og eðli. Fyrir fáum árum var gerð í New York rannsókn sem náði til 1000 manns. Sér- staklega útbúnir spurningalistar voru sendir út og af svörunum réðu menn síðan í útkomuna. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eiga um 3% af fullorðn- um einstaklingum við spilafíkn að stríða. Niðurstöðurnar studdu það að greina verður ásókn fólks til þess að spila í sjúk- lega fíkn annars vegar og saklaust gaman hins vegar. Einnig var leitt í ljós að flestir þeirra sem áttu við sjúklega spilafíkn að stríða voru ungir lítt menntaðir einstak- lingar úr lægri stéttum þjóðfélagsins. Þó er þetta vandamál sem snertir alla þjóðfé- lagshópa að einhverju leyti. Hlutfall karla og kvenna sem eiga við spilafíkn að stríða hefur verið áætlað 1 kona á móti 5 körlum. Fjölgun virðist vera í hópi þeirra kvenna sem stunda þessa iðju og er það m.a. tengt vaxandi þátttöku þeirra í atvinnulífinu. í rannsókninni í Bandaríkjunum kom fram að konur leita síður meðferðar við spila- fíkn en karlar. Ymis atriði virðast vera sameiginleg hjá þeim sem ánetjast spilafíkn. í fræðibókum sem um þetta fjalla kemur fram að þeir einstaklingar sem koma úr fjölskyldum þar sem lögð er mikil áhersla á veraldleg gæði eiga það meira á hættu en aðrir að verða háðir spilafíkn. Kannanir hafa sýnt að hjá þeim sem eiga við spila- fíkn að stríða eru meiri líkur til að finna önnur vandamál eins og þunglyndi og of- neyslu áfengis. Algengt er að foreldrar spilasjúklinga hafi átt við sama vandamál að stríða og/eða verið áfengissjúklingar. Einstaklingar með lélega hvatastjórn virðast vera við- kvæmari fyrir því að ánetjast spilafíkn. Ytri aðstæður og tilviljanir virðast ráða miklu í lífi þeirra. Auk þess má rekja hvat- ir til spilamennskunnar til keppnisgleði, ágóðavonar og þrár eftir spennu. Spilafíkn er leið einstaklinga til þess að útiloka nei- kvæðar hugsanir og flýja raunveruleik- ann. Spilafíkn hefur stundum verið nefnd „fíkn án fíkniefnis“. Menn hafa séð margt líkt með spilafíkn og áfengis- og vímu- efnaneyslu. Það að stunda spilamennsku eða veðmál af einhverju tagi getur haft hvetjandi og róandi áhrif á þann sem er spilafíkninni háður. Spilasjúklingar hafa lýst því að áhrifin komi samtímis og virð- ast þeir komast í vímu líkt og þekkt er í áfengis- og vímuefnaneyslu. Þeir sem stunda þessa ið ju þrífast á áskorun og mik- illi spennu. „Þau sjónarmið, að líkja megi spilafíkn við áfengis-og fíkniefnaneyslu, eru mjög athygliverð. Orsökin fyrir því er sú að það hefur beint sjónum manna að því að efnið sjálft er ekki orsök að nema hluta fíkninn- ar í áfengis- og fíkniefnaneyslu. í spilafíkn er ekki um neitt fíkniefni að ræða og þann- ig hefur fengist nýtt og gagnlegt sjónar- horn á aðrar fíknir“ segir Jakob Smári. Utbreiðsla á skyndihappdrættum hef- ur aukist til muna á íslandi undan- farin ár. Skyndihappdrættin eru ólík venjulegum happdrættum að því leyti að ef vinningur (umbun) er fyrir hendi kem- ur hann strax eða fljótlega í ljós. Bent hefur verið á að slík happdrætti og einnig spilakassar ýti meira undir fíknina heldur en þau happdrætti sem bíða þarf í nokk- um tíma eftir niðurstöðu. Vinningur af og til (umbun með óreglulegu millibili) styrkir enn frekar kaup á skyndihapp- drættum. Tilhneigingin er nefnilega sú að taka frekar eftir því sem gerist (vinningur) heldur en því sem ekki gerist (ekki vinn- ingur). Áreitin í umhverfinu eru mörg og fólk á erfitt með að komast hjá því að verða fyrir áhrifum. Auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að freista gæfunnar eru alls staðar, ekki síst í fjölmiðlum. Aðspurður um þessi atriði segir Jakob Smári: „Spilafíkn er ekki það eina alvar- lega sem hlotist getur af skyndihapp- drætta áróðri. Það sem ekki síður er alvar- legt er að þetta elur á hjálparleysi og pen- ingahyggju hjá börnum og unglingum. Einnig má nefna að þetta elur á þeirri hugmynd að velgengni í lífinu sé ekki undir einstaklingnum sjálfum komið heldur heppni hans í spilum. Slík uppeld- isleg áhrif eru mjög slæm.“ Ríkjandi er mikil hjátrú í þessum efn- um. Vitað er til þess að fólk telur meiri líkur á vinningi ef það fær sjálft að velja sér miða úr bunka. Einnig er vel þekkt að fólk ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.