Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 46
MENNING ÞJOÐSAGNAPERSONUR NÚTÍMANS — Rokksöguritarinn Gestur Guðmunds- son tjáir sig um bœkur Bubba og Megasar! samtíma sinn. Þær eru oft þjóðsagna- og goðsagnapersónur samtímans. Saga þeirra er oft sagan um karlssoninn sem var hafð- ur að háði og spotti, en leysti síðan þrautir sem höfðu reynst öðrum um megn og fékk hálft konungdæmið og kóngsdótturina að launum. í þeim líkamnast líka oft lífseig- asta goðsögn sögunnar - um spámanninn sem hrakinn er utangarðs og hefst við í eyðimörkinni þar til hann snýr aftur heim og frelsar þjóð sína úr herleiðingu. Þannig eru sögur Bubba og Megasar. Hver hrífst ekki af sögunni um skrifblinda drenginn sem verður utangarðsmaður í skóla, slags- málahundur í verbúðum, en síðar leiðtogi tötrughypjanna og rokkkóngur? Hann flýgur seinna jafnhátt og Ikarus forðum, svo vængirnir fuðra upp í sólinni og hann steypist til jarðar sem útbrunninn kókaín- þræll. En kemst á fætur aftur og endur- heimtir konungdæmi sitt. — Megas er ofurnæmi drengurinn sem skyggnist undir það áferðarfallega yfir- borð sem reynt var að breiða yfir mannlíf- ið á dögum kaldastríðs og viðreisnar. Hann gengur í björg með álfum og tröll- um, en sleppur þaðan vopnaður visku þeirra og töfrum. Hann er þjóðskáldið sem eitt sinn lá útúrdrukkinn úti í hrauni en hefur nú verið boðið til stofu. — Hvorug bókanna á þó nokkuð skylt við þá einfeldningslegu upphafningu eða þá rætnu leit að siðferðisblettum sem ást- unduð hefur verið í mörgum bókum um alþjóðlegar poppstjörnur. Bókin um Bubba sver sig í ætt við betri helming þeirra bóka sem skrifaðar hafa verið um erlendar poppstjörnur, t.d. Bruce Springsteen og Bob Dylan. Hún er þó frábrugðin þeim að því leyti að Bubbi hef- ur orðið allan tímann, nema í spássíu- greinum sem koma hvaðanæva að. Bubbi dregur þó ekki fjöður yfir bresti sína, um leið og hann dregur upp lifandi mynd af fjölskyldu sinni og hlykkjóttum þroska- ferli sínum. — Bók Megasar og Þórunnar er í raun af allt annarri tegund. Hún lýsir Reykja- víkurlífi eftirstríðsáranna með augum drengsins sem sér sig ekki falla í mynstrið, Það hefur vakið töluverða athygli að á bókamarkaði eru nú þrjár bækur sem tengjast íslensku rokki, en hingað til hafa fáar bækur verið skrifaðar um íslenska dægurtónlist og það sem henni tengist. I þessu sambandi hefur verið talað um komandi jól sem „rokkjól“ á bókamark- aðnum. Bækurnar eru Rokksaga Is- lands, sem Gestur Guðmundsson ritar, Sól í Norðurmýri, sem Megas og Þórunn Valdimarsdóttir skrifa, og sjálfsævisaga Bubba Morthens sem Silja Aðalsteins- dóttir ritar. Þjóðlíf brá á það ráð að fá höfund einnar bókarinnar, Gest Guðmundsson, til að tjá sig um hinar bækurnar, ekki þó til að skrifa ritdóm heldur til að svara þeirri spurningu blaðsins, hvers vegna menn á besta aldri skrifa bernskuminningar sínar og jafnvel sjálfsævisögu. Er það vegna þess að starfsaldur dægurtónlistarmanna er styttri en annarra? — Þessu er fyrst til að svara þannig að rokktónlistarmenn eru ekki lengur af- skrifaðir þegar þeir verða þrítugir eða fert- ugir. Fólk eins og B.B. King, Chuck Ber- ry, Tina Turner og Rolling Stones hafa sýnt að hægt er að gera þær kröfur til tónlistarmanna að þeir haldi áfram sköp- un sinni fram á elliárin. Silja Aðalsteins- dóttir hefur líka svarað því til að Bubbi Morthens hafi reynt svo margt, þó hann sé ekki enn hálffertugur, að fáir eigi jafn við- burðaríka ævi þótt þeir nái háum aldri. — Mér er annað þó ofar í huga. Rokk- tónlistarmenn eru ásamt íþróttahetjum helstu alþýðuhetjur okkar tíma. Ævi íþróttamanna er þó of einhæf fyrir bækur, því þeir stefna að árangri á tiltölulega þröngu sviði, en rokkstjörnur verða oft vinsælar vegna hæfileika sinna til að túlka en þar má líka sjá þá sýn mótast sem seinna hefur gert Megas að helsta dægur- tónlistarskáldi samtímans. Hvorug bókin gerir beinlínis grein fyrir hlutverki þeirra Bubba og Megasar í rokksögunni. Megas á þar heiður skilinn sem sá maður sem ruddi vandaðri textagerð á íslensku leið inn í dægurtónlistina, og ég held að aðrir sem áttu þar hlut að máli, eins og Jón Sigurðsson bankamaður, Stuðmenn og Þorsteinn Eggertsson, hljóti að vera mér sammála um að Megas er þar í brjósti fylkingar. Bubbi prjónar að mörgu leyti þar við. Hann opnar textagerðina fyrir beinni og umbúðalausari tjáningu, en hlutur hans var þó fyrst og fremst að brjóta múrinn fyrir „nýju bylgjuna“ í ís- lensku rokki 1980-1982. Jafnframt tókst Bubba hið erfiða verk að gerast dægur- lagakóngur 9. áratugarins án þess að glata ímynd sinni sem uppreisnarmaður. Meg- asi tókst líka einstaklega vel að flytja list sína inn í 9. áratuginn. Hann eignaðist sína áköfustu aðdáendur á 8. áratugnum en hefur líka náð eyrum pönkkynslóðar- innar og margra enn yngri. — I Rokksögunni reyni ég að gera grein fyrir þessu framlagi þeirra Megasar og Bubba til íslenska rokksins og rekja þróunina í starfi þeirra. Bækur þeirra hrærast hinsvegar í annarri vídd rokksög- unnar, þar sem þær lýsa þroskaferli þeirra sem einstaklinga. Vitaskuld er líka hægt að lesa bók Megasar og Þórunnar án þess að leiða hugann að rokksögunni, sem vitn- isburð um fjarlæga tíma kaldastríðsins, fyrir 30-40 árum, en þeir sem þekkja Meg- as sem skáld í dægurtónlist hljóta að tengja þetta tvennt saman, sagði Gestur Guð- mundsson. /óg 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.