Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 82

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 82
HUSNÆÐI VALKOSTIR í STAÐ SÉREIGNAR EFTIR REYNI INGIBJARTSSON Húsnæðismál Sú var tíðin að í litskrúðugum ferðabækl- ingum um Island var því hampað á fyrstu síðu að nær allir íslendingar ættu sínar eigin íbúðir. Til áréttingar var svo birt mynd af glæsilegu einbýlishúsi. Allt fram á þetta ár stóð í fyrstu grein laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, „að stuðla að jafnrétti í húsnæðismálum, þannig að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks á að eign- ast húsnæði“. Þann 1. júní sl. tóku hinsvegar gildi breytingar á húsnæðislögunum, þar sem undirstrikað var í fyrstu grein að auka möguleika fólks á að eignast eða leigja hús- næði á viðráðanlegum kjörum. Þessi orðalagsbreyting undirstrikar tvennt: Endalok einhliða séreignarstefnu og jafnrétti milli valkosta. Leiguíbúðir sem alla tíð hafa verið taldar annars flokks kostur, eru nú taldar jafngildur kostur og eignaríbúðir, og það reyndar undirstrikað í hinum nýju lögum með því að lán til byggingar leiguíbúða og búseturéttar- íbúða eru oreðin hagstæðustu lánin. Húsnæðiskerfið í heild er nú á þrösk- uldi nýs áratugar. Með annars vegar fé- lagslegu kerfi með nokkrum valkostum og hinsvegar húsbréfakerfinu, eru allir möguleikar á því að byggja upp heildstætt kerfi til frambúðar í stað upplausnar síð- asta áratugar. Sérlausnir og almennar lausnir Ihinu nýja húsnæðiskerfi byggist árang- urinn á samspili einstaklinga, félaga- samtaka og sveitarfélaga. Almenna hús- næðislánakerfínu á að sjálfsögðu að loka sem fyrst og húsbréfakerfið að koma í þess stað. Stærstu mistök á síðasta áratug voru að láta almenn húsnæðislán fjármagna fasteignamarkaðinn. Húsbréfakerfið er kjörið til að gera það. Nýbyggingar verða væntanlega í stór- auknu mæli á vegum ýmissa félagasam- taka ásamt sveitarfélögunum. Byggingar- félög eldra fólks, öryrkja og námsmanna ásamt Búseta hafa alla möguleika á að vinna stórvirki á næstu árum og hafa reyndar verið að gera það að undanförnu. Húsnæðissamvinnufélögin munu koma í stað byggingarsamvinnufélaganna sem félög ungs fólks ekki síst, og hinn gífurlegi straumur í Búseta sannar þetta. Samkvæmt hinum nýju lögum um félags- legar íbúðir þurfa félagasamtök og sveit- Reynir Ingibjartsson. I hinu nýja húsnæðis- keríl byggist árangurinn á samspili einstakl- inga, félagasamtaka og sveitarfélaga. arfélög að fjármagna 10% byggingarkostn- aðar að jafnaði, hvort sem um er að ræða leiguíbúðir, kaupleiguíbúðir, búseturétt- aríbúðir eða félagslegar eignaríbúðir. Lánstíminn til eignaríbúða er 43 ár, ann- ars 50 ár. Fyrir eldra fólk er nú til staðar mjög góður kostur, þ.e. 30% eignarhlutur og búseturéttur gegn 70% láni til 50 ára. Þetta á við um þá sem eiga íbúðir, vilja selja og fara í minna og hentugra húsnæði og búa við meira öryggi og þjónustu. Þetta er kostur í stað hinna dýru þjónustuíbúða sem hafa verið í boði að undanförnu og kosta fólk aleiguna og oft meira til. Með þessu móti getur fólk haft einhverjar ráð- stöfunartekjur fyrir sig á sínum efri árum. Fjármögnun Eins og alþjóð veit kostar húsnæðis- kerfið mikið fé. Á síðasta áratug fóru margir milljarðar til fólks sem átti skuld- litlar eða skuldlausar íbúðir, en tók lán til að fjármagna sína aðra, þriðju, fjórðu eða jafnvel fimmtu íbúð. Á meðan stóðu stórir hópar utangarðs, s.s. öryrkjar, leigjendur, aldraðir, námsmenn og einstæðir foreldr- ar. Með hinu nýja húsnæðiskerfí verður öll fjármögnun miklu markvissari. Hinni gífurlegu vaxtaniðurgreiðslu hjá Húsnæðisstofnun sem ríkisvaldið stendur undir, þarf að linna að einhverju marki gegn hóflegri hækkun vaxta, húsaleigu- bótum og vaxtabótum. Með bótakerfi á að vera hægt að stýra fjármagni miklu betur til þeirra sem á þurfa að halda í stað al- mennrar niðurgreiðslu á vöxtum. Lífeyrissjóðirnir eiga svo að líta á það sem þjóðfélagslega skyldu að beina ráð- stöfunarfé sínu inní félagslega húsnæðis- kerfið með skuldabréfakaupum beint af 82 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.