Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 36
AFKYNJUN MEÐ HJÁLP LYFJA BJARNI ÞORSTEINSSON DANMÖRKU Kynferðisafbrotamenn í Danmörku hafa fengið áhrifaríka lyfjameðferð til að bæla niður kynhvötina. Þar sem brottnám kynhvatar er stór og mikil aðför að ein- staklingnum er sálfræðileg meðferð veitt samhliða lyfjameðferðinni. íðan í júní á síðasta ári hafa ÍO danskir einstaklingar sem hafa gerst sekir um alvarleg kynferðisafbrot fengið með- höndlun með lyfinu Zoladex. Meðferðin hefur reynst vera mjög áhrifarík og hefur tekist að bæla algerlega kynhvöt þeirra sem tekið hafa inn lyfið, líkt og þeir hefðu verið afkynjaðir. Meðferðin hefur átt sér stað í Anstalten ved Herstedvester og að mati yfirlæknis- ins við stofnunina eru niðurstöðurnar það jákvæðar að ástæða er til að breyta löggjöf- inni, þannig að mögulegt verði í framtíð- inni að dæma kynferðisafbrotamenn í tímabundna lyfjameðferð. Fyrir tæpum 20 árum hættu læknar í Danmörku að framkvæma afkynjanir með hjálp skurðhnífa og tóku að nota lyfið Androcur, sem hindrar framleiðslu líkam- ans á karlhormónum. Lyfið reyndist ekki eins áhrifaríkt og vonast var til; kynhvötin gat komið að nýju eftir um tveggja ára meðferð og ýtt sjúklingunum - eða af- brotamönnunum ef maður kýs að kalla þá því nafni - út í ný kynferðisafbrot. Lyfjameðferðin í Herstedvester byggist á því að sjúklingarnir fá Zoladex samhliða Androcur. Zoladex kemur í veg fyrir að heiladingullinn nái að hafa áhrif á kyn- kirtla og þarmeð framleiðslu líkamans á kynhormónum. Sjúklingarnir sem taka þátt í þessari meðferð missa fullkomlega alla kynhvöt og kynórar þeirra hverfa. Áhrifin vara þó aðeins meðan á lyfjameð- ferðinni stendur; þegar henni lýkur snýr kynhvötin til baka. Þar sem brottnám kynhvatar er stór og mikil aðför að ein- staklingnum er sálfræðileg meðferð veitt samhliða lyfjameðferðinni. Þeir 10 einstaklingar sem hafa tekið þátt í meðferðinni hafa allir gert það af frjáls- um og fúsum vilja. Ástæðan fyrir þessari samvinnuþýðni er að meðferðin er skilyrði fyrir að hættulegir kynferðisafbrotamenn séu látnir lausir til reynslu. Af þeim 10 einstaklingum sem upprunalega féllust á að taka þátt í Androcur og Zoladex með- ferðinni hafa 3 gefist upp. Að sögn yfir- læknisins í Herstedvester hafa margir þeirra sem enn þrauka lýst yfir ánægju og létti við hina nýju meðferð. Þeir kynferð- isafbrotamenn sem taka þátt í meðferðinni eru margir hverjir örvæntingarfullir og kvaldir af samviskubiti vegna afbrota sinna. Það er þeim því mikill léttir að losna við hina ofbeldiskenndu kynóra sína. alsmaður þeirrar deildar í danska dómsmálaráðuneytinu sem hefur með geðsjúkdóma að gera er jákvæður gagnvart tímabundinni afkynjun með hjálp lyfja. Hann telur meðferðina ekki stangast á við góða siði, aðallega vegna þess að sjúklingarnir hafa alltaf möguleika á að hætta í lyfjameðferðinni, kjósi þeir þann kostinn. Hann bendir á að það væri aftur á móti siðlaust af yfirvöldum að af- neita þessari meðferð, nú þegar vitað er að hún getur hjálpað. 0 36 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.