Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 59

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 59
Dómkórinn syngur við Tómasarkirkjuna í Leipzig haustið 1989 undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. MEÐ GLEÐIRAUST Dómkórinn gefur út plötu og disk með þekktum jólalögum og mótettum. Söguleg fœðing - upptökunum stolið! Um þessar mundir kemur út „MEÐ GLEÐIRAUST", plata og geisladiskur með Dómkórnum í Reykjavík. Þar syng- ur hann þekkt jólalög og mótettur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Lögin eru frá 16. öld og fram til Sigvalda Kalda- lóns, íslensk og erlend, t.d. „Nóttin var sú ágæt ein“, „Guðs kristni í heimi“, „Bjart er yfir Betlehem“, og „Það aldin út er sprungið“, svo einhver séu nefnd. iskurinn og platan hljóta nafn sitt af laginu „Með gleðiraust og helgum hljóm“ en það er gamalt íslenskt jólalag, -var raunar „aðaljólalagið" áður en „Heims um ból“ kom til eins og Bjarni Þorsteinsson segir í þjóðlagasafni sínu. Að auki má geta stærri verka eftir Brahms, Distlerog Praetorius. Dómkór- inn gefur sjálfur út. Nú eru í kórnum um sextíu manns á aldrinum sextán ára til fimmtugs. Upptökur fóru fram í Skálholti 1989 og 1990. Skömmu eftir að þeim lauk í fyrra vetur var brotist inn í Stúdíó Stemmu. Innbrotsþjófurinn hafði á brott með sér dýr tæki og spólur, -m.a. upptökur Dóm- kórsins. Að sögn Marteins H. Friðriks- sonar, stjórnanda kórsins, stóð mönnum ekki á sama um þróun mála, enda virtist ómæld vinna kórfélaga og Sigurðar Rún- ars Jónssonar upptökumanns að engu orðin. Kórinn hafði dvalið langdvölum í Skálholti við upptökur, fyrir utan að æfa lögin. Eftir nokkra leit tókst Rannsóknarlög- reglu ríkisins að góma þjófinn en þá kom í ljós að hann hafði losað sig við hluta af spólunum í höfnina. Þær reyndust allar hafa verið auðar. Kórfélögum létti og þökkuðu þeir RLR fyrir með því að halda stutta tónleika fyrir utan hús hennar í Kópavogi. Ekki reyndist björninn þó unninn. Illa gekk að pressa plötuna hnökralaust hér á landi og fór svo að lok- um að hún var send til Englands í vinnslu. Þar með lauk að líkindum viðburðaríkri útgáfusögu þessarar jólaplötu. Hún kom á markað í byrjun desember. Dómkórinn varð til í núverandi mynd árið 1985 þegar sérstakur tónleikahópur var myndaður við Dómkirkjuna. Hann einbeitir sér að því að flytja gamla og nýja kirkjutónlist, auk þess að kynna íslensk veraldleg verk í útlöndum. Árlega fær hann íslenskt eða erlent tónskáld til að semja tónverk fyrir sig. Hann fer reglu- lega í tónleikaferðir, síðast um Austur- Evrópu haustið örlagaríka 1989. Þar söng kórinn í Leipzig, Dresden og Meissen, sem þá voru í A-Þýskalandi, og Prag, skömmu áður en skörð komu í múrinn. í sumar heldur Dómkórinn til Spánar á Evrópu-kantötu sem er gríðarlega stórt kóramót, haldið víðs vegar um Evrópu annað hvert ár. 0 ÞJÓÐLÍF 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.