Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 58
MENNING
HUÓMSVEITARSTJÓRINN VIRTI
Kurt Masur er eitt af táknum byltingarinnar í Austur-Þýskalandi. Þykir stjórna
Schumann og Mendelssohn betur en aðrir
EINAR HEIMISSON ÞÝSKALANDI
Síðastliðið haust var hann í hringiðu
átakanna í Austur-Þýskalandi. Aðal-
stjórnandi Gewandhaushljómsveitar-
innar í Leipzig. Kurt Masur átti góð
tengsl við fyrrum valdhafa í Austur-
Þýskalandi og þau tengsl notaði hann til
hins ýtrasta í fyrrahaust. Hann varð
nokkurs konar sáttasemjari milli stjórn-
valda og almennings: Stjórnaði til dæmis
fyrstu hringborðsumræðunum í Leipzig.
En þrátt fyrir fyrri tengsl sín við
valdhafana núir enginn
Kurt Masur þeim um nasir.
Hann er orðinn að nokkurs
konar tákni fyrir atburð-
ina í Austur-Þýskalandi
á síðasta ári. Jafnaðar-
menn vildu fá hann í
þingframboð í vetur en
tókst ekki; líkast til hefði
niðurstaða þeirra orðið
betri ef þeim hefði tekist
það. Kurt Masur er tákn
húmanískrar afstöðu til má-
lefna líðandi stundu: Afstöðu
sem byggir á raunsæi og list hins
mögulega.
Hann er núna einn af fáum
þýskum hljómsveitarstjórum, sem
vekja athygli og njóta álits. Sextíu og
tveggja ára. Hefur komið víða við.
Stjórnað nánast hvers konar tónlist;
óperum og óratoríum og öllu þar á milli.
Hann segist sprottinn úr hinni klassísku
tónlistarhefð, sem á sér rætur í austur-
hluta Þýskalands. Það voru slóðir Bachs.
Slóðir Mendelssohns. Slóðir Schumanns.
Leipzig, Dresden, Weimar, Halle,
Zwickau: borgir, sem eru grónar inn í
tónlistarsöguna. Masur kallar sig
„Gewandhauskapellmeister" í klassískum
stíl. Hann byggir á hefðinni. Og þó þykir
orðið „Kapellmeister" ekki sérlega fínt á
þýsku: „Kapellmeister" er handverks-
maður, þjónn einhvers fursta eða kóngs,
maður, sem framleiðir tónlist eftir pönt-
un. Nema sá, sem er „Gewandhauskap-
ellmeister“. Og Kurt Masur er „Gewand-
hauskapellmeister".
Og nýjustu upptökur hans eru einmitt
af tónlist Mendelssohns og Schumanns,
hinna austur-þýsku meistara. Masur þyk-
ir hafa Mendelssohn betur á sínu valdi en
flestir aðrir. Mendelssohn þykir
stundum væminn. Heims-
maður, flatur,
grunnur.
Ekki mikið tónskáld.
Masur er ekki sammála: „Við er-
um alltaf að rannsaka Mendelssohn í Lei-
pzig. Alltaf að komast að einhverju nýju.
Þeir, sem spila Mendelssohn án þess að
rannsaka hann fyrst gera hann grunnan.
En hann var ekki grunnur. Hann var bar-
áttumaður. Og ótrúlega hugmyndarík-
ur“.
Og í London er Masur að hljóðrita
Schumann. Schumann bjó um tíma í Lei-
pzig eins og Mendelssohn. Þeir voru vinir.
Barn Schumanns var nefnt Felix eftir
Mendelssohn. Vorsinfónían undir stjórn
Masurs var að koma út í Þýskalandi. Ein-
stök upptaka: Masur virðist ekki síðri í
London en Leipzig.
Schumann var manísk-depressífur.
Tónlist hans er full af geðrænum and-
stæðum, algleymi tilfinningahit-
ans. Masur er hins vegar tákn
yfirvegunarinnar. En hann
leggur áherslu á að það megi
aldrei fletja tónlist Schu-
manns út: Andstæðurnar
verði að vera til staðar. Og
þær eru til staðar í túlkun
Masurs. Hann sannar
betur en margir aðrir
stjórnendur að það er
hægt að sameina ann-
ars vegar skarp-
skyggni fræði-
mannsins, stranga
heimildarýni,
heilindi gagn-
vart verkum
tónskáldsins
og hins vegar
tilfinninga-
hita hins túlk-
andi listamanns.
Og það er þess
vegna sem menn
hlusta þessa dagana á Vorsinfón-
íu Schumanns í flutningi Masurs, þetta
tónverk hins örgeðja listamanns, sem orð-
ið hefur kveikja að skáldsögum, kvik-
myndum, óteljandi listaverkum.
Og Vorsinfónían nær til Zwickau, fæð-
ingarborgar Schumanns eins og á aðra
staði: Það var borg Trabant-verk-
smiðjanna, Zwickau var helguð Trabant
en ekki Schumann. Núna er það breytt.
Masur og Schumann hafa tekið við af fé-
laga Trabant. I sjónvarpsmyndinni um
Zwickau freyddu tónar Schumanns ljúf-
lega gegnum haustbirtu grámyglunnar í
hinu yfirgefna vígi kommúnismans.
0
58 ÞJÓÐLÍF