Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 89
Ekki nema 60% til 70% fínna nám við sitt hæfí í framhaldsskólum.
Er ekki hætta á því að illa stæð sveitar-
félög veigri sér við að leggja aukið fé í
þessi mál? Ráði jafnvel ekki við það?
„Nei, ég tel vanda sveitarfélaganna ekk-
ert meiri en verið hefur. Ef þau leggja jafn
mikið til skólabygginga á næstu árum og
þau hafa gert í ár ná þau einsetnum skóla
innan tíu ára. Vandi sveitarfélaganna hef-
ur verið ofmetinn í þessari umræðu."
„Ég tel vanda
sveitarfélaganna ekkert
meiri en verið hefur. Ef
þau leggja jafn mikið til
skólabygginga á næstu
árum og þau hafa gert í
ár ná þau einsetnum
skóla innan tíu ára.
Vandi sveitarfélaganna
hefur verið ofmetinn í
þessari umræðu."
Ljóst er að víða út um land verður ekki
mikil fjölgun á börnum á næstu árum,
frekar fækkun. Vantar mikið af húsnæði
þar?
„Við erum með mannfjöldaspár og
göngum út frá þeim. Á næstu árum verður
dálítil fækkun en síðan fjölgar nemendum
lítillega. Þetta gengur í bylgjum. Það hef-
ur verið reiknað út hvað skortir af skóla-
húsnæði og það er langmest á Reykjavík-
ursvæðinu. Alls vantar um fimm hundruð
stofur til að grunnskólinn verði einsetinn,
þar af á fjórða hundrað í Reykjavík og á
Reykjanesi. Þetta eru hins vegar tölur
dagsins í dag og ef spár um fólksflutninga
innanlands rætast, stóreykst vandinn á
höfuðborgars væðinu. “
Manni virðist þessi framkvæmdaáætl-
un vera að miklu leyti almennar viljayfir-
lýsingar. Veltur framhaldið ekki mikið á
fjárveitingum og einstökum mennta-
málaráðherrum? Lifir plaggið út kjör-
tímabilið?
„Ráðherrarnir skipta auðvitað miklu
máli og áherslur þeirra. Þannig á það líka
að vera. En ég held að framkvæmdaáætl-
unin hafi þegar skilað árangri, — jafnvel
þótt nýr ráðherra stingi henni undir stól á
morgun. Þarna höfum við sett fram upp-
lýsingar um skólakerfið sem ekki hafa leg-
ið fyrir áður, hægt er að fá yfirsýn yfir það
á skjótan hátt sem ekki hefur heldur verið
unnt áður og hér er mörkuð ákveðin stefna
sem er a.m.k. umræðugrundvöllur fyrir
þá sem vinna í skólakerfmu. Og hún held-
ur áfram að vera það þótt ekki verði farið
eftir áætluninni. Auk þess held ég að það
sé gagnlegt fyrir nýjan ráðherra á hverjum
tíma að hafa svona yfirlit, þar sem hann
getur sett sig inn í málin á skömmum
tíma, séð hvernig þau standa og að hverju
sé stefnt. Þetta hefur þeim ekki verið unnt
fyrr. Nýr ráðherra getur út frá þessu
ákveðið að fara einhverjar aðrar leiðir og er
ekkert nema gott um það að segja. Þá vita
allir af því. Ef hann segir ekkert halda
menn áfram að vinna að sömu stefnu.
Framkvæmdaáætlunin er ekki endanleg
og auðvitað verður breytt um stefnu í ein-
hverjum málum. Hún þarf alltaf að vera í
endurskoðun, — helst á hverju ári.“
0
ÞJÓÐLÍF 89