Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 91

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 91
Þeim tókst nokkuð vel til, og urðu leikir þeirra nokkuð vinsælir og þóttu góðir. Þau stofnuðu þá fyrirtæki sem þau nefndu On-Line. On-Line varð fljótlega þekkt í Banda- ríkjunum fyrir leiki sína Mystery House, Wizard and the Princess og fleiri, auk þess sem það vann að þróun leikja í samvinnu við aðra framleiðendur. Fyrirtækinu óx fiskur um hrygg og fljótlega var fjöldi for- ritara í vinnu hjá því við forritaþróun og forritagerð. Því var breytt í almennings- hlutafélag og nafninu breytt í Sierra On- Line. Árið 1984 fóru forráðamenn IBM þess á leit við Sierra að það gerði leik sem væri í lit og með hreyfmgu, sem átti að nota til að sýna þá möguleika sem nýjasta IBM tölvan hafði uppá að bjóða. Þessi nýja tölva var IBM PCjr, og leikurinn sem gerður var fyrir hana var King’s Quest. Hann var skrifaður í nýrri tegund forrit- unarmáls sem þróað var innan Sierra og kallast AGI (Animated Graphics Inter- preter) eða lifandi-mynda túlkur. Leikurinn sló í gegn og seldist á skömmum tíma í u.þ.b. 500.000 eintök- um. Sierra sendi þá frá sér fleiri leiki sem unnir voru í AGI: Leisure suit Larry, Pol- ice Quest, Space Quest auk tveggja nýrra King’s Quest leikja og náðu þeir allir miklum vinsældum. Þessir leikir voru kallaðir Þrívíðir lifandi ævintýraleikir (3-D Animated Adventure Game). Þeir byggjast á því að leikandinn er í hlutverki einhverrar persónu sem þarf að leysa viss verkefni til að leiknum miði áfram. Þessir leikir voru frábrugðnir öðrum leikjum á þessum tíma að því leyti að í þeim samein- uðust hasar og orðaleikja formið. Leik- andinn stjórnaði söguhetjunni á skjánum með örvalyklunum á lyklaborðinu og lét hana framkvæma ýmsa hluti með því að rita skipanir á skjáinn. Þetta er auðlært og einfalt kerfi sem ekki þurfti annað en lestrar og skriftarkunnáttu auk almennrar skynsemi til að ráða við. En Robertu þótti það ekki nóg. Hana langaði að gera leiki fyrir ólæs eða illa lesandi börn og í samvinnu við Walt Disn- ey stórveldið gerði hún leik eftir Disney ævintýrinu Svarti nornapotturinn (Black Cauldron), og vann síðan á vegum Sierra leikinn Mixed up Mother Goose, sem gæti útlagst á íslensku: Allt í steik hjá mömmu gæs. Þeir eru svipaðir King’s Quest að uppbyggingu nema að ekki þarf að rita skipanir heldur eru nokkrir lyklar notaðir í staðinn. Einn lykill til að taka upp hluti sem á vegi manns verða, annar til að nota hlutinn til einhvers o.s.frv. Þessir leikir eru mun einfaldari en hinir og þykja eink- ar góðir fyrir (enskumælandi) börn. eikirnir fyrir fullorðna (Larry, King’s Quest, Space Quest og Police Quest) seldust allir í hundruðum þúsunda eintaka og urðu það vinsælir að framhald þótti óumflýjanlegt og varð þróunin svip- uð og í kvikmyndaiðnaðinum. En sá mun- ur er á framhaldi leikjanna og framhaldi kvikmynda að framhaldsleikirnir eru allir betri en þeir fyrstu. Þar kom til enn nýtt kerfi frá Sierra sem kallast Sierra’s Creative Interpreter (SCI) sem myndi útleggjast á íslensku: Hinn hæfileikaríki túlkur Sierra. Með því tókst Sierra enn að marka tímamót í leikjafram- leiðslu. Það gefur möguleika á mun meiri myndgæðum og stærri partur skjásins get- ur hreyfst, þ.e. möguleikar eru á því að hafa t.d. rennandi á eða hlaupandi dýr á skjánum meðan persónan er að athafna sig þar. I kerfinu eru einnig möguleikar á fjölbreyttari tónmöguleikum og músar- stýringu. Leikir Sierra eru einnig söluvara á öðr- um sviðum. Hægt er að fá boli með mynd- um úr leikjunum, Larry handklæði, og ýmsar bækur sem eru eingöngu um Larry eða King’s Quest, auk vísbendingabóka með hverjum leik, en þær eru til að auð- velda leikandanum lausn leiksins. í þeim eru lausnir á leikjunum og eru þær mjög vinsælar. Sierra gefur einnig út fréttabréf sem kemur út nokkrum sinnum á ári (en þessi grein er einmitt unnin uppúr því að stórum hluta). Persónur leikjanna eru misjafnar en þær vinsælustu eru konungsfjölskyldan í hinu ímyndaða landi Daventry, úr King’s Quest, glaumgosinn Larry, lögreglumað- urinn Sonny Bonds og geimstöðvarhús- vörðurinn Roger Wilko, sem bjargar heiminum í hjáverkum. Allir King’s Quest leikirnir eru með sígildu ævintýrasniði og á ferð um ævin- týralönd leikjanna verða á vegi manns ýmsar þekktar persónur og atriði úr ævin- týrum þeirra Grimms bræðra og Mömmu Gæsar. Dvergarnir sjö, Jói og baunagras- ið, auk norna, trölla, einhyrninga og fleiri kynjavera, sem eru algeng sjón í King’s Quest leikjunum. Glaumgosinn Larry er piparsveinn á fertugsaldri. Frekar misheppnaður og klaufskur, og er því helsta verkefni leik- anda Larry leikjanna að aðstoða hann á ýmsan hátt. Ná í stelpur, græða peninga og jafnvel að forða honum frá mafíunni, KGB og fleiri ógnvöldum sem vilja hann feigan (vegna misskilnings, að sjálfsögðu). Larry leikirnir eru titlaðir sem „Saklausir fullorðinsleikir", og er bent á að börn ættu ekki að leika leikinn nema með leyfi for- eldris! Þeir eru þó ekki það klúrir að nokkrum misbjóði, nema viðkomandi sé einstaklega viðkvæmur fyrir svörtum húmor leikjanna. Af stóru tölvublöðunum (s.s. BYTE) mætti ráða að tölvuleikir væru ekki mjög mikilvægur eða vinsæll hugbúnaður, svo afskiptir eru þeir. En reyndin er önnur. Risarnir í leikjaiðnaðinum velta milljón- um dala á hverju ári, og tölvuleikir seljast Glaumgosinn Larry er piparsveinn á fertugsaldri oghefur eins og Rambó í kvikmyndum komið út í mörgum útgáfum. Fullorðnir hafa gaman af að leika með Larry. ÞJÓÐLÍF 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.