Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 50
FYRIR DAGA HINNA POTTÞÉTTU LAUSNA Einar Már Guðmundsson brýtur blað ísagnagerð sinni með Rauðum dögum. Spjallað við skáldið ÓSKAR GUÐMUNDSSON Einar Már Guðmundsson hefur oftsinnis bryddað upp á nýjungum í skáldsagnagerð sinni. í nýjustu skáldsögunni er hann horfinn til hefðbundinnar frásagnar, — í spenn- andi sögu um stúlku sem kemur til Reykjavíkur. Sögusviðið er öðrum þræði pólitískt en umfram annað dramatískt. Almenna bókafélagið gefur bókina út og við spyrjum Einar Má: Önnur efnistök en þú hefur áður notað? — Já, þetta er talsvert ólíkt, en það má að vísu segja um allar mínar sögur að þær eru ólíkar. Eitthvað gerir þær samt skyld- ar hver annarri. Það má segja að þetta sé beinni frásagnarstíll. Þú notar hefðbundið skáldsagnaform, rennandi söguþráð? — Jú það má segja að ég hafi verið að færa mig nær hefðinni. Smásagnasafnið mitt myndaði eins konar brú yfir í þetta form. En sjáðu til, það eru ótal leiðir til að segja sögu. Og engin þeirra hefur fremri sess en önnur. Það helgast talsvert af efn- inu sem maður er með í höndunum. Skyldleiki við kvikmyndina? — Það er hárrétt að menn hafa talið það einkenni á nútímaskáldsögunni hve hún er sjónræn. Og það sem ég vann áður en ég skrifaði þessa bók var einmitt kvikmynda- handrit, sem ég vann með Friðriki Þór Friðrikssyni. Hins vegar eru formin kvik- mynd og skáldsaga talsvert ólík. Nútíma- fólk er auðvitað alið upp við frásagnar- tækni sjónvarps og kvikmynda og það seg- ir auðvitað til sín. í sumum löndum eins og Englandi skrifa menn eiginlega sjón- varpsleikrit og skáldsögur jöfnum hönd- um. Okkar hefð er náttúrulega beinn frá- sagnarháttur frá íslendingasögunum sem þannig séð er ekki svo óskyldur kvik- myndinni heldur. Hvað viltu segja um tímann sem sagan gerist á? — Þetta tímabil hefur alltaf höfðað sterkt til mín. Mér hefur alltaf fundist að menn vildu forðast það sem raunverulega gerðist og það sem að baki bjó á árunum í kringum 1970. Ég nota þessa erfiðu tíma þegar síldin er horfin og fiskimarkaðirnir fallnir. Það er atvinnuleysi og talsvert ber á félagslegri upplausn og andlegu umróti. Hafa menn í umfjöllun vanmetið efna- hagssamdráttinn á þessum tíma? — Já, svo virðist sem þeir sem hafa fiallað um tímabilið hafi haft meiri áhuga á fatatískunni en því sem að baki umrótun- um bjó. Oftast er verið að rifia upp hvernig skemmtanir voru, hártískan og fleira í þeim dúr. Það er alveg klárt mál þegar þessir tímar eru skoðaðir í heild sinni, og rýnt í heimildir, þá eru það þessir sterku sviptivindar í þjóðlífinu; harkan í ÞJÓÐLÍF Tímarit fyrir þig! Áskriftarsími (91) 621880 50 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.