Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 62
MENNING „NU VERÐA MENN AÐ TAKA SJÁLFIR Á EIGIN MÁLUM" — Viðtal við Siegfried Thiele rektor Tónlistarháskólans í Leipzig um tónlist og ástandið austanmegin fyrir og eftir sameiningu Pýskalands — Það tekur langan tíma að hreinsa mengun andrúmsloftsins. En verri er þó hin andlega mengun, segir Siegfried Thiele tónskáld og rektor frá Austur- Þýskalandi. ýlega frumflutti Dómkórinn í Reykjavík verk eftir Siegfried Thiele, rektor Tónlistarháskólans í Leip- zig í Þýskalandi. Hann kom hingað til lands við það tækifæri og stjórnaði kórn- um. Þjóðlíf náði þá tali af honum og barst verkið fyrst í tal en það var samið á tíð- indamiklum haustdögum ársins 1989. „Ég hófst handa við „Multum facit, qui multum diligit“ (Sá gerir mikið sem elskar mikið) í október árið 1989 og lauk því í desember. Tveimur árum áður hafði Mar- teinn H. Friðriksson stjórnandi Dóm- kórsins haft samband við mig og pantað kórverk hjá mér. Sumarið 1989 kom hann með kórinn til Leipzig og fór ég á tónleika hans í Tómasarkirkjunni. Þar heyrði ég hvernig kórinn hljómaði og hafði það í huga við samningu verksins. En mig vant- „Allir tóku þátt í mótmælunum. Allir voru svo einbeittir, alvarlegir, agaðir, jafnvel innblásnir, en samt voru mótmælin ætíð friðsamleg. Það brotnaði ekki ein einasta rúða í öllum látunum..." PÉTUR MÁR ÓLAFSSON aði texta. Ég leitaði lengi í Davíðssálmum Biblíunnar en fann ekkert sem ég var ánægður með. Kvöld eitt, eftir miklar mótmælaaðgerðir í Leipzig, settist ég nið- ur með bókina Breytni eftir Kristi eftir þýskan munk, Tómas a Kempis (1380- 1471), en það er ein frægasta bók 15. aldar. Hún var lesin út um alla Evrópu og í mikl- um hávegum höfð hjá kaþólsku kirkjunni. Þar fann ég kafla sem snart mig djúpt á þessum umrótstímum, — í honum birtist mikill friðarboðskapur.“ Hvernig verkuðu mótmælin á þig, — varstu hræddur um að þau yrðu brotin á bak aftur og allt félli í sama far? „Ég fagnaði mótmælunum en var um leið kvíðinn. I upphafi vissi enginn hvernig þetta færi. Það gat brugðið til beggja vona. í fyrstu voru einu kröfurnar að öðlast prent- og skoðanafrelsi og losna undan valdi flokks og Stasi. Seinna voru settar fram aðrar kröfur. Þegar múrinn féll vildu menn einnig öðlast hlutdeild í þeim efnislegu gæðum sem ríktu vestan megin. Ur því sem komið var urðu vald- hafarnir að fella Berlínarmúrinn, það var ekki hægt að stöðva fólksflóttann sem þá var hafinn gegnum sendiráð Vestur- Þýskalands í Austur-Evrópu. En enginn gerði sér grein fyrir því að Þýskaland sam- einaðist svo skjótt sem raun varð á. Þetta voru einstakir tímar. Allir tóku þátt í mót- mælunum. Allir voru svo einbeittir, alvar- legir, agaðir, jafnvel innblásnir, en samt voru mótmælin ætíð friðsamleg. Það brotnaði ekki ein einasta rúða í öllum lát- unum. Lögreglan var algjörlega hjálpar- laus. Það var ný staða fyrir mótmælendur, þeir fundu styrk sinn og óx ásmegin. Þegar Stasi hafði beðið ósigur hvarf óttinn við að allt yrði eins og áður.“ Við ræðum um stund hvernig bylgjan flæddi yfir Austur-Evrópu árið 1989 og hversu óvænt þetta hafi verið. Síðan vík ég talinu að honum sjálfum. „Ég fæddist í Chemnitz árið 1934. Borg- in var síðar skírð Karl Marx Stadt en hefur nú hlotið sitt fyrra nafn. Ég lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Leipzig árið 1958, hóf kennslu þar fjórum árum síðar og varð prófessor í tónsmíðum við skólann árið 1984. í ár var ég síðan kjörinn rektor skól- ans.“ Var fyrri rektor rekinn? Þurfti nýjan rektor við nýjar aðstæður? „Fyrirrennari minn var félagi í Komm- únistaflokknum. Tímabil hans var á enda runnið, hann mátti vera eitt kjörtímabil í viðbót en ákvað að draga sig í hlé. Þá var ákveðið að kjósa í þetta embætti. Það höfðu að vísu alltaf verið kosningar en í raun var það flokkurinn sem réð því hver fékk embættið. Þegar farið var þess á leit við mig að ég byði mig fram ákvað ég eftir „Allir erfiöleikar vestursins lenda á okkur með auknum þunga. Glæpum hefur fjölgað mikið, t.d. bankaránum sem áður voru óþekkt. Nú fara fótboltabullur um borgir og leggja heilu göturnar í rúst. Aður var ekkert atvinnuleysi, hverjum og einum var útveguð vinna en nú hefur þetta breyst..." 62 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.